Þegar prófessorinn gerði sig að „imbecillus“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. október 2019 10:00 Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er það svo, að menn verða að ganga gætilega um dyr illrar umræðu um aðra og fara varlega í það, að lítillækka og niðra aðra, enda sagði skáldið mikla „...svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka...“ og áður var komið: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Á hinn bóginn er það svo, að skáldvitringurinn miklu hafði „...án saka...“ með í sínum magnaða kveðskap, og fyrir því var auðvitað ástæða, og, auk þess, getur verið brýnt í málefnalegri umræðu, að forðast tæpitungu og kalla hlutinga sínum réttu nöfnum þó á latínu sé. Imbecillus er sem sagt latneskt orð. Í því felst ýmisleg neikvæð og skerðandi merking, bæði um gáfnafar, heilbrigða skynsemi, greiningarhæfni, en orðið nær líka til siðferðisskorts eða siðleysis. Stundum fer þetta allt saman í fari einnar persónu, en stundum ekki. Er orðið hér notað um það, sem undirritaður telur skort á greiningarhæfni og sterka hneigð til siðleysis, sem jaðrar við mannfyrirlitningu. Orðið er notað hér um stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands vegna Twitterfærslu hans 2. október, en færslan var þessi: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt“. Stutt svör við spurningum prófessorsins eru þessi: Greta Thunberg er fyrst og fremst að tala fyrir sig og sína kynslóð, sem fædd var í þennan heim fyrir tilstuðlan okkar, hinna eldri. Um leið nær réttmæt umkvörtun hennar um virðingarleysi okkar, hinna eldri, ofnotkun, spillingu og skemmdarverka starfsemi okkar á þeirri einu jörð, sem við eigum, til möguleika og réttinda komandi kynslóða til góðs mannlífs á heilbrigðri og óspilltri jörð. Er þessi umkvörtun meira en sanngjörn og réttmæt. Framtak Gretu Thunberg er því stórkostlegt framlag – viðvörun og uppvakning – til okkar, sem flest hver höfum flotið sofandi að feigðarósi með líf og afkomu fjölskyldna okkar, þjóða okkar og mannkynsins alls; bara velt þessum krefjandi og erfiðu spurningum á undan okkur eða hjá okkur. Því miður höfum við mest hugsað um okkur sjálf - okkar maga, þægindi og vellíðan - og gleymt skyldum okkar og ábyrgð gagnvart börnum okkar og þeirra börnum. Samtök alþjóðlegra vísindamanna, Global Footprint Network, sem fylgjast gjörla með afkastagetu auðlinda jarðar, tilkynntu þann 29. júlí sl., að mannkynið væri búið að nýta að fullu - fyrirfram og með hömlulausri ofnotkun - allan endurnýjunarkraft auðlinda jarðarinnar fyrir allt árið 2019, þó að aðeins 7 mánuðir væru liðnir af árinu. Var 29. júlí í ár hinn svokallaði Earth Overshoot Day fyrir 2019.Ofnotkun manna á jörðinni og auðlindum hennar er slík, að 1,75 jarðir þyrfti til, til að halda jarðarbúum gangandi með þá lifnaðarhætti og þann lífsstíl, sem nú tíðkast, en honum verður ekki lýst, nema sem ofnotkun og rányrkju.Ef allt mannkynið myndi ofnota og arðræna jörðina með sama hætti og við Vesturlandabúar, þyrfti 3 jarðir til, til að halda þeim lifnaðarháttum gangandi.Hvernig „dirfist“ (orðalag Gretu) prófessorinn þá, að halda því fram, að okkar kynslóð sé að gefa komandi kynslóðum “allt“? Sér hann ekki, að eldri kynslóðin er að afhenda komandi kynslóðum hriplekt og sökkvandi skip til yfirtöku og lífsviðurværis?Hvernig ætti ófædd kynslóð að hafa getað gefið núverandi kynslóð eitthvað? Auk þess, erum það við, eldri kynslóðin, sem höfum fætt af okkur þá yngri, sem aftur fæðir af sér þá næstu - ekki hefur þetta blessaða fólk skapað sig sjálft, né heldur er það komið í heiminn af sjálfsdáðum - og berum við, eldri kynslóðin, því víðtæka og ríka ábyrgð á þeim og gagnvart þeim, svo og á því hlutskipti, sem við höfum skapað þeim og eftirlátum þeim, en ábyrgð þeirra gagnvart okkur er engin. Í stað þess að skilja og virða þennan augljósa sannleika, spyr prófessorinn með derringi og vandlætingartóni, hvað komandi kynslóðir hafi gert fyrir okkur; hvílíkur imbecillus!
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun