Baráttan gegn loftslagsvá; einn hvalur á við fimmtán hundruð tré Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. desember 2019 10:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun