Stór hluti þróunarsamvinnuverkefna í þágu barna Heimsljós kynnir 20. nóvember 2019 16:45 Utanríkisráðherra og barn í Malaví. gunnisal Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands fer stór hluti beint og óbeint í verkefni sem tengjast börnum og réttindum þeirra. Alþjóðadagur barna er í dag, 20. nóvember, og þess er jafnframt minnst að þrjátíu ár eru liðin frá samþykkt Barnasáttmálans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Víða á Íslandi eru hátíðahöld í tilefni dagsins og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hvetur fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið þennan dag, sem og alla aðra daga, þannig að þau fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum. „Flest verkefni sem Ísland styður í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfsríkjunum tveimur, Malaví og Úganda, hafa að markmiði að bæta stöðu barna á einn eða annan hátt. Í báðum löndunum er unnið með héraðsstjórnum að umbótum í grunnþjónustu við íbúana, að draga úr mæðra- og barnadauða, auka gæði menntunar, bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og koma upp viðunandi salernisaðstöðu. Öll þessi verkefni og mörg önnur hafa lífsbætandi áhrif á börn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Í Malaví hefur verið unnið um árabil að því að auka lífslíkur barna við fæðingu með betri aðbúnaði á fæðingardeildum, bæði í þorpum og sveitum, ungbarna- og mæðravernd hefur verið aukin. Árangur Malaví í lækkun barnadauða er einhver sá mesti í heiminum á síðustu árum og sömu sögu má segja af dauðsföllum vegna barnsburðar sem fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili. Í héraðsþróunarverkefni Íslendinga í Mangochi hefur einnig verið unnið að umbótum í skólastarfi og árangurinn birtist meðal annars í minna brottfalli nemenda og hærri einkunnum. Þá styrkti utanríkisráðuneytið GAVI bólusetningarsjóðinn fyrr árinu í þeim tilgangi að bólusetja hundruð þúsunda barna í Malaví gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum á þriggja ára tímabili. Í Úganda hefur mikið áunnist í menntamálum fyrir tilstuðlan Íslendinga í þeim tveimur héruðum sem við störfum, Kalangala og Buikwe. Til marks um árangurinn má nefna að í Buikwe luku árið 2017 yfir 75 prósent nemenda grunnsólaprófi samanborið við 40 prósent árið 2011. Brottfall hefur einnig minnkað verulega með betri aðbúnaði og námsgögnum. Bætt hefur verið við skólahúsnæði, einkum kennslustofum, og þúsundir barna fá nú kennslu innandyra í stað þess að sitja undir trjám á skólalóðinni. Þá hafa vatns- og salernismál tekið stakkaskiptum, bæði í skólum og þorpum, og þannig hefur dregið úr niðurgangspestum og öðrum vatnsbornum sjúkdómum öllum til heilla. Í norðurhluta Úganda er unnið með UNICEF að verkefnum fyrir íslenskt þróunarfé í þágu flóttafólks og heimamanna en þorri íbúa á svæðinu eru konur og börn. UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og kjaranframlög frá Íslandi ná til milljóna barna víðs vegar um heiminn. Einnig er i gildi samningur við UNICEF í Mósambík um bætta vatns-, salernis- og hreinlætisaðstöðu í fátækasta fylkinu, Zambezíu, þar sem áherslan er meðal annars á börn og skólaumhverfi. Ísland styður líka samstarfsverkefni með UNICEF og UNFPA (Mannfjöldasjóð SÞ) um upprætingu limlestinga á kynfærum stúlkna og kvenna í sautján Afríkuríkjum og mörg verkefna UN Women sem Ísland styður nær til barna og ungmenna. Þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð hefur farið vaxandi á undanförnum árum og stuðningur íslenskra stjórnvalda gegnum frjáls félagasamtök beinist ekki hvað síst í slíkri aðstoð að þeim berskjölduðustu, yngstu kynslóðinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent
Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands fer stór hluti beint og óbeint í verkefni sem tengjast börnum og réttindum þeirra. Alþjóðadagur barna er í dag, 20. nóvember, og þess er jafnframt minnst að þrjátíu ár eru liðin frá samþykkt Barnasáttmálans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Víða á Íslandi eru hátíðahöld í tilefni dagsins og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hvetur fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið þennan dag, sem og alla aðra daga, þannig að þau fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum. „Flest verkefni sem Ísland styður í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfsríkjunum tveimur, Malaví og Úganda, hafa að markmiði að bæta stöðu barna á einn eða annan hátt. Í báðum löndunum er unnið með héraðsstjórnum að umbótum í grunnþjónustu við íbúana, að draga úr mæðra- og barnadauða, auka gæði menntunar, bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og koma upp viðunandi salernisaðstöðu. Öll þessi verkefni og mörg önnur hafa lífsbætandi áhrif á börn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Í Malaví hefur verið unnið um árabil að því að auka lífslíkur barna við fæðingu með betri aðbúnaði á fæðingardeildum, bæði í þorpum og sveitum, ungbarna- og mæðravernd hefur verið aukin. Árangur Malaví í lækkun barnadauða er einhver sá mesti í heiminum á síðustu árum og sömu sögu má segja af dauðsföllum vegna barnsburðar sem fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili. Í héraðsþróunarverkefni Íslendinga í Mangochi hefur einnig verið unnið að umbótum í skólastarfi og árangurinn birtist meðal annars í minna brottfalli nemenda og hærri einkunnum. Þá styrkti utanríkisráðuneytið GAVI bólusetningarsjóðinn fyrr árinu í þeim tilgangi að bólusetja hundruð þúsunda barna í Malaví gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum á þriggja ára tímabili. Í Úganda hefur mikið áunnist í menntamálum fyrir tilstuðlan Íslendinga í þeim tveimur héruðum sem við störfum, Kalangala og Buikwe. Til marks um árangurinn má nefna að í Buikwe luku árið 2017 yfir 75 prósent nemenda grunnsólaprófi samanborið við 40 prósent árið 2011. Brottfall hefur einnig minnkað verulega með betri aðbúnaði og námsgögnum. Bætt hefur verið við skólahúsnæði, einkum kennslustofum, og þúsundir barna fá nú kennslu innandyra í stað þess að sitja undir trjám á skólalóðinni. Þá hafa vatns- og salernismál tekið stakkaskiptum, bæði í skólum og þorpum, og þannig hefur dregið úr niðurgangspestum og öðrum vatnsbornum sjúkdómum öllum til heilla. Í norðurhluta Úganda er unnið með UNICEF að verkefnum fyrir íslenskt þróunarfé í þágu flóttafólks og heimamanna en þorri íbúa á svæðinu eru konur og börn. UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og kjaranframlög frá Íslandi ná til milljóna barna víðs vegar um heiminn. Einnig er i gildi samningur við UNICEF í Mósambík um bætta vatns-, salernis- og hreinlætisaðstöðu í fátækasta fylkinu, Zambezíu, þar sem áherslan er meðal annars á börn og skólaumhverfi. Ísland styður líka samstarfsverkefni með UNICEF og UNFPA (Mannfjöldasjóð SÞ) um upprætingu limlestinga á kynfærum stúlkna og kvenna í sautján Afríkuríkjum og mörg verkefna UN Women sem Ísland styður nær til barna og ungmenna. Þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð hefur farið vaxandi á undanförnum árum og stuðningur íslenskra stjórnvalda gegnum frjáls félagasamtök beinist ekki hvað síst í slíkri aðstoð að þeim berskjölduðustu, yngstu kynslóðinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent