Fjárhagsáætlunargerðin og lýðræði sjálfstæðismanna í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. október 2019 12:08 Gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið er eitt af stærstu verkefnum bæjarstjórnar Garðabæjar. Í fjárhagsáætlun felast ákvarðanir sem hafa áhrif á alla bæjarbúa með mismunandi hætti. Við í Garðabæjarlistanum hófumst handa í fyrra haust full eftirvæntingar og bjartsýni um að það þætti ekki annað en sjálfsagt að leggja af stað í slíka vinnu með samvinnu allra kjörinna fulltrúa. Þeirra fulltrúa sem bæjarbúar kusu til að fara með hagsmuni sína. Fulltrúar minnihlutans fengu einn fund með fjármálastjóra og bæjarstjóra um fyrirhugaða áætlun. Áætlun sem meirihlutinn var búinn að stilla upp eftir sínu höfði. Því fór sem fór. Við fulltrúar Garðabæjarlistans samþykktum ekki fjárhagsáætlun enda birti hún ekkert af okkar sýn til verkefnanna eða forgangsröðunar fjármuna í þágu íbúa.Nú hefst önnur umferð og við mætum bjartsýn til leiks. Fylgjumst með vinnulagi annarra sveitarfélaga þar sem lögð er sérstök áhersla á samráð og samtal um þá áætlun sem lögð verður fram. Jú, við sjáum glitta í lýðræðið handan við hornið í Garðabænum. Rétt svo. Pínulítið framfara skref frá fyrra fari. Nú verður samráðið með þeim hætti að fundurinn sem náðist í gegn í fyrra verður haldinn fyrr, sem vekur von um að núna verði ekki búið að niðurnjörva alla hluti áður en við fáum að kynna okkur þá. Hitt sem við fögnum hins vegar mjög er að í fyrsta skipti er í ferli þessarar mikilvægu vinnu er staður og stund fyrir pólitíska umræðu inn í nefndum sviðanna um forgangsröðun verkefna. Þótt umræðan komi inn á lokametrum vinnunnar þá fögnum við nýju stefi í vinnulagið. Það er nýtt og fagnaðarefni.Þannig virkar lýðræðið og þannig eflum við ekki síður meðvitund okkar allra á rekstri sveitarfélagsins. Umfangi verkefnanna og þeirrar sýnar sem ákvarðanirnar lýsa. Við höldum af stað borubrött með okkar tillögur í farteskinu, komum þeim inn í umræðuna í bæjarráði og bæjarstjórn næstu vikurnar og virkjum þannig lýðræðið á meðan valið stendur ekki um annað. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið er eitt af stærstu verkefnum bæjarstjórnar Garðabæjar. Í fjárhagsáætlun felast ákvarðanir sem hafa áhrif á alla bæjarbúa með mismunandi hætti. Við í Garðabæjarlistanum hófumst handa í fyrra haust full eftirvæntingar og bjartsýni um að það þætti ekki annað en sjálfsagt að leggja af stað í slíka vinnu með samvinnu allra kjörinna fulltrúa. Þeirra fulltrúa sem bæjarbúar kusu til að fara með hagsmuni sína. Fulltrúar minnihlutans fengu einn fund með fjármálastjóra og bæjarstjóra um fyrirhugaða áætlun. Áætlun sem meirihlutinn var búinn að stilla upp eftir sínu höfði. Því fór sem fór. Við fulltrúar Garðabæjarlistans samþykktum ekki fjárhagsáætlun enda birti hún ekkert af okkar sýn til verkefnanna eða forgangsröðunar fjármuna í þágu íbúa.Nú hefst önnur umferð og við mætum bjartsýn til leiks. Fylgjumst með vinnulagi annarra sveitarfélaga þar sem lögð er sérstök áhersla á samráð og samtal um þá áætlun sem lögð verður fram. Jú, við sjáum glitta í lýðræðið handan við hornið í Garðabænum. Rétt svo. Pínulítið framfara skref frá fyrra fari. Nú verður samráðið með þeim hætti að fundurinn sem náðist í gegn í fyrra verður haldinn fyrr, sem vekur von um að núna verði ekki búið að niðurnjörva alla hluti áður en við fáum að kynna okkur þá. Hitt sem við fögnum hins vegar mjög er að í fyrsta skipti er í ferli þessarar mikilvægu vinnu er staður og stund fyrir pólitíska umræðu inn í nefndum sviðanna um forgangsröðun verkefna. Þótt umræðan komi inn á lokametrum vinnunnar þá fögnum við nýju stefi í vinnulagið. Það er nýtt og fagnaðarefni.Þannig virkar lýðræðið og þannig eflum við ekki síður meðvitund okkar allra á rekstri sveitarfélagsins. Umfangi verkefnanna og þeirrar sýnar sem ákvarðanirnar lýsa. Við höldum af stað borubrött með okkar tillögur í farteskinu, komum þeim inn í umræðuna í bæjarráði og bæjarstjórn næstu vikurnar og virkjum þannig lýðræðið á meðan valið stendur ekki um annað. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar