Eru öll dýrin í skóginum jöfn? Opið bréf til heilbrigðisráðherra Ómar Torfason skrifar 14. október 2019 10:00 Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ómar Torfason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra, Tilefni erindis míns til þín er að varpa eilitlu ljósi meðal almennings á þá ríkjandi stöðu í endurhæfingarmálum sem komin er upp, en vel má merkja beygs meðal minna skjólstæðinga vegna þeirrar kúvendingar sem stefnt er að í upphafi næsta árs. Þú tókst við embætti heilbrigðisráðherra fyrir hartnær tveimur árum í kjölfar kosninga. Sem þú tókst við tilheyrandi lykli, þá beið þín tilskipun frá EES varðandi heildarverkkaup/-verksölu í heilbrigðisþjónustu á Íslandi, lög #120/2016. Þú þekkir þetta. Þessi lög tóku sem sé gildi árið 2016, en forveri þinn í starfi aðhafðist ekkert og eftirlét þér herlegheitin. Þetta umrót allt er þannig ekki frá þér komið, heldur ert þú einungis að framfylgja lögum. Má líta á þig sem eilítið fórnarlamb ytri aðstæðna? Það eru nokkur atriði verð athygli: 1. Þótt líta megi á þig sem fórnarlamb kringumstæðna, þá tókst þér samt á stuttum tíma að reita heila starfsstétt til (æfa)reiði. Þú hefur afmarkað vissan hóp innan minnar fagstéttar til útboðs með litlum, næsta engum fyrirvara með slíkum kröfum, að greinilegt er að óbreyttu að einhverjar/margar stofur fá ekki staðist og munu leggja upp laupana. 2. Þú leggur dæmið þannig upp, að útboðið nær eingöngu til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Í þessu felst sá möguleiki, að brotið sé á stjórnarskrárvörðum rétti mínum og kollega minna hvað varðar meðalhóf og jafnræði m.t.t. búsetu, þ.e. að endurhæfingarfyrirtæki á tilgreindu svæði er gert að bjóða í þjónustuna meðan títtnefnd landsbyggð situr hjá, eða þá hitt, að landbyggðin fær ekki að bjóða í meðan ég og mínir sitjum að kjötkötlunum. 3. Hippókrates gamli lét hina læknislærðu sverja hollustueið varðandi sjúklinga sína. Sú hugmyndafræði er löngu fyrir bí og heilbrigðisþjónustan hér og hvar reiknar sér arð svo sem þú þekkir. Fyrirhugað útboð felur í sér verðmætasköpun í sérhverjum íbúa þessa tilgreinda svæðis. Nú verður hver íbúi sem fiskurinn í sjónum, kominn á hann verðmiði og kvóti sem gengur kaupum og sölum, framsali og fellur auk heldur undir skilnaðar-, dánarbús- og gjaldþrotalögin. Við hér starfandi sjáum sem sé gangandi „x“-þúsundkalla þar sem fólk fer um. 4. Þetta fyrirkomulag innleiðir nýjan raunveruleika, þ.e. raunveruleika biðraða og sjúkratrygginga. Við stefnum hraðbyri inn í ameríska kerfið, þar sem sveltandi situr en fljúgandi fær, þ.e. sumir verða á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), aðrir ekki. Slíkt tvöfalt kerfi er hvað ég best fæ skilið í algjörri andstöðu við hugmyndafræði VG, - eða var. Ekki verður séð að þeir sem svara kalli til útboðs megi samkvæmt gildandi samkeppnislögum starfa jafnframt utan samnings við SÍ, sem eykur enn frekar á biðlistann. 5. Tilgreind lög eru frá 2016, þ.e. áður en þú komst til valda. Er það ekki vert athygli, að á þeim tíma voru og eru starfsstéttir starfandi á einhvers konar rammasamningi, þ.e. ekki eiginlegum samningi, við SÍ, s.s. sérfræðilæknar og tannlæknar? Hvers vegna við? Ég átti erindi við opinbera stofnun nýverið. Símsvarinn tjáði mér að ákvaðningin væri móttekin og svarað yrði í réttri röð. Þetta var ekki ráðuneyti heilbrigðismála. Þar er ekki svarað í réttri röð. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun