Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2020 20:20 Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. Íslenskir aðalverktakar buðust til að vinna verkið fyrir 5.069 milljónir króna, sem var 176 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 5.245 milljónir króna. Tilboð ÍAV var þannig 96,6 prósent af áætlun. Sami verktaki vann fyrsta áfangann á síðasta ári, tveggja og hálfs kílómetra kafla austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, en hann var opnaður umferð í haust. Sjá hér: Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tvö önnur boð bárust en þau reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk og Loftorka buðu saman 5.712 milljónir króna, eða 108,9 prósent af áætluðum kostnaði. Ístak átti hæsta boð, upp á 5.869 milljónir króna, eða 111,9 prósent af áætluðum kostnaði. Boð Ístaks var þannig 800 milljónum króna hærra en lægsta boð og boð Suðurverks og Loftorku var 643 milljónum hærra. Leggja á 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum auk tengivega um sveitina. Framkvæmdir eiga að fara á fullt í vor og ljúka eftir þrjú ár en verklok eru í september 2023. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var verkið útskýrt nánar með grafískum myndum frá Vegagerðinni: Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Ölfus Hveragerði Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira
Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. Íslenskir aðalverktakar buðust til að vinna verkið fyrir 5.069 milljónir króna, sem var 176 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 5.245 milljónir króna. Tilboð ÍAV var þannig 96,6 prósent af áætlun. Sami verktaki vann fyrsta áfangann á síðasta ári, tveggja og hálfs kílómetra kafla austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, en hann var opnaður umferð í haust. Sjá hér: Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tvö önnur boð bárust en þau reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk og Loftorka buðu saman 5.712 milljónir króna, eða 108,9 prósent af áætluðum kostnaði. Ístak átti hæsta boð, upp á 5.869 milljónir króna, eða 111,9 prósent af áætluðum kostnaði. Boð Ístaks var þannig 800 milljónum króna hærra en lægsta boð og boð Suðurverks og Loftorku var 643 milljónum hærra. Leggja á 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum auk tengivega um sveitina. Framkvæmdir eiga að fara á fullt í vor og ljúka eftir þrjú ár en verklok eru í september 2023. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var verkið útskýrt nánar með grafískum myndum frá Vegagerðinni:
Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Ölfus Hveragerði Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira