Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2019 22:17 Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30