Búið spil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2019 07:15 Stríðið gegn fíkniefnum er löngu tapað. Það vita allir. Refsistefnan hefur litlu skilað öðru en fordómum og hræðslu gagnvart fíkniefnaneytandanum og undirheimum þar sem glæpahópar ráða ríkjum. Neysla hefur aukist og dauðsföllum fjölgar. Fíkniefnin flæða til landsins og skammturinn fæst nú á svipuðu verði og bíómiði. Sá sem er ánetjaður vímuefnum er sjúklingur en ekki glæpamaður. Þetta ætti öllum að vera löngu orðið ljóst. Það er því óhætt að segja að refsigleðin virkar ekki og er því nýlegt frumvarp Halldóru Mogensen, þingflokksformanns Pírata, eðlilegt og rökrétt skref. Frumvarpið felur í sér að ekki verði lengur ólöglegt að kaupa eða hafa á sér smærri fíkniefnaskammta, svokallaða neysluskammta, en aftur á móti verður áfram bannað að flytja efni inn eða úr landi, selja þau eða framleiða. Markmiðið er að hætt verði að líta á þá sem lent hafa á glapstigum lífsins sem glæpamenn og óþokka og þeim veitt aðstoð fremur en refsing. Frumvarpið er skref í rétta átt, en hálfkák þó. Portúgalar voru fyrstir til að afglæpavæða fíkniefni þegar þeir samþykktu lög þess efnis árið 2001, eftir heróínfaraldur sem gengið hafði yfir landið. Efasemdir voru um ágæti aðgerðanna en í dag er fjöldi vímuefnaneytenda í Portúgal hlutfallslega mjög lítill miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Aðrar þjóðir hafa síðan fylgt í kjölfarið og mótað eigin fíkniefnastefnu með góðum árangri. Hægt er að nálgast fíknivandann með ýmsum hætti og raunsæ leið er svokölluð skaðaminnkun. Hún veitir nálægð við fíkilinn og dregur úr hættu á HIV-smiti og öðrum heilsufarslegum ógnum sem fíknin leiðir oft af sér. Fleiri ákjósanlegar leiðir eru fyrir hendi en mikilvægt er að stjórnvöld móti sér stefnu í þessum málum. Fíkniefnin eru komin til að vera, því verður ekki breytt. Þar af leiðandi ætti hið opinbera að reyna að stýra farvegi þeirra og jafnvel að íhuga að hreinlega útvega fíklum efnin. Þá að minnsta kosti færast völdin úr höndum undirheimanna en það er þar sem ofbeldið og mannúðarleysið þrífst. Eiturlyfjadreifing hins opinbera gæti jafnframt útrýmt svarta markaðnum með lyfseðilsskyld lyf. Róttækari aðgerða en hugmynda um neysluskammta er þörf. Æ fleiri festast í viðjum fíknarinnar og fíknin heldur áfram að fella hvert ungmennið á fætur öðru. Við þurfum að hætta að berja höfðinu við steininn og horfast í augu við vandann. Samhliða þarf að fjölga meðferðarúrræðum og bæta í forvarnir og fræðslu. Allt kapp ætti að setja á aðferðir til skaðaminnkunar. Betur má ef duga skal og kallað er eftir stjórnmálamanni sem þorir að segja þessa hluti upphátt – og hrinda þeim í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stríðið gegn fíkniefnum er löngu tapað. Það vita allir. Refsistefnan hefur litlu skilað öðru en fordómum og hræðslu gagnvart fíkniefnaneytandanum og undirheimum þar sem glæpahópar ráða ríkjum. Neysla hefur aukist og dauðsföllum fjölgar. Fíkniefnin flæða til landsins og skammturinn fæst nú á svipuðu verði og bíómiði. Sá sem er ánetjaður vímuefnum er sjúklingur en ekki glæpamaður. Þetta ætti öllum að vera löngu orðið ljóst. Það er því óhætt að segja að refsigleðin virkar ekki og er því nýlegt frumvarp Halldóru Mogensen, þingflokksformanns Pírata, eðlilegt og rökrétt skref. Frumvarpið felur í sér að ekki verði lengur ólöglegt að kaupa eða hafa á sér smærri fíkniefnaskammta, svokallaða neysluskammta, en aftur á móti verður áfram bannað að flytja efni inn eða úr landi, selja þau eða framleiða. Markmiðið er að hætt verði að líta á þá sem lent hafa á glapstigum lífsins sem glæpamenn og óþokka og þeim veitt aðstoð fremur en refsing. Frumvarpið er skref í rétta átt, en hálfkák þó. Portúgalar voru fyrstir til að afglæpavæða fíkniefni þegar þeir samþykktu lög þess efnis árið 2001, eftir heróínfaraldur sem gengið hafði yfir landið. Efasemdir voru um ágæti aðgerðanna en í dag er fjöldi vímuefnaneytenda í Portúgal hlutfallslega mjög lítill miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Aðrar þjóðir hafa síðan fylgt í kjölfarið og mótað eigin fíkniefnastefnu með góðum árangri. Hægt er að nálgast fíknivandann með ýmsum hætti og raunsæ leið er svokölluð skaðaminnkun. Hún veitir nálægð við fíkilinn og dregur úr hættu á HIV-smiti og öðrum heilsufarslegum ógnum sem fíknin leiðir oft af sér. Fleiri ákjósanlegar leiðir eru fyrir hendi en mikilvægt er að stjórnvöld móti sér stefnu í þessum málum. Fíkniefnin eru komin til að vera, því verður ekki breytt. Þar af leiðandi ætti hið opinbera að reyna að stýra farvegi þeirra og jafnvel að íhuga að hreinlega útvega fíklum efnin. Þá að minnsta kosti færast völdin úr höndum undirheimanna en það er þar sem ofbeldið og mannúðarleysið þrífst. Eiturlyfjadreifing hins opinbera gæti jafnframt útrýmt svarta markaðnum með lyfseðilsskyld lyf. Róttækari aðgerða en hugmynda um neysluskammta er þörf. Æ fleiri festast í viðjum fíknarinnar og fíknin heldur áfram að fella hvert ungmennið á fætur öðru. Við þurfum að hætta að berja höfðinu við steininn og horfast í augu við vandann. Samhliða þarf að fjölga meðferðarúrræðum og bæta í forvarnir og fræðslu. Allt kapp ætti að setja á aðferðir til skaðaminnkunar. Betur má ef duga skal og kallað er eftir stjórnmálamanni sem þorir að segja þessa hluti upphátt – og hrinda þeim í framkvæmd.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar