Meirihluta stjórnar Valitor var skipt út í miðju söluferli Hörður Ægisson skrifar 14. október 2019 06:45 Valitor var rekið með tæplega 2,8 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Fréttablaðið/Stefán Meirihluta stjórnarmanna Valitor, meðal annars formanni stjórnar, hefur verið skipt út en greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gengið frá breytingunum í síðustu viku. Þau Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og fyrrverandi forstjóri Framtakssjóðs Íslands, Renier Lemmens, stjórnarmaður í Arion sem hefur meðal annars verið forstjóri hjá PayPal og setið í stjórn breska fjártæknifyrirtækisins Revolut, og Þór Hauksson, sem starfaði áður í fjármálaráðgjöf Deloitte og stýrði fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands, koma ný inn í fimm manna stjórn Valitor. Á meðal þeirra sem fara út úr í stjórn félagsins er Guðmundur Þorbjörnsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri EFLU, en hann hefur setið í stjórninni frá árinu 2010 og gegnt starfi stjórnarformanns undanfarin sex ár. Þá hafa þau Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, og Jónína S. Lárusdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion í síðasta mánuði, einnig hætt í stjórn Valitor. Greiðslumiðlunarfyrirtækið er skilgreint sem eign til sölu í reikningum Arion banka og yfirlýst markmið bankans er að selja félagið að hluta eða fullu. Gert hefur verið ráð fyrir því að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári en bandaríski fjárfestingarbankinn Citi hefur umsjón með sölunni. Áhugasamir fjárfestar höfðu frest til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Valior um miðjan júlí síðastliðinn en í reikningum Arion banka er Valitor bókfært á 13,2 milljarða króna. Engar upplýsingar hafa fengist hjá Arion um hversu mörg tilboð bárust í Valitor en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Fari Ísland á svonefndan gráan lista FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eins og fastlega er gert ráð fyrir að verði niðurstaðan síðar í þessum mánuði, gæti það sett strik í reikninginn fyrir söluferlið á Valitor, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Greint var frá því í liðinni viku að sérfræðingahópur FATF teldi að enn stæðu út af sex atriði hjá stjórnvöldum sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ísland fer þá á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Á síðasta ári nam tap Valitor Holding, sem er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, um 1,9 milljörðum króna en Valitor hefur ráðist í miklar fjárfestingar samhliða örum vexti í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað“. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Meirihluta stjórnarmanna Valitor, meðal annars formanni stjórnar, hefur verið skipt út en greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gengið frá breytingunum í síðustu viku. Þau Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og fyrrverandi forstjóri Framtakssjóðs Íslands, Renier Lemmens, stjórnarmaður í Arion sem hefur meðal annars verið forstjóri hjá PayPal og setið í stjórn breska fjártæknifyrirtækisins Revolut, og Þór Hauksson, sem starfaði áður í fjármálaráðgjöf Deloitte og stýrði fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands, koma ný inn í fimm manna stjórn Valitor. Á meðal þeirra sem fara út úr í stjórn félagsins er Guðmundur Þorbjörnsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri EFLU, en hann hefur setið í stjórninni frá árinu 2010 og gegnt starfi stjórnarformanns undanfarin sex ár. Þá hafa þau Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, og Jónína S. Lárusdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion í síðasta mánuði, einnig hætt í stjórn Valitor. Greiðslumiðlunarfyrirtækið er skilgreint sem eign til sölu í reikningum Arion banka og yfirlýst markmið bankans er að selja félagið að hluta eða fullu. Gert hefur verið ráð fyrir því að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári en bandaríski fjárfestingarbankinn Citi hefur umsjón með sölunni. Áhugasamir fjárfestar höfðu frest til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Valior um miðjan júlí síðastliðinn en í reikningum Arion banka er Valitor bókfært á 13,2 milljarða króna. Engar upplýsingar hafa fengist hjá Arion um hversu mörg tilboð bárust í Valitor en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Fari Ísland á svonefndan gráan lista FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eins og fastlega er gert ráð fyrir að verði niðurstaðan síðar í þessum mánuði, gæti það sett strik í reikninginn fyrir söluferlið á Valitor, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Greint var frá því í liðinni viku að sérfræðingahópur FATF teldi að enn stæðu út af sex atriði hjá stjórnvöldum sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ísland fer þá á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Á síðasta ári nam tap Valitor Holding, sem er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, um 1,9 milljörðum króna en Valitor hefur ráðist í miklar fjárfestingar samhliða örum vexti í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað“.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira