Aðventumolar Árna í Árdal: Hangikjöt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. desember 2019 12:00 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Hangikjöt - Aðventumolar Árna í Árdal Innihald 1 hangilæri 1 dós grænar baunirRauðkál 1 rauðkálshaus (um 1,5 kíló) 100 grömm smjör 100 grömm púðursykur 200 grömm rifsberjahlaup 3 matskeiðar rauðvínsedik 100 millilítrar rauðvín 1 teskeið saltKartöfluuppstúf 30 grömm smjör 30 grömm hveiti Safinn úr grænubaunadósinni 300 millilítrar köld mjólk 100 millilítrar rjómi Sykur, eftir smekk Salt, eftir smekk Múskat, eftir smekk 700 gröm kartöflur, flysjaðar og soðnar Leiðbeiningar Hangilæri Setjið hangilærið í pott af köldu vatni þannig að það fljóti yfir það. Setjið lok á pottinn og náið upp suðunni yfir miðlungshita. Látið kjötið malla í um 10 mínútur og slökkvið svo undir. Til að kjötið haldist safaríkt og meyrt ætti kjarnhitastig þess aldrei að fara yfir 70°C. Látið hangikjötið kólna í soðvatninu. Rauðkál Fjarlægið ystu blöðin af rauðkálinu og skerið hausinn í fjórðunga. Fjarlægið stilkinn á hverjum fjórðungi og sneiðið kálið í þunnar ræmur. Bræðið smjör í stórum þykkbotna potti yfir háum hita og steikið rauðkálið í um 5 mínútur eða þar til það er aðeins farið að linast. Bætið púðursykri, rifsberjahlaupi, rauðvínsedikinu, rauðvíni og salti. Náið upp suðunni við miðlungsháan hita og sjóðið rauðkálið í um 30 mínútur. Hrærið í pottinum af og til. Lækkið niður í miðlungslága hita og látið kálið malla í að minnsta kosti aðrar 30 mínútur eða þar til áferðin á rauðkálinu er ykkur að skapi. Rauðkálið ætti að vera dökkfjólublátt á lit og vökvinn orðinn að sírópi. Kartöfluuppstúf Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og hrærið hveitinu saman við. Hrærið stöðugt í með písk, eldið í um 1 mínútu og bætið þá við safanum af grænu baununum. Blandan byrjar á að þykkna en þynnist svo út með mjólkinni. Hellið mjólkinni í mjórri bunu ofan í pottinn og hrærið í allan tímann. Verið viss um að fara vel í kanta pottsins til að leysa upp hveiti sem þar getur leynst. Bætið við rjóma og sykri. Hækkið í miðlungshita, náið upp suðunni hægt og rólega og hrærið stöðugt í. Lækkið undir pottinum í lægsta hita og látið malla í 5 mínútur eða þar til það er ekki lengur hveitibragð af sósunni. Bætið kartöflunum út í og hitið þær í gegn. Aðventumolar Árna í Árdal Hangikjöt Jól Jólamatur Rauðkál Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Laufabrauð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 22. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 21. desember 2019 21:15 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Hangikjöt - Aðventumolar Árna í Árdal Innihald 1 hangilæri 1 dós grænar baunirRauðkál 1 rauðkálshaus (um 1,5 kíló) 100 grömm smjör 100 grömm púðursykur 200 grömm rifsberjahlaup 3 matskeiðar rauðvínsedik 100 millilítrar rauðvín 1 teskeið saltKartöfluuppstúf 30 grömm smjör 30 grömm hveiti Safinn úr grænubaunadósinni 300 millilítrar köld mjólk 100 millilítrar rjómi Sykur, eftir smekk Salt, eftir smekk Múskat, eftir smekk 700 gröm kartöflur, flysjaðar og soðnar Leiðbeiningar Hangilæri Setjið hangilærið í pott af köldu vatni þannig að það fljóti yfir það. Setjið lok á pottinn og náið upp suðunni yfir miðlungshita. Látið kjötið malla í um 10 mínútur og slökkvið svo undir. Til að kjötið haldist safaríkt og meyrt ætti kjarnhitastig þess aldrei að fara yfir 70°C. Látið hangikjötið kólna í soðvatninu. Rauðkál Fjarlægið ystu blöðin af rauðkálinu og skerið hausinn í fjórðunga. Fjarlægið stilkinn á hverjum fjórðungi og sneiðið kálið í þunnar ræmur. Bræðið smjör í stórum þykkbotna potti yfir háum hita og steikið rauðkálið í um 5 mínútur eða þar til það er aðeins farið að linast. Bætið púðursykri, rifsberjahlaupi, rauðvínsedikinu, rauðvíni og salti. Náið upp suðunni við miðlungsháan hita og sjóðið rauðkálið í um 30 mínútur. Hrærið í pottinum af og til. Lækkið niður í miðlungslága hita og látið kálið malla í að minnsta kosti aðrar 30 mínútur eða þar til áferðin á rauðkálinu er ykkur að skapi. Rauðkálið ætti að vera dökkfjólublátt á lit og vökvinn orðinn að sírópi. Kartöfluuppstúf Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og hrærið hveitinu saman við. Hrærið stöðugt í með písk, eldið í um 1 mínútu og bætið þá við safanum af grænu baununum. Blandan byrjar á að þykkna en þynnist svo út með mjólkinni. Hellið mjólkinni í mjórri bunu ofan í pottinn og hrærið í allan tímann. Verið viss um að fara vel í kanta pottsins til að leysa upp hveiti sem þar getur leynst. Bætið við rjóma og sykri. Hækkið í miðlungshita, náið upp suðunni hægt og rólega og hrærið stöðugt í. Lækkið undir pottinum í lægsta hita og látið malla í 5 mínútur eða þar til það er ekki lengur hveitibragð af sósunni. Bætið kartöflunum út í og hitið þær í gegn.
Aðventumolar Árna í Árdal Hangikjöt Jól Jólamatur Rauðkál Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Laufabrauð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 22. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 21. desember 2019 21:15 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Laufabrauð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 22. desember 2019 09:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Kalkúnn Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 21. desember 2019 21:15