Ríkisstjórnin samþykkir að taka á móti 85 flóttamönnum Heimsljós kynnir 12. nóvember 2019 15:45 Flóttafólk frá Suður-Súdan er í hópi þeirra sem gætu komið til Íslands. gunnisal Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við UNHCR. Samkvæmt frétt frá félagsmálaráðuneytinu er þetta í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að Ísland taki á móti fleira flóttafólki. Í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar SÞ var ákveðið að tekið yrði á móti einstaklingum frá þremur svæðum:Tekið verði á móti sýrlensku flóttafólki sem er í Líbanon en Sýrlendingar eru enn fjölmennasta þjóðin sem hefur þörf fyrir vernd. Staða Sýrlendinga í Líbanon fer síversnandi. Má þar nefna að um 55% barna hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Þar af hafa 40% engan aðgang að menntun og innan við 5% barna á aldrinum 15–18 ára hafa möguleika á menntun.Tekið verði á móti flóttafólki sem er í Kenya. Flóttamannastofnun áætlar að 45 þúsund manns séu í brýnni þörf fyrir að komast sem kvótaflóttafólk frá Kenya á þessu ári. Stofnunin hefur skilgreint fjóra hópa sem eru sérlega viðkvæmir. Það eru hinsegin flóttafólk, flóttafólk frá Suður-Súdan, flóttafólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum, mannréttindabaráttu og blaðamennsku og flóttafólk frá Sómalíu sem hefur sértækar þarfir.Tekið verði á móti afgönsku flóttafólki sem er í Íran. Áætlað er að 2,6 miljónir flóttafólks séu Afganar en átök í Afganistan hafa staðið yfir í langan tíma og því hafa margir dvalið langtímum saman í flóttamannabúðum. Afganskar konur og stúlkur eru í sérlega viðkvæmri stöðu vegna kynbundins ofbeldis, þvingaðra hjónabanda og annarra hefða sem tengjast uppruna þeirra, kyni og stöðu. Íslensk stjórnvöld hafa eflt móttöku flóttafólks markvisst frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 einstaklingum. Frá árinu 2015 hafa fimmtán sveitarfélög tekið á móti hópum og þar af voru sjö sveitarfélög að taka á móti kvótaflóttafólki í fyrsta sinn. Meiri hlutinn kom frá Sýrlandi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamerún. Móttaka flóttafólks á Íslandi hefur þótt takast vel að mati Flóttamannastofnunar. Sá undirbúningur sem flóttafólkið fær áður en það ferðast til Íslands og móttaka hérlendis þykir til fyrirmyndar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú 19,9 milljónir einstaklinga sem flóttafólk og áætlar að af þeim séu 1,44 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól sem kvótaflóttafólk. Eingöngu 4% af þeim einstaklingum komust í öruggt skjól á síðasta ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Flóttafólk á Íslandi Þróunarsamvinna Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent
Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við UNHCR. Samkvæmt frétt frá félagsmálaráðuneytinu er þetta í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að Ísland taki á móti fleira flóttafólki. Í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar SÞ var ákveðið að tekið yrði á móti einstaklingum frá þremur svæðum:Tekið verði á móti sýrlensku flóttafólki sem er í Líbanon en Sýrlendingar eru enn fjölmennasta þjóðin sem hefur þörf fyrir vernd. Staða Sýrlendinga í Líbanon fer síversnandi. Má þar nefna að um 55% barna hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Þar af hafa 40% engan aðgang að menntun og innan við 5% barna á aldrinum 15–18 ára hafa möguleika á menntun.Tekið verði á móti flóttafólki sem er í Kenya. Flóttamannastofnun áætlar að 45 þúsund manns séu í brýnni þörf fyrir að komast sem kvótaflóttafólk frá Kenya á þessu ári. Stofnunin hefur skilgreint fjóra hópa sem eru sérlega viðkvæmir. Það eru hinsegin flóttafólk, flóttafólk frá Suður-Súdan, flóttafólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum, mannréttindabaráttu og blaðamennsku og flóttafólk frá Sómalíu sem hefur sértækar þarfir.Tekið verði á móti afgönsku flóttafólki sem er í Íran. Áætlað er að 2,6 miljónir flóttafólks séu Afganar en átök í Afganistan hafa staðið yfir í langan tíma og því hafa margir dvalið langtímum saman í flóttamannabúðum. Afganskar konur og stúlkur eru í sérlega viðkvæmri stöðu vegna kynbundins ofbeldis, þvingaðra hjónabanda og annarra hefða sem tengjast uppruna þeirra, kyni og stöðu. Íslensk stjórnvöld hafa eflt móttöku flóttafólks markvisst frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 einstaklingum. Frá árinu 2015 hafa fimmtán sveitarfélög tekið á móti hópum og þar af voru sjö sveitarfélög að taka á móti kvótaflóttafólki í fyrsta sinn. Meiri hlutinn kom frá Sýrlandi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamerún. Móttaka flóttafólks á Íslandi hefur þótt takast vel að mati Flóttamannastofnunar. Sá undirbúningur sem flóttafólkið fær áður en það ferðast til Íslands og móttaka hérlendis þykir til fyrirmyndar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú 19,9 milljónir einstaklinga sem flóttafólk og áætlar að af þeim séu 1,44 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól sem kvótaflóttafólk. Eingöngu 4% af þeim einstaklingum komust í öruggt skjól á síðasta ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Flóttafólk á Íslandi Þróunarsamvinna Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent