Halda í dag Verndarhátíð heilagrar guðsmóður Davíð Stefánsson skrifar 14. október 2019 07:30 Timur Zolotuskiy, príor Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, í Nikulásarkirkju í Reykjavík . FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Í dag, 14. október, er Verndarhátíð heilagrar guðsmóður að trúarsið Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Líkt og víða um heim er dagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi, í Nikulásarkirkju í Reykjavík. Timur Zolotuskiy, príor Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi segir að uppruna hátíðarinnar megi rekja til 10. aldar þegar sameiginlegur her Rússa og víkinga sem nefndir voru Væringjar sátu um Miklagarð, höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins (Býsansríkisins). „Her Grikkja var þá bundinn annars staðar í heimsveldinu vegna innrásar múslima og engrar aðstoðar að vænta frá öðrum. Borgarbúar komu þá saman til bæna í Blachernae-kirkjunni, kirkju hinnar blessuðu Maríu meyjar. Undir bænum sá Andrei Yurodivy, fyrrverandi þræll frá Novgorod, hvar María mey nálgaðist miðju kirkjunnar, kraup niður og var lengi á bæn fyrir alla sanntrúaða. Andlit hennar var þakið tárum. Hún breiddi síðan blæju sína yfir fólk því til verndar,“ segir séra Timur. „Eftir að guðsmóðirin birtist trúuðum var allri hættu afstýrt og borginni hlíft við blóðsúthellingum og þjáningum. Umsátursherir drógu sig til baka þegar þeir töldu dauða borgarinnar óhjákvæmilegan.“ Séra Timur segir að þessi hátíð minni á að fyrir meira en þúsund árum voru náin tengsl á milli þjóða Rússlands, sem þá var kallað Garðaríki, og Norðurlandanna. Útbreiðsla kristinnar trúar hófst síðan í Rússlandi sem tók kristna trú árið 988 og á Íslandi var kristni lögtekin árið 1000. Hann segir að Grikkir hafi gleymt að mestu þessari sögu þegar guðsmóðirin birtist í Miklagarði, en meðal Rússa varð hún mjög þekkt. Verndarhátíðin varð síðan vinsæl í Rússlandi. „Rússar muna hvernig María mey bjargaði höfuðborg þessa heimsveldis. Til að mynda eru margar rússneskar kirkjur tileinkaðar þessum atburði. Ein fallegasta kirkja Rússa, Pokrovsky-dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu, sem einnig er þekkt sem St. Basil dómkirkjan, er tileinkuð þessum merka viðburði, sem tengdi svo vel örlög Skandinavíu og Rússlands.“ Rússneska rétttrúnaðarkirkjan var opinberlega skráð á Íslandi í september árið 2001 eftir að fólk búsett hér á landi hafði beðið patríarka kirkjunnar í Moskvu að senda þeim prest fyrir safnaðarstarf hér á landi. Trúfélagið sem ber formlega heitið „Söfnuður heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkatinu í Reykjavík“ hefur aðsetur í Nikulásarkirkju að Öldugötu 44 í Reykjavík. Séra Timur (eða Tímóteus) Zolotuskiy, sem er 51 árs, á ættir að rekja til Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Hann var skipaður af patríarkanum í Moskvu og hinu heilaga kirkjuráði á Þorláksmessu árið 2004 og tók við sem prestur safnaðarins á Íslandi 4. júní 2005. Hann starfar sem prestur sóknar Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og í Færeyjum en þar var sókn stofnuð í júlí á þessu ári. Séra Timur segir starfsemi safnaðarins vera virka þótt söfnuðurinn sé ekki fjölmennur. Hagstofa Íslands segir að skráðir safnaðarmeðlimir hafi verið 685 um síðustu áramót. „Engu að síður er heildarfjöldi í Rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi um 1.050 meðlimir. Mismunurinn eru aðallega bræður okkar og systur frá Serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Þannig hefur rétttrúnaðarkirkjan okkar fjölmenningarlega vídd. Við síðustu páskamessu vorum við með guðspjallalestur á 17 þjóðtungum fyrir fullri Dómkirkjunni í Reykjavík,“ segir hann. Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi á gott og mikilvægt samstarf við önnur trúfélög hér á landi, svo sem Þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna. „Við vinnum mjög vel með kristnum bræðrum okkar og systrum. Sóknin okkar er þátttakandi í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi. Við eigum afar gott samstarf við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, og Davíð B. Tencer, biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar hér. Þökk sé góðum vilja íslensku Þjóðkirkjunnar að við getum fagnað páskamessu í Dómkirkjunni í Reykjavík, auk þess sem Rómversk-kaþólska kirkjan á Íslandi hefur leyft okkur að halda jól í Landakotskirkju samkvæmt okkar hefð.“ [email protected] Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Í dag, 14. október, er Verndarhátíð heilagrar guðsmóður að trúarsið Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Líkt og víða um heim er dagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi, í Nikulásarkirkju í Reykjavík. Timur Zolotuskiy, príor Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi segir að uppruna hátíðarinnar megi rekja til 10. aldar þegar sameiginlegur her Rússa og víkinga sem nefndir voru Væringjar sátu um Miklagarð, höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins (Býsansríkisins). „Her Grikkja var þá bundinn annars staðar í heimsveldinu vegna innrásar múslima og engrar aðstoðar að vænta frá öðrum. Borgarbúar komu þá saman til bæna í Blachernae-kirkjunni, kirkju hinnar blessuðu Maríu meyjar. Undir bænum sá Andrei Yurodivy, fyrrverandi þræll frá Novgorod, hvar María mey nálgaðist miðju kirkjunnar, kraup niður og var lengi á bæn fyrir alla sanntrúaða. Andlit hennar var þakið tárum. Hún breiddi síðan blæju sína yfir fólk því til verndar,“ segir séra Timur. „Eftir að guðsmóðirin birtist trúuðum var allri hættu afstýrt og borginni hlíft við blóðsúthellingum og þjáningum. Umsátursherir drógu sig til baka þegar þeir töldu dauða borgarinnar óhjákvæmilegan.“ Séra Timur segir að þessi hátíð minni á að fyrir meira en þúsund árum voru náin tengsl á milli þjóða Rússlands, sem þá var kallað Garðaríki, og Norðurlandanna. Útbreiðsla kristinnar trúar hófst síðan í Rússlandi sem tók kristna trú árið 988 og á Íslandi var kristni lögtekin árið 1000. Hann segir að Grikkir hafi gleymt að mestu þessari sögu þegar guðsmóðirin birtist í Miklagarði, en meðal Rússa varð hún mjög þekkt. Verndarhátíðin varð síðan vinsæl í Rússlandi. „Rússar muna hvernig María mey bjargaði höfuðborg þessa heimsveldis. Til að mynda eru margar rússneskar kirkjur tileinkaðar þessum atburði. Ein fallegasta kirkja Rússa, Pokrovsky-dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu, sem einnig er þekkt sem St. Basil dómkirkjan, er tileinkuð þessum merka viðburði, sem tengdi svo vel örlög Skandinavíu og Rússlands.“ Rússneska rétttrúnaðarkirkjan var opinberlega skráð á Íslandi í september árið 2001 eftir að fólk búsett hér á landi hafði beðið patríarka kirkjunnar í Moskvu að senda þeim prest fyrir safnaðarstarf hér á landi. Trúfélagið sem ber formlega heitið „Söfnuður heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkatinu í Reykjavík“ hefur aðsetur í Nikulásarkirkju að Öldugötu 44 í Reykjavík. Séra Timur (eða Tímóteus) Zolotuskiy, sem er 51 árs, á ættir að rekja til Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Hann var skipaður af patríarkanum í Moskvu og hinu heilaga kirkjuráði á Þorláksmessu árið 2004 og tók við sem prestur safnaðarins á Íslandi 4. júní 2005. Hann starfar sem prestur sóknar Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og í Færeyjum en þar var sókn stofnuð í júlí á þessu ári. Séra Timur segir starfsemi safnaðarins vera virka þótt söfnuðurinn sé ekki fjölmennur. Hagstofa Íslands segir að skráðir safnaðarmeðlimir hafi verið 685 um síðustu áramót. „Engu að síður er heildarfjöldi í Rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi um 1.050 meðlimir. Mismunurinn eru aðallega bræður okkar og systur frá Serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Þannig hefur rétttrúnaðarkirkjan okkar fjölmenningarlega vídd. Við síðustu páskamessu vorum við með guðspjallalestur á 17 þjóðtungum fyrir fullri Dómkirkjunni í Reykjavík,“ segir hann. Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi á gott og mikilvægt samstarf við önnur trúfélög hér á landi, svo sem Þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna. „Við vinnum mjög vel með kristnum bræðrum okkar og systrum. Sóknin okkar er þátttakandi í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi. Við eigum afar gott samstarf við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, og Davíð B. Tencer, biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar hér. Þökk sé góðum vilja íslensku Þjóðkirkjunnar að við getum fagnað páskamessu í Dómkirkjunni í Reykjavík, auk þess sem Rómversk-kaþólska kirkjan á Íslandi hefur leyft okkur að halda jól í Landakotskirkju samkvæmt okkar hefð.“ [email protected]
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið