Tvær milljónir barna utan skóla í Jemen Heimsljós kynnir 30. september 2019 13:45 UNICEF/Almahbashi Tvær milljónir barna í Jemen ganga ekki í skóla vegna stríðsátakanna í landinu og enn fleiri eru líkleg til þess að flosna upp úr námi, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Nú þegar skólaárið á að vera að hefjast hjá öllum börnum í Jemen þá gera áframhaldandi átök í landinu það að verkum að tveimur milljónum barna er neitað um þau grundvallarréttindi sín að ganga menntaveginn. UNICEF í Jemen áætlar að 3,7 milljónir barna til viðbótar eigi á hættu að flosna upp úr námi. Kennarar hafa ekki fengið greidd laun í rúm tvö ár,“ segir í frétt UNICEF á Íslandi sem stendur fyrir neyðarsöfnun á Íslandi. „Átök og fátækt hafa svipt milljónir barna í Jemen rétti sínum til menntunar og von um bjartari framtíð. Ofbeldi, árásir á skóla og sú staðreynd að börn hafa verið neydd til að flytja sig um set eru meðal ástæðna. Kennarar hafa ekki fengið greidd laun í rúm tvö ár svo gæði menntunar er hér líka í húfi,“ segir Sara Beysolow Nyanti, yfirmaður UNICEF í Jemen. Fjögur ár eru liðin frá því yfirstandandi átök í Jemen fóru úr böndum. UNICEF segir að Jemen sé einn versti staður í heiminum fyrir börn, átökin hafi lagt menntakerfið nær algjörlega í rúst sem hafi verið viðkvæmt fyrir. Einn af hverjum fimm skólum í Jemen sé óstarfhæfur vegna átakanna. „Á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er fullkomlega óásættanlegt að menntun og önnur grundvallarréttindi séu jemenskum börnum utan seilingar. Allt vegna mannanna verka,“ segir Nyanti og bendir á að börn sem ekki eru í skóla standi frammi fyrir margvíslegum hættum. „Það stóreykur líkurnar á misnotkun af öllu tagi. Þau eru líklegri til að vera neydd til að berjast, neydd í þrælkun eða hjónaband. Þau verða af tækifærinu að vaxa og þroskast í umhyggjusömu og áhyggjulausu umhverfi og festast þess í stað í fátæktargildrum og erfiðleikum.“ UNICEF og samstarfsaðilar leggja nótt við dag til að tryggja að börn í Jemen geti sótt rétt sinn til menntunar. Á síðasta skólaári greiddi UNICEF 127.400 kennurum og skólastarfsmönnum, sem ekki höfðu fengið greidd laun í tvö ár, þóknanir til að hjálpa þeim að standa undir kostnaði við ferðir til og frá skóla og önnur útgjöld. UNICEF hefur frá árinu 2015 gert 1.300 skóla starfhæfa á ný og heldur áfram baráttu sinni til að koma námsgögnum til barna við erfiðar aðstæður, segir í frétt UNICEF.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent
Tvær milljónir barna í Jemen ganga ekki í skóla vegna stríðsátakanna í landinu og enn fleiri eru líkleg til þess að flosna upp úr námi, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Nú þegar skólaárið á að vera að hefjast hjá öllum börnum í Jemen þá gera áframhaldandi átök í landinu það að verkum að tveimur milljónum barna er neitað um þau grundvallarréttindi sín að ganga menntaveginn. UNICEF í Jemen áætlar að 3,7 milljónir barna til viðbótar eigi á hættu að flosna upp úr námi. Kennarar hafa ekki fengið greidd laun í rúm tvö ár,“ segir í frétt UNICEF á Íslandi sem stendur fyrir neyðarsöfnun á Íslandi. „Átök og fátækt hafa svipt milljónir barna í Jemen rétti sínum til menntunar og von um bjartari framtíð. Ofbeldi, árásir á skóla og sú staðreynd að börn hafa verið neydd til að flytja sig um set eru meðal ástæðna. Kennarar hafa ekki fengið greidd laun í rúm tvö ár svo gæði menntunar er hér líka í húfi,“ segir Sara Beysolow Nyanti, yfirmaður UNICEF í Jemen. Fjögur ár eru liðin frá því yfirstandandi átök í Jemen fóru úr böndum. UNICEF segir að Jemen sé einn versti staður í heiminum fyrir börn, átökin hafi lagt menntakerfið nær algjörlega í rúst sem hafi verið viðkvæmt fyrir. Einn af hverjum fimm skólum í Jemen sé óstarfhæfur vegna átakanna. „Á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er fullkomlega óásættanlegt að menntun og önnur grundvallarréttindi séu jemenskum börnum utan seilingar. Allt vegna mannanna verka,“ segir Nyanti og bendir á að börn sem ekki eru í skóla standi frammi fyrir margvíslegum hættum. „Það stóreykur líkurnar á misnotkun af öllu tagi. Þau eru líklegri til að vera neydd til að berjast, neydd í þrælkun eða hjónaband. Þau verða af tækifærinu að vaxa og þroskast í umhyggjusömu og áhyggjulausu umhverfi og festast þess í stað í fátæktargildrum og erfiðleikum.“ UNICEF og samstarfsaðilar leggja nótt við dag til að tryggja að börn í Jemen geti sótt rétt sinn til menntunar. Á síðasta skólaári greiddi UNICEF 127.400 kennurum og skólastarfsmönnum, sem ekki höfðu fengið greidd laun í tvö ár, þóknanir til að hjálpa þeim að standa undir kostnaði við ferðir til og frá skóla og önnur útgjöld. UNICEF hefur frá árinu 2015 gert 1.300 skóla starfhæfa á ný og heldur áfram baráttu sinni til að koma námsgögnum til barna við erfiðar aðstæður, segir í frétt UNICEF.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent