Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:47 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Hann heitir því að VR muni sækja mál þeirra starfsmanna leikhússins, sem leitað hafa til VR vegna málsins, á öllum dómstigum ef þarf. VR sendi frá sér ályktun í dag þar sem þess var krafist að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45 prósent starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun, samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Fullyrt var í ályktuninni að umræddir starfsmenn hefðu ekki fengið greidd laun fyrir aprílmánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er von á tilkynningu frá stjórnendum vegna málsins í dag. Dapurleg framkoma „Þessi ótrúlega ósvífna framkoma sem stjórnendur Borgarleikhússins sýna þessu fólki, fólkinu á gólfinu, hún er bara viðbjóðsleg í einu orði sagt. Að þú getir leyft þér að henda fólki út eins og rusli og borga því ekki laun. Þannig virkar þetta ekki,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann segir að alls hafi sautján starfsmenn leikhússins í undir 45 prósent starfshlutfalli leitað til VR vegna málsins. Þetta séu starfsmenn sem sinni ýmsum störfum í leikhúsinu; afgreiðslu, miðasölu og annarri þjónustu. „Þetta er dapurleg framkoma. Sérstaklega hjá svona stofnun eins og leikhúsið er, sem hefur sannarlega verið að berjast fyrir listinni og tilveru hennar og kjörum fólks. Hér er um að ræða fólkið á gólfinu, námsmenn, fólk í hlutastörfum, fólk sem er undir 45 prósent hlutastarfi og nær ekki inn í hlutabótaleiðina. Stjórnendur Borgarleikhússins geta ekki leyft sér að koma fram með þessum hætti og fara á skjön við leikreglur vinnumarkaðsins á ofboðslega veikum grunni.“ Ragnar Þór segir að samkvæmt upplýsingum VR hafi Borgarleikhúsið neitað umræddum starfsmönnum um lögbundinn uppsagnarfrest. Með framgöngu sinni fari stjórnendur á skjön við reglur vinnumarkaðarins. „Þetta starfsfólk fær ekki uppsagnarfrest, þarna er sambandið rofið. Þetta fólk á rétt á uppsögn eins og aðrir starfsmenn og á rétt á sínum uppsagnarfresti og greiðslu í uppsagnarfresti. Það á að fá sín laun nema um önnur starfslok sé samið samkvæmt lögum um vinnurétt. En þarna er fólki hent út fyrirvaralaust, fær ekki greidd laun um mánaðamót og því er bara sagt að fara niður í Vinnumálastofnun og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Þetta fólk er ekkert að fá útborgað um mánaðamótin.“ Segir engu máli skipta að starfsemin liggi niðri Starfsemi Borgarleikhússins hefur verið í algjöru lágmarki, og að stórum hluta legið alveg niðri, á meðan samkomubanninu stendur. Ekki hafa verið almennar sýningar í húsinu síðan í mars og þær eru ekki á dagskrá aftur fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Ragnar Þór segir það ekki skipta neinu máli að engin starfsemi hafi verið hjá fyrirtækinu í apríl, launatímabilinu sem um ræðir. „Þannig virkar þetta ekki og við munum sækja rétt þessa fólks á öllum dómstigum ef þarf, þar sem stjórnendur Borgarleikhússins hafa ekki svarað okkur um beiðni um fund til að ræða málin og komast að niðurstöðu, og gera þeim grein fyrir raunverulega réttarstöðu. Því það er enginn ágreiningur um túlkun laga um vinnurétt hvað þetta varðar hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. „Ég hefði trúað því að þetta gæti væri fyrirtæki sem væri rekið af harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum. En ekki Borgarleikhúsinu, ég átti ekki von á þessu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Leikhús Tengdar fréttir Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“. Hann heitir því að VR muni sækja mál þeirra starfsmanna leikhússins, sem leitað hafa til VR vegna málsins, á öllum dómstigum ef þarf. VR sendi frá sér ályktun í dag þar sem þess var krafist að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45 prósent starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun, samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. Fullyrt var í ályktuninni að umræddir starfsmenn hefðu ekki fengið greidd laun fyrir aprílmánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er von á tilkynningu frá stjórnendum vegna málsins í dag. Dapurleg framkoma „Þessi ótrúlega ósvífna framkoma sem stjórnendur Borgarleikhússins sýna þessu fólki, fólkinu á gólfinu, hún er bara viðbjóðsleg í einu orði sagt. Að þú getir leyft þér að henda fólki út eins og rusli og borga því ekki laun. Þannig virkar þetta ekki,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann segir að alls hafi sautján starfsmenn leikhússins í undir 45 prósent starfshlutfalli leitað til VR vegna málsins. Þetta séu starfsmenn sem sinni ýmsum störfum í leikhúsinu; afgreiðslu, miðasölu og annarri þjónustu. „Þetta er dapurleg framkoma. Sérstaklega hjá svona stofnun eins og leikhúsið er, sem hefur sannarlega verið að berjast fyrir listinni og tilveru hennar og kjörum fólks. Hér er um að ræða fólkið á gólfinu, námsmenn, fólk í hlutastörfum, fólk sem er undir 45 prósent hlutastarfi og nær ekki inn í hlutabótaleiðina. Stjórnendur Borgarleikhússins geta ekki leyft sér að koma fram með þessum hætti og fara á skjön við leikreglur vinnumarkaðsins á ofboðslega veikum grunni.“ Ragnar Þór segir að samkvæmt upplýsingum VR hafi Borgarleikhúsið neitað umræddum starfsmönnum um lögbundinn uppsagnarfrest. Með framgöngu sinni fari stjórnendur á skjön við reglur vinnumarkaðarins. „Þetta starfsfólk fær ekki uppsagnarfrest, þarna er sambandið rofið. Þetta fólk á rétt á uppsögn eins og aðrir starfsmenn og á rétt á sínum uppsagnarfresti og greiðslu í uppsagnarfresti. Það á að fá sín laun nema um önnur starfslok sé samið samkvæmt lögum um vinnurétt. En þarna er fólki hent út fyrirvaralaust, fær ekki greidd laun um mánaðamót og því er bara sagt að fara niður í Vinnumálastofnun og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Þetta fólk er ekkert að fá útborgað um mánaðamótin.“ Segir engu máli skipta að starfsemin liggi niðri Starfsemi Borgarleikhússins hefur verið í algjöru lágmarki, og að stórum hluta legið alveg niðri, á meðan samkomubanninu stendur. Ekki hafa verið almennar sýningar í húsinu síðan í mars og þær eru ekki á dagskrá aftur fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Ragnar Þór segir það ekki skipta neinu máli að engin starfsemi hafi verið hjá fyrirtækinu í apríl, launatímabilinu sem um ræðir. „Þannig virkar þetta ekki og við munum sækja rétt þessa fólks á öllum dómstigum ef þarf, þar sem stjórnendur Borgarleikhússins hafa ekki svarað okkur um beiðni um fund til að ræða málin og komast að niðurstöðu, og gera þeim grein fyrir raunverulega réttarstöðu. Því það er enginn ágreiningur um túlkun laga um vinnurétt hvað þetta varðar hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. „Ég hefði trúað því að þetta gæti væri fyrirtæki sem væri rekið af harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum. En ekki Borgarleikhúsinu, ég átti ekki von á þessu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Leikhús Tengdar fréttir Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41