Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:15 Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu, viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum- og tómstundum barna. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, það elt og hrellt, í það sparkað eða slegið, að því hæðst, það hrætt og hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi, brotin sjálfsmynd og félagslegt óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. Láttu mig vera segir það þegar áreitið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngunum, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að aðeins þolandinn verður var við það.Hvernig miðar okkur í baráttunni við einelti? Víst miðar okkur áfram en hversu hratt og vel er spurning. Sem sálfræðingur voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og kom ég í starfi mínu iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem borgarfulltrúi vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og reyna að hafa áhrif þótt staða mín og hlutverk sé annars eðlis. Í því skyni lagði ég fram í borgarráði fyrir skömmu tillögu þess efnis að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggðu stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu sem þessari er að finna út hvernig skólar sinna forvörnum, hver eru viðbrögð skólanna við kvörtunum um einelti, hver er málastaða skólanna þegar kemur að eineltismálum og hvernig er hlúð að þolendum og unnið með gerendum? Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótarvant í öðrum skóla. Í tillögunni lagði ég jafnframt til að kannað yrði hjá öllum skólum eftirfarandi: Tiltæk verkfæri, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti Hvort tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun sé heimasíðu skóla? Hvort lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg á heimasíðu skóla? Hvort upplýsingar um eineltisteymi skólans sé á heimasíðu skóla? Ekki meir Einelti meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða: berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi. Ef barn er t.d. að horfa á og hlægja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Áminna skal börnin ítrekað að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir iðulega við sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miður okkur ekki áfram heldur stöndum í stað.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Kolbrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu, viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum- og tómstundum barna. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, það elt og hrellt, í það sparkað eða slegið, að því hæðst, það hrætt og hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi, brotin sjálfsmynd og félagslegt óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. Láttu mig vera segir það þegar áreitið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngunum, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að aðeins þolandinn verður var við það.Hvernig miðar okkur í baráttunni við einelti? Víst miðar okkur áfram en hversu hratt og vel er spurning. Sem sálfræðingur voru eineltismálin ein af mínum sérfræðimálum og kom ég í starfi mínu iðulega að ýmist fræðslu eða úrvinnslu mála. Sem borgarfulltrúi vil ég reyna að fylgjast með hvernig fram vindur og reyna að hafa áhrif þótt staða mín og hlutverk sé annars eðlis. Í því skyni lagði ég fram í borgarráði fyrir skömmu tillögu þess efnis að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggðu stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Markmiðið með kortlagningu sem þessari er að finna út hvernig skólar sinna forvörnum, hver eru viðbrögð skólanna við kvörtunum um einelti, hver er málastaða skólanna þegar kemur að eineltismálum og hvernig er hlúð að þolendum og unnið með gerendum? Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis hvað varðar forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir skólum. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótarvant í öðrum skóla. Í tillögunni lagði ég jafnframt til að kannað yrði hjá öllum skólum eftirfarandi: Tiltæk verkfæri, aðferðir og úrræði, sértæk og almenn til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti Hvort tilkynningareyðublað og viðbragðsáætlun sé heimasíðu skóla? Hvort lýsing á úrvinnsluferli kvörtunarmála sé aðgengileg á heimasíðu skóla? Hvort upplýsingar um eineltisteymi skólans sé á heimasíðu skóla? Ekki meir Einelti meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir á orðbundin, táknrænan og myndrænan hátt hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða: berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og til fullorðinsára ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi. Ef barn er t.d. að horfa á og hlægja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Áminna skal börnin ítrekað að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera dagleg bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum- tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir iðulega við sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miður okkur ekki áfram heldur stöndum í stað.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun