Pestir og flensur Teitur Guðmundsson skrifar 17. október 2019 09:00 Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun