Vernd barna - þú skiptir sköpum Heiða Björg Pálmadóttir og Páll Ólafsson skrifa 3. apríl 2020 12:30 Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Börn á tímum kórónaveiru Börn virðast ekki vera sérstaklega næm fyrir kórónaveirunni en þau eru samt sem áður viðkvæmur hópur sem huga þarf að vegna faraldursins. Félagsleg einangrun er einn af fylgifiskum veirunnar. Nauðsynleg í sóttvarnarskyni en getur verið börnum skaðleg og jafnvel hættuleg. Erfiðara er fyrir skóla, heilbrigðisstarfsfólk, ættingja, vini og nágranna að fylgjast með líðan og stöðu barna á sama tíma og kvíði, álag og streita eykst hjá foreldrum. Þetta ástand eykur líkur á ofbeldi og vanrækslu og börn eiga erfiðara með að láta vita ef eitthvað er að. Hvað er til ráða? Nú skiptir mjög miklu máli að samfélagið allt taki sig saman með það að markmiði að vernda börnin okkar. Við getum tilkynnt um slæmar aðstæður barns með símtali við Neyðarlínuna 112 sem hefur beina tengingu við allar barnaverndarnefndir landsins. Barnaverndin er opin allan sólarhringinn. Íslendingar búa við þá gæfu að hafa lög um almenna tilkynningarskyldu í landinu. Þetta þýðir að okkur öllum er skylt að láta barnaverndarnefnd vita ef við höfum áhyggjur af því að barn búi við óviðunandi aðstæður. Á sama tíma tryggja lögin einstaklingum nafnleynd þegar þeir tilkynna. Þið vinir og ættingjar, sem hafið áhyggjur af barni á heimili sínu, hikið ekki við að hafa samband og koma áhyggjum ykkar á framfæri. Sama gildir um kunningja, samstarfsfólk, nágranna og aðra sem kunna að hafa upplýsingar um aðstæður barna. Þið þurfið ekki að rannsaka málið eða vera alveg viss í ykkar sök áður en þið hafið samband við 112, það er hlutverk barnaverndar að komast að því hvort áhyggjurnar eru á rökum reistar. Stundum höldum við að einhver annar hafi tilkynnt. Tilkynnum samt og gerum það aftur ef þörf er á. Fleiri tilkynningar geta gefið skýrari mynd af aðstæðum barns. Foreldrar, sem upplifa erfiðleika, eru að missa tökin, geta ekki komið rétt fram við börnin sín. Þið eigið bakland í barnaverndinni. Þið getið haft samband og leitað aðstoðar. Barnavernd er stuðningur fyrir foreldra. Síðast en ekki síst, börn sem eru hrædd eða eru í aðstæðum þar sem þið eru ekki örugg – þið getið haft samband við 112. Barnaverndin er ykkar stuðningsaðili. Við stöndum vaktina Neyðarlínan 112 tekur við símtölum allan sólarhringinn og um allt land standa barnaverndarnefndir vaktina og eru tilbúnar að bregðast við þegar tilkynningar koma. Þær geta brugðist við hvenær sem er sólarhringsins ef barn er í hættu eða þörf er á tafarlausum viðbrögðum. Hér skiptir engu þó að einstaklingar á heimili séu í sóttkví eða einangrun, öllum málum er sinnt. Meðferðarkerfi Barnaverndarstofu stendur líka vaktina og er undir það búið að sinna börnum í sóttkví eða einangrun. Vert er að þakka þessari framvarðarsveit barnaverndar hjá ríki og sveitarfélögum sem hefur staðið vörð um þau börn sem standa höllustum fæti í dag og mun standa hann áfram þar til lífið færist í eðlilegt horf – og áfram eftir það. Saman getum við sem samfélag haldið verndarhendi yfir börnunum okkar. Börnin treysta á okkur. Við treystum á ykkur. Við erum öll barnavernd. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun