Ábyrgð Íslands í samfélagi þjóðanna Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 21. október 2019 07:00 Íslendingum er í mun að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna. Í nýlegri könnun kemur fram að 86% þjóðarinnar telji það siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Íslendingar nutu á sínum tíma góðs af lánum frá Alþjóðabankanum á árunum 1951-1973 til uppbyggingar innviða í okkar eigin samfélagi og þarf tæpast að fjölyrða um þá framþróun sem orðið hefur á Íslandi frá miðri síðustu öld. Í dag er Alþjóðabankinn hins vegar einn helsti vettvangur íslenskrar þróunarsamvinnu og næstu tvö árin situr Ísland í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er ein fimm stofnana Alþjóðabankans og sú þeirra sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin. Á hverju ári leggur hún fram um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum löndum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum er m.a. varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þessum löndum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála IDA. Íslendingar geta verið stoltir af 58 ára farsælu samstarfi við IDA en með því höfum við gegnum tíðina átt þátt í að bólusetja 330 milljónir barna, veita 96 milljónum manna aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónum manna grunnheilbrigðisþjónustu – en slíkur var árangurinn af verkefnum IDA undanfarin átta ár. Í nýrri stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu segir að með virkri þátttöku leitist Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Þátttaka Íslands í IDA er mikilvægur hluti af því starfi.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Íslendingum er í mun að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna. Í nýlegri könnun kemur fram að 86% þjóðarinnar telji það siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Íslendingar nutu á sínum tíma góðs af lánum frá Alþjóðabankanum á árunum 1951-1973 til uppbyggingar innviða í okkar eigin samfélagi og þarf tæpast að fjölyrða um þá framþróun sem orðið hefur á Íslandi frá miðri síðustu öld. Í dag er Alþjóðabankinn hins vegar einn helsti vettvangur íslenskrar þróunarsamvinnu og næstu tvö árin situr Ísland í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er ein fimm stofnana Alþjóðabankans og sú þeirra sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin. Á hverju ári leggur hún fram um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum löndum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum er m.a. varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þessum löndum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála IDA. Íslendingar geta verið stoltir af 58 ára farsælu samstarfi við IDA en með því höfum við gegnum tíðina átt þátt í að bólusetja 330 milljónir barna, veita 96 milljónum manna aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónum manna grunnheilbrigðisþjónustu – en slíkur var árangurinn af verkefnum IDA undanfarin átta ár. Í nýrri stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu segir að með virkri þátttöku leitist Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Þátttaka Íslands í IDA er mikilvægur hluti af því starfi.Höfundur er utanríkisráðherra
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun