Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 13. desember 2019 22:15 Solla Eiríks og Daði voru send heim í kvöld M.Flóvent Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið