Danska lögreglan vill fá að nota andlitsgreiningartækni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. október 2019 19:15 Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23