Lýsir ábyrgðarlausu tali í kjölfar ofsaveðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 16:00 Tryggvi Felixson er formaður Landverndar. Landvernd Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Fáeinir stjórnmálamenn hafa í fljótfærni tekið undir þennan málflutning og kalla eftir aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum að ráðast í umdeildar framkvæmdir. Þessi upphlaup eru óheppileg svo vægt sé til orða tekið. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar sem telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. „Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum,“ segir í yfirlýsingunni. Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi.vísir/egill Afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun sé ein mikilvægasta undirstaða velsældar í landinu. Landvernd hafi í því sambandi lagt áherslu á að auka notkun jarðstrengja þar sem það dregur úr neikvæðum sjónrænum áhrifum og eykur afhendingaröryggi. Þessi sjónarmið hafi gleðilega átt vaxandi fylgi að fagna. „Í þeim tilfellum þegar Landvernd hefur gert athugasemdir við raflínulagnir hefur það verið vegna lína fyrir stóriðju og þegar mikil náttúruverðmæti eru í húfi ef loftlína yrði reist. Aðeins í tveimur tilfellum hafa samtökin farið með mál fyrir dómsstóla, eins og heimilt er í löndum sem skilgreina sig réttarríki,“ segir í yfirlýsingunni. „Frá 2011 til 2018 jókst raforkuframleiðsla á Íslandi úr 16,8 í 19, 8 teravattstundir, eða um tæplega 18 %. Á sama tíma fjölgaði íbúum um tæplega 12 %. Fram hafa komið fréttir frá orkuframleiðendum að þeir geti aukið nýtni núverandi orkuvera á næstu árum m.a. vegna endurnýjunar tækja og breyttu vatnafari vegna bráðnunar jökla. Ódýrasti virkjunarkosturinn, bætt orkunýtni, er ein vannýttasta auðlind landsins.“ Frá Sauðárkróki í síðustu viku.Vísir/JóiK Allt tal um að umdeildar virkjanir sem stórskaða náttúruarf þjóðarinnar séu nauðsynlegar fyrir orkuöryggi landsins eru því villandi málflutningur að mati Landverndar. „Orka til almennra nota er nægjanleg enda fara liðlega 80% raforkuframleiðslu í dag til stóriðju og í bit-coin gröft sem ekki skapar samfélagsleg verðmæti.“ Landvernd lýsir eftir að ástæður fyrir þeim vanda sem skapaðist vegna rafmagnsleysis í undanfarna daga verði grandskoðaðar. Þegar öll kurl koma til grafar verði leitað að hagkvæmum lausnum sem ekki valdi skaða á náttúru landsins til að styrkja flutning á rafmagni til almennra nota til framtíðar, þar sem hætta á ofsaveðri fari vaxandi. „Þar til þetta liggur fyrir er heppilegast að staldra við frekar enn að leita að sökudólgum.“ Auður Anna Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar en í stjórn sitja Tryggvi Felixson, auðlindahagfræðingur og leiðsögumaður, Áskell Þórisson, Erla Bil Bjarnardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, arkitekt og leiðsögumaður, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur, Margrét Auðunsdóttir, líffræðingur og framhaldsskólakennari, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður, Pétur Halldórsson líffræðingur og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Í erfiðu ástandi sem skapaðist víða um land vegna fárviðris og langvarandi rafmagnsleysis virðist sem stjórnendur helstu orkufyrirtækja landsins varpi ábyrgð á landeigendur og náttúruverndarfólk. Fáeinir stjórnmálamenn hafa í fljótfærni tekið undir þennan málflutning og kalla eftir aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum að ráðast í umdeildar framkvæmdir. Þessi upphlaup eru óheppileg svo vægt sé til orða tekið. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Landverndar sem telur mikilvægast nú að nýta tækifærið til að greina veikustu hlekkina í raforkukerfi landsins. „Þetta er afar mikilvægt þar sem búast má því við að tíðni ofsaveðurs fari vaxandi í framtíðinni vegna öfga í veðurfari sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur hættulegra breytinga á veðurfari af mannavöldum,“ segir í yfirlýsingunni. Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi.vísir/egill Afhendingaröryggi raforku fyrir almenna notkun sé ein mikilvægasta undirstaða velsældar í landinu. Landvernd hafi í því sambandi lagt áherslu á að auka notkun jarðstrengja þar sem það dregur úr neikvæðum sjónrænum áhrifum og eykur afhendingaröryggi. Þessi sjónarmið hafi gleðilega átt vaxandi fylgi að fagna. „Í þeim tilfellum þegar Landvernd hefur gert athugasemdir við raflínulagnir hefur það verið vegna lína fyrir stóriðju og þegar mikil náttúruverðmæti eru í húfi ef loftlína yrði reist. Aðeins í tveimur tilfellum hafa samtökin farið með mál fyrir dómsstóla, eins og heimilt er í löndum sem skilgreina sig réttarríki,“ segir í yfirlýsingunni. „Frá 2011 til 2018 jókst raforkuframleiðsla á Íslandi úr 16,8 í 19, 8 teravattstundir, eða um tæplega 18 %. Á sama tíma fjölgaði íbúum um tæplega 12 %. Fram hafa komið fréttir frá orkuframleiðendum að þeir geti aukið nýtni núverandi orkuvera á næstu árum m.a. vegna endurnýjunar tækja og breyttu vatnafari vegna bráðnunar jökla. Ódýrasti virkjunarkosturinn, bætt orkunýtni, er ein vannýttasta auðlind landsins.“ Frá Sauðárkróki í síðustu viku.Vísir/JóiK Allt tal um að umdeildar virkjanir sem stórskaða náttúruarf þjóðarinnar séu nauðsynlegar fyrir orkuöryggi landsins eru því villandi málflutningur að mati Landverndar. „Orka til almennra nota er nægjanleg enda fara liðlega 80% raforkuframleiðslu í dag til stóriðju og í bit-coin gröft sem ekki skapar samfélagsleg verðmæti.“ Landvernd lýsir eftir að ástæður fyrir þeim vanda sem skapaðist vegna rafmagnsleysis í undanfarna daga verði grandskoðaðar. Þegar öll kurl koma til grafar verði leitað að hagkvæmum lausnum sem ekki valdi skaða á náttúru landsins til að styrkja flutning á rafmagni til almennra nota til framtíðar, þar sem hætta á ofsaveðri fari vaxandi. „Þar til þetta liggur fyrir er heppilegast að staldra við frekar enn að leita að sökudólgum.“ Auður Anna Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar en í stjórn sitja Tryggvi Felixson, auðlindahagfræðingur og leiðsögumaður, Áskell Þórisson, Erla Bil Bjarnardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, arkitekt og leiðsögumaður, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur, Margrét Auðunsdóttir, líffræðingur og framhaldsskólakennari, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður, Pétur Halldórsson líffræðingur og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira