Þrumuræða Karrenbauer á landsþingi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 07:00 Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi. getty/Michele Tantussi Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata, skoraði gagnrýnendur sína á hólm við setningu landsþings flokksins í Leipzig í gær. „Ef þið viljið, þá skulum við opna þessa umræðu í dag. Útkljáum þetta mál, hérna, núna, í dag,“ sagði hún í ávarpi sínu. „En ef þið eruð á þeirri skoðun að við ættum að fara saman í þetta ferðalag, þá skulum við bretta upp ermar og halda áfram.“ Kramp-Karrenbauer, sem hefur leitt flokkinn í eitt ár, hefur verið harðlega gagnrýnd innanflokks eftir marga kosningaósigra á árinu, bæði í einstökum fylkjum og kosningum til Evrópusambandsþingsins. Búist var við því að reynt yrði að steypa henni á landsþinginu en í gær virtist hún þó njóta mikils stuðnings og fékk sjö mínútna lófaklapp þúsund þinggesta eftir ávarp sitt. Í ávarpinu viðurkenndi hún að flokkurinn hefði átt erfitt ár en að gagnrýni á flokkssystkini væri ekki leiðin til að rétta fylgið við. Friedrich Merz, hinn harðorði andstæðingur Kramp-Karrenbauer, tók til máls á eftir henni. Ólíkt því sem búist hafði verið við var hann nokkuð blíður og þakkaði Kramp-Karrenbauer fyrir hugrekki og kraftmikla ræðu. Hann bauð jafnframt fram krafta sína til að móta starf flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata, skoraði gagnrýnendur sína á hólm við setningu landsþings flokksins í Leipzig í gær. „Ef þið viljið, þá skulum við opna þessa umræðu í dag. Útkljáum þetta mál, hérna, núna, í dag,“ sagði hún í ávarpi sínu. „En ef þið eruð á þeirri skoðun að við ættum að fara saman í þetta ferðalag, þá skulum við bretta upp ermar og halda áfram.“ Kramp-Karrenbauer, sem hefur leitt flokkinn í eitt ár, hefur verið harðlega gagnrýnd innanflokks eftir marga kosningaósigra á árinu, bæði í einstökum fylkjum og kosningum til Evrópusambandsþingsins. Búist var við því að reynt yrði að steypa henni á landsþinginu en í gær virtist hún þó njóta mikils stuðnings og fékk sjö mínútna lófaklapp þúsund þinggesta eftir ávarp sitt. Í ávarpinu viðurkenndi hún að flokkurinn hefði átt erfitt ár en að gagnrýni á flokkssystkini væri ekki leiðin til að rétta fylgið við. Friedrich Merz, hinn harðorði andstæðingur Kramp-Karrenbauer, tók til máls á eftir henni. Ólíkt því sem búist hafði verið við var hann nokkuð blíður og þakkaði Kramp-Karrenbauer fyrir hugrekki og kraftmikla ræðu. Hann bauð jafnframt fram krafta sína til að móta starf flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira