Skoðun

Ekki láta dugnaðinn drepa þig

Anna Claessen skrifar
Ekki drepast úr dugnaði

Þú ert svo dugleg!

Ég elska og hata þetta orð. 

Þetta orð varð til þess að ég varð örmagna, enda alltaf í vinnu, skóla og svo tími með fjölskyldu og maka tók sinn tíma. Ég hélt áfram með sama hraða sama hvaða áföll dundu á. Engin hvíld í lagi, því þá væri ég löt.

Kannist þið við þetta?

Gera hundrað hluti í einu?

Missa einbeitinguna?

Gleyma hlutum?

Leið á vinnunni?

Leið á lífinu?

Alltaf stressuð?

Álagið er allt of mikið!

Ekki bara í alvörunni því síðan eigum við líka að vera á facebook/instagram/snapchat og hver veit hvað fleira. 

Horfa einnig á þættina sem allir eru að horfa en líka lesa bækur. Svo eru víst fullt af hlaðvörpum sem við verðum að hlusta á, skv. vinum og vinnufélögum.

Hver hefur tíma fyrir allt þetta?

Er maður einhvern tímann sáttur? 

Með ró vitandi að maður er að gera allt sem á að gera.

Í bókinni „Máttur Viljans“ tekur Guðni Gunnars dæmisögu manns sem reynir að eyða tíma með barninu sínu en er með hugann við að hann ætti að vera í vinnunni, en ef hann væri í vinnunni þá fengi hann með samviskubit yfir að eyða ekki tíma með barninu sínu, svo hann er í hvergilandi, hvorki með barninu né vinnunni og með samviskubit allan tímann. Tengið þið?

Hvað er hægt að gera?

Fara yfir dagskránna og sjá hvað er að gefa og taka frá ykkur orku.

Sama með manneskjur í lífi ykkar. 

Hverjar eru að byggja ykkur upp vs. brjóta ykkur niður?

Setja ykkur mörk og fylgja þeim.

Mikilvægast að hvíla sig!

Hvíld er mikilvæg fyrir líkama og sál. 

Halda skaltu hvíldardaginn heilagan var sagt.

Þú átt það skilið!!!!

Mundu: 

„You’re a human being, not a human doing.”

Ekki láta dugnaðinn drepa ykkur.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×