Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. október 2019 08:00 Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. „Það er yfirhöfuð ekki gott að lenda á svona lista og erfitt að leggja mat á áhrifin í fljótu bragði. Við munum fylgjast vel með hvernig málum lyktar og treystum því að stjórnvöld séu að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að svona fari,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Fréttablaðið. Í vikunni var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Katrín ítrekar að atriðin sex sem samtökin setja út á snúi ekki beint að íslensku fjármálafyrirtækjunum. „Íslensku bankarnir hafa sterkar varnir gegn bæði peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og fylgja skýru regluverki og kröfum hér heima sem og erlendis frá. Fjármálafyrirtækin standast skoðun hvað þetta varðar og eru sífellt að bæta sig. Varnir gegn peningaþvætti eru hluti af starfsemi fjármálafyrirtækja og mat á þessum vörnum er hluti af erlendum viðskiptasamböndum þeirra enda kröfurnar eðlilega miklar, “ segir Katrín. Í ljósi þess sé ekki búist við því að málið hafi áhrif á viðskiptasambönd íslensku bankanna erlendis sem séu sterk fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talsverðar áhyggjur væru innan viðskiptabankanna vegna málsins. Stjórnvöld sendu bréf á bankastjóra viðskiptabankanna á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kom að taldar væru verulegar líkur á því að Ísland lenti á listanum. Bankarnir ættu því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. „Það yrðu veruleg vonbrigði ef Ísland endar á þessum lista því miðað við þau atriði sem FATF metur að standi út af eru stærstu atriðin í lagi. Stjórnvöld hafa aftur á móti brugðist hratt við athugasemdum FATF og sýnast mér síðustu atriðin vera á lokametrunum. Ég vona að vel gangi að koma því til skila,“ segir Katrín en vænta má niðurstöðu á fundi fulltrúa allra aðildarríkja FATF sem haldinn verður um miðjan október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins áttu fulltrúar stjórnvalda fund í höfuðstöðvum samtakanna í París í síðustu viku til að unnt yrði að komast hjá því að málið færi í þennan farveg. Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gat ekki orðið við beiðni Fréttablaðsins um viðtal vegna funda.Erfiðara fyrir námsmenn að opna reikninga úti Ef Ísland fer á gráan lista FATF gætu erlendir aðilar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki, þá einkum fjármálafyrirtæki og tryggingafélög, þurft að kanna sjálfstætt hvort varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að með því að lenda á listanum geti orðið erfiðara fyrir Íslendinga að eiga viðskipti við erlenda banka. Þannig verði til að mynda erfiðara fyrir námsmenn erlendis að stofna bankareikning í viðkomandi landi. Þá segja viðmælendurnir að bandarísk fyrirtæki starfi mjög stíft eftir þessum reglum og horfi til þess hvaða lönd séu á þessum lista þegar þau eiga í viðskiptum við erlend fyrirtæki. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. „Það er yfirhöfuð ekki gott að lenda á svona lista og erfitt að leggja mat á áhrifin í fljótu bragði. Við munum fylgjast vel með hvernig málum lyktar og treystum því að stjórnvöld séu að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að svona fari,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Fréttablaðið. Í vikunni var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Katrín ítrekar að atriðin sex sem samtökin setja út á snúi ekki beint að íslensku fjármálafyrirtækjunum. „Íslensku bankarnir hafa sterkar varnir gegn bæði peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og fylgja skýru regluverki og kröfum hér heima sem og erlendis frá. Fjármálafyrirtækin standast skoðun hvað þetta varðar og eru sífellt að bæta sig. Varnir gegn peningaþvætti eru hluti af starfsemi fjármálafyrirtækja og mat á þessum vörnum er hluti af erlendum viðskiptasamböndum þeirra enda kröfurnar eðlilega miklar, “ segir Katrín. Í ljósi þess sé ekki búist við því að málið hafi áhrif á viðskiptasambönd íslensku bankanna erlendis sem séu sterk fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talsverðar áhyggjur væru innan viðskiptabankanna vegna málsins. Stjórnvöld sendu bréf á bankastjóra viðskiptabankanna á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kom að taldar væru verulegar líkur á því að Ísland lenti á listanum. Bankarnir ættu því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. „Það yrðu veruleg vonbrigði ef Ísland endar á þessum lista því miðað við þau atriði sem FATF metur að standi út af eru stærstu atriðin í lagi. Stjórnvöld hafa aftur á móti brugðist hratt við athugasemdum FATF og sýnast mér síðustu atriðin vera á lokametrunum. Ég vona að vel gangi að koma því til skila,“ segir Katrín en vænta má niðurstöðu á fundi fulltrúa allra aðildarríkja FATF sem haldinn verður um miðjan október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins áttu fulltrúar stjórnvalda fund í höfuðstöðvum samtakanna í París í síðustu viku til að unnt yrði að komast hjá því að málið færi í þennan farveg. Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gat ekki orðið við beiðni Fréttablaðsins um viðtal vegna funda.Erfiðara fyrir námsmenn að opna reikninga úti Ef Ísland fer á gráan lista FATF gætu erlendir aðilar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki, þá einkum fjármálafyrirtæki og tryggingafélög, þurft að kanna sjálfstætt hvort varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að með því að lenda á listanum geti orðið erfiðara fyrir Íslendinga að eiga viðskipti við erlenda banka. Þannig verði til að mynda erfiðara fyrir námsmenn erlendis að stofna bankareikning í viðkomandi landi. Þá segja viðmælendurnir að bandarísk fyrirtæki starfi mjög stíft eftir þessum reglum og horfi til þess hvaða lönd séu á þessum lista þegar þau eiga í viðskiptum við erlend fyrirtæki.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15