Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 20:00 Megan Rapinoe í sigurskrúðgöngunni í New York. Getty/Brian Ach Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt
HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira