Zoom lofar bót og betrun Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 10:56 Sjálfstæðisflokkurinn er meðal þeirra fjölmörgu sem hafa reitt sig á Zoom á síðustu vikum, nú þegar samkomubann torveldar venjuleg fundahöld. Twitter/Bjarni Benediktsson Forriturum fjarfundafyrirtækisins Zoom hefur verið gert að einbeita sér alfarið að öryggismálum næstu mánuðina. Öll önnur þróun hugbúnaðarins má bíða betri tíma enda hefur Zoom sætt harðri gagnrýni síðustu vikur vegna öryggisgalla og fullyrðinga fyrirtækisins um dulkóðanir þess sem hafa ekki staðist skoðun. Zoom hefur verið á allra vörum síðustu vikur, jafnt á Íslandi sem og annars staðar, eftir að stjórnvöld um allan heim hafa takmarkað ferðir fólks vegna kórónuveirunnar. Fyrir vikið hafa fleiri en nokkru sinni fyrr reitt sig á hvers kyns fjarfundabúnað í stað þess að mæta til vinnu og vinsældir Zoom aukist samhliða. Fyrirtækið segir þannig að notendur búnaðarins hafi verið um 10 milljónir á mánuði fyrir faraldurinn - þeir séu hins vegar um 200 milljónir í dag. Íslendingar eru í þessum hópi og eru margir hverjir farnir að þekkja forritið ágætlega, til að mynda þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið duglegur við að birta myndir af Zoom-fundunum sínum á síðustu dögum. Þingflokksfundur fer að hefjast. Umgjörðin nokkuð óvanaleg. pic.twitter.com/dB2gfBWPdD— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 23, 2020 Það eru þó ekki allir á eitt sáttir við öryggismálin hjá Zoom. Þannig hefur tæknimógúllinn Elon Musk bannað starfsmönnum SpaceX að reiða sig á fjarfundabúnaðinn vegna „mikilla efasemda um öryggis- og persónuverndarmál“ hjá Zoom. „Við vitum að mörg ykkar nota búnaðinn til að aðstoða við fundahöld,“ segir í skilaboðum sem stjórnendur SpaceX sendu starfsmönnum sínum í lok mars. „Vinsamlegast reiðið ykkur á tölvupóst, smáskilaboð eða símtöl í samskiptum ykkar.“ Þar að auki sýndi rannsókn The Intercept fram á að fullyrðingar Zoom um að myndbandsfjarfundi sé hægt að dulkóða, og þannig minnka líkurnar á að óprúttnir geti komist yfir innhald þeirra, reyndust ekki halda neinu vatni. Talsmaður Zoom staðfesti það jafnframt í samtali við miðilinn. Þó svo að fólk sem nýti sama þráðlausa net og þú eigi ekki að geta laumað sér inn á fundina kemur ekkert í veg fyrir að Zoom sjálft fylgist með því sem þar fer fram. Talsmaðurinn tók fram að Zoom myndi þó aldrei njósna um notendur sína. Ég tók þingflokksfundinn frá Old Trafford í dag. Nota næst Samsungvöll Stjörnunnnar sem bakgrunn, á hann líka. pic.twitter.com/lrpKSsnJ4r— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 25, 2020 Vegna sífellt háværari gagnrýni sendi forstjóri Zoom frá sér langa yfirlýsingu á miðvikudag. Þar segir Eric S. Yuan að fyrirtækið hafi aldrei getað gert sér í hugarlund þær vinsældir sem Zoom nýtur núna, þegar helmingur mannkyns býr við hvers kyns samgöngu- og útgöngubönn. Þannig séu hugbúnaðurinn notaður í einum 90 þúsund skólum í 20 ríkjum heims. Þessum vinsældum hafi fylgt aukið álag sem hefur verið helsta úrlausnarefni Zoom á síðustu dögum, skrifar Yuan. Ekki aðeins hafi notendum fjölgað heldur séu þeir farnir að nota forritið með öðrum hætti en aðstandendur Zoom höfðu geta ímyndað sér. „Engu að síður þá áttum við okkur á því að við höfum ekki staðið undir kröfum notenda - og okkra sjálfra - þegar kemur að öryggis- og persónuverndarmálum. Það þykir mér gríðarlega leitt og mig langar að segja ykkur að við erum að bregðast við því.“ Gefa sér 90 daga Af þeim sökum hafa forritarar og annað tæknifólk Zoom einbeitt sér alfarið að öryggismálum síðustu vikurnar. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér uppfærslur sem ætlað er að fylla í nokkrar öryggisgloppur, auk þess sem Zoom hefur fjarlægt og breytt ýmsum eiginleikum með sambærilegt markmið í huga. Fyrirtækið ætli sér að vinna bug á öllum sínum vanköntum á næstu 90 dögum. Greinendur tækniritsins Tech Crunch eru þó ekki sannfærðir. „Það að Zoom ætli sér að leysa úr þessu eins fljótt og það getur er einfaldlega ekki nóg. Það er eitthvað að hjá Zoom - léleg fyrirtækjamenning leiðir til allra þessara mistaka. Þetta mun taka þau miklu lengri tíma en 90 daga [að ganga frá lausum endum]“ skrifar greinandi tækniritsins. Tækni Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. 1. apríl 2020 12:07 Algeng mistök á fjarfundum Dæmi um algeng mistök á fjarfundum mátti sjá í þætti Gísla Marteins á RÚV um síðustu helgi þegar ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mættu sem gestir í gegnum fjarfundarbúnað. 30. mars 2020 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forriturum fjarfundafyrirtækisins Zoom hefur verið gert að einbeita sér alfarið að öryggismálum næstu mánuðina. Öll önnur þróun hugbúnaðarins má bíða betri tíma enda hefur Zoom sætt harðri gagnrýni síðustu vikur vegna öryggisgalla og fullyrðinga fyrirtækisins um dulkóðanir þess sem hafa ekki staðist skoðun. Zoom hefur verið á allra vörum síðustu vikur, jafnt á Íslandi sem og annars staðar, eftir að stjórnvöld um allan heim hafa takmarkað ferðir fólks vegna kórónuveirunnar. Fyrir vikið hafa fleiri en nokkru sinni fyrr reitt sig á hvers kyns fjarfundabúnað í stað þess að mæta til vinnu og vinsældir Zoom aukist samhliða. Fyrirtækið segir þannig að notendur búnaðarins hafi verið um 10 milljónir á mánuði fyrir faraldurinn - þeir séu hins vegar um 200 milljónir í dag. Íslendingar eru í þessum hópi og eru margir hverjir farnir að þekkja forritið ágætlega, til að mynda þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið duglegur við að birta myndir af Zoom-fundunum sínum á síðustu dögum. Þingflokksfundur fer að hefjast. Umgjörðin nokkuð óvanaleg. pic.twitter.com/dB2gfBWPdD— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 23, 2020 Það eru þó ekki allir á eitt sáttir við öryggismálin hjá Zoom. Þannig hefur tæknimógúllinn Elon Musk bannað starfsmönnum SpaceX að reiða sig á fjarfundabúnaðinn vegna „mikilla efasemda um öryggis- og persónuverndarmál“ hjá Zoom. „Við vitum að mörg ykkar nota búnaðinn til að aðstoða við fundahöld,“ segir í skilaboðum sem stjórnendur SpaceX sendu starfsmönnum sínum í lok mars. „Vinsamlegast reiðið ykkur á tölvupóst, smáskilaboð eða símtöl í samskiptum ykkar.“ Þar að auki sýndi rannsókn The Intercept fram á að fullyrðingar Zoom um að myndbandsfjarfundi sé hægt að dulkóða, og þannig minnka líkurnar á að óprúttnir geti komist yfir innhald þeirra, reyndust ekki halda neinu vatni. Talsmaður Zoom staðfesti það jafnframt í samtali við miðilinn. Þó svo að fólk sem nýti sama þráðlausa net og þú eigi ekki að geta laumað sér inn á fundina kemur ekkert í veg fyrir að Zoom sjálft fylgist með því sem þar fer fram. Talsmaðurinn tók fram að Zoom myndi þó aldrei njósna um notendur sína. Ég tók þingflokksfundinn frá Old Trafford í dag. Nota næst Samsungvöll Stjörnunnnar sem bakgrunn, á hann líka. pic.twitter.com/lrpKSsnJ4r— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 25, 2020 Vegna sífellt háværari gagnrýni sendi forstjóri Zoom frá sér langa yfirlýsingu á miðvikudag. Þar segir Eric S. Yuan að fyrirtækið hafi aldrei getað gert sér í hugarlund þær vinsældir sem Zoom nýtur núna, þegar helmingur mannkyns býr við hvers kyns samgöngu- og útgöngubönn. Þannig séu hugbúnaðurinn notaður í einum 90 þúsund skólum í 20 ríkjum heims. Þessum vinsældum hafi fylgt aukið álag sem hefur verið helsta úrlausnarefni Zoom á síðustu dögum, skrifar Yuan. Ekki aðeins hafi notendum fjölgað heldur séu þeir farnir að nota forritið með öðrum hætti en aðstandendur Zoom höfðu geta ímyndað sér. „Engu að síður þá áttum við okkur á því að við höfum ekki staðið undir kröfum notenda - og okkra sjálfra - þegar kemur að öryggis- og persónuverndarmálum. Það þykir mér gríðarlega leitt og mig langar að segja ykkur að við erum að bregðast við því.“ Gefa sér 90 daga Af þeim sökum hafa forritarar og annað tæknifólk Zoom einbeitt sér alfarið að öryggismálum síðustu vikurnar. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér uppfærslur sem ætlað er að fylla í nokkrar öryggisgloppur, auk þess sem Zoom hefur fjarlægt og breytt ýmsum eiginleikum með sambærilegt markmið í huga. Fyrirtækið ætli sér að vinna bug á öllum sínum vanköntum á næstu 90 dögum. Greinendur tækniritsins Tech Crunch eru þó ekki sannfærðir. „Það að Zoom ætli sér að leysa úr þessu eins fljótt og það getur er einfaldlega ekki nóg. Það er eitthvað að hjá Zoom - léleg fyrirtækjamenning leiðir til allra þessara mistaka. Þetta mun taka þau miklu lengri tíma en 90 daga [að ganga frá lausum endum]“ skrifar greinandi tækniritsins.
Tækni Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. 1. apríl 2020 12:07 Algeng mistök á fjarfundum Dæmi um algeng mistök á fjarfundum mátti sjá í þætti Gísla Marteins á RÚV um síðustu helgi þegar ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mættu sem gestir í gegnum fjarfundarbúnað. 30. mars 2020 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. 1. apríl 2020 12:07
Algeng mistök á fjarfundum Dæmi um algeng mistök á fjarfundum mátti sjá í þætti Gísla Marteins á RÚV um síðustu helgi þegar ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mættu sem gestir í gegnum fjarfundarbúnað. 30. mars 2020 09:00