Bílastæðahús í útboð Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2019 12:30 Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar