Segir að handboltinn í Þrótti hafi ekki verið aflagður en það komi til greina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2020 11:46 Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla í vetur. mynd/facebook-síða þróttar Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Finnbogi Hilmarsson, formaður aðalstjórnar Þróttar R., segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um framtíð handboltans í félaginu. Í samtali við Vísi sagði Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, að búið væri að leggja handboltann í félaginu niður. Hún sagði að þetta væri ákvörðun aðalstjórnar Þróttar og vísaði á Finnboga. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki enn verið tekin en umræðan um framtíð handboltans í Þrótt væri óljós vegna aðstöðuvandamála. „Við erum ekki búin að leggja handboltann niður en það er umræða sem við þurfum að taka. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun. Það þarf að skoða þau mál öll í heild sinni út frá okkar aðstöðumálum,“ sagði Finnbogi í samtali við Vísi. „Tímabilið endaði bara í gær og við höfum ekkert hist eftir að það kláraðist. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Gengur illa að halda starfseminni út En kemur til greina að leggja handboltann í Þrótti niður? „Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða. Það er mjög erfitt að halda starfseminni úti og gengur illa að byggja upp yngri flokka þegar svona margar æfingar falla niður. Það gengur illa að fá fólk til að starfa við þetta og borga æfingagjöld, eðlilega því það falla svo margar æfingar niður,“ svaraði Finnbogi. „Við höfum verið í mjög miklum vanda og þetta verður verra og verra eftir því sem árin líða. Þess vegna höfum við þurft að spyrja okkur þessarar spurningar nánast á hverju ári: eigum við að taka eitt tímabil í viðbót. Við eigum eftir að setjast niður og taka þessa ákvörðun um hvort við höldum þessu áfram.“ Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni þegar hún er laus.vísir/vilhelm Iðkendum fækkað á síðustu árum Þróttarar æfa í Laugardalshöllinni en hún er ekki alltaf laus og aðrir viðburðir hafa forgang. „Okkur er lofað úrbótum, við fáum fleiri tíma og betri aðstöðu, en það er ekki staðið við það,“ sagði Finnbogi. Hann segir að iðkendum í yngri flokkum Þróttar hafi fækkað mikið á undanförnum árum. „Þetta eru undir 100 krakkar en það er ekki langt síðan þeir voru um 150. Þeim hefur snarfækkað á síðustu 4-5 árum. Notkunin á Höllinni hefur breyst svo mikið. Ef mögulegt er að leigja hana út fyrir viðburði ganga þeir alltaf fyrir. Mig minnir að í febrúar hafi um 50% tíma fallið niður.“ Æfðu í Hveragerði Finnbogi segir erfitt að leita annað til að hýsa æfingar. „Við höfum ekkert annað. Við höfum fengið nokkrar æfingar í Egilshöll sem er ekki alveg næsti bær við. Og fyrir tveimur árum síðan leigðum við nokkra tíma í Hveragerði. Öll íþróttahúsin í Reykjavík eru full og það vantar tíma fyrir félögin og skólana.“ Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla á þessu tímabili sem gæti verið það síðasta hjá félaginu, allavega í bili.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57
Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. 6. apríl 2020 21:00