„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2019 07:50 Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur. Stöð 2/Einar Árnason. Mýrdalshreppur stendur frammi fyrir áskorunum með mestu fólksfjölgun á landinu og hæsta hlutfall erlendra íbúa, sem Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri lýsir í í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 18. nóvember, en þar verður Vík í Mýrdal heimsótt. Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. Elías Guðmundsson segir frá uppbyggingunni, sem hann hefur staðið fyrir, en hann er orðinn sá umsvifamesti í ferðaþjónustugeiranum í Vík.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Litið verður inn í kaffi hjá öldungaráðinu, hópi eldri borgara, sem hittast reglulega til að kryfja þjóðmálin. Við kynnumst markverðu starfi félagsskaparins Fjörulalla og skoðum listasmíði módelsmiðs. Fjórmenningarnir sem reka fyrirtækið Zip-line segja frá línubruninu og svifvængjafluginu og draumi sínum um að gera Vík að ævintýraþorpi Íslands. Við spyrjum einnig hvað hjólabátar, sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél eru að gera í þorpinu.Daníel Óliver Sveinsson flutti frá Svíþjóð til að stofna súpuveitingastað í Vík.Mynd/Einar Árnason.„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, en hann stofnaði veitingastaðinn The Soup Company í Vík í Mýrdal í fyrra. Við heyrum hversvegna Mýrdælingar eru montnir af golfvellinum sínum en þeir segjast spila golf allt árið. „Við erum náttúrlega nær Miðjarðarhafinu en restin af landinu,“ segir Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík. Þátturinn um Vík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10, strax að loknum fréttum og Íslandi í dag. Hér má sjá brot úr þættinum: Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Mýrdalshreppur stendur frammi fyrir áskorunum með mestu fólksfjölgun á landinu og hæsta hlutfall erlendra íbúa, sem Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri lýsir í í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 18. nóvember, en þar verður Vík í Mýrdal heimsótt. Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. Elías Guðmundsson segir frá uppbyggingunni, sem hann hefur staðið fyrir, en hann er orðinn sá umsvifamesti í ferðaþjónustugeiranum í Vík.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Litið verður inn í kaffi hjá öldungaráðinu, hópi eldri borgara, sem hittast reglulega til að kryfja þjóðmálin. Við kynnumst markverðu starfi félagsskaparins Fjörulalla og skoðum listasmíði módelsmiðs. Fjórmenningarnir sem reka fyrirtækið Zip-line segja frá línubruninu og svifvængjafluginu og draumi sínum um að gera Vík að ævintýraþorpi Íslands. Við spyrjum einnig hvað hjólabátar, sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél eru að gera í þorpinu.Daníel Óliver Sveinsson flutti frá Svíþjóð til að stofna súpuveitingastað í Vík.Mynd/Einar Árnason.„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, en hann stofnaði veitingastaðinn The Soup Company í Vík í Mýrdal í fyrra. Við heyrum hversvegna Mýrdælingar eru montnir af golfvellinum sínum en þeir segjast spila golf allt árið. „Við erum náttúrlega nær Miðjarðarhafinu en restin af landinu,“ segir Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík. Þátturinn um Vík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10, strax að loknum fréttum og Íslandi í dag. Hér má sjá brot úr þættinum:
Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34