Perlur Íslands: Ellefta lundabúðin í sérstöku uppáhaldi Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2020 13:30 Guðrún Sóley Gestsdóttir ætlar að ferðast töluvert innanborgar í sumar. „Þegar ég hugsa um uppáhalds ferðamannastaðinn minn á Íslandi koma nokkrir strax upp í hugann og erfitt að gera upp á milli. Ég gæti nefnt skrilljón náttúruperlur sem standa hjarta mínu nærri en upp á síðkastið hefur verið svo áberandi tómlegt um að litast í heimabyggðinni minni, miðbæ Reykjavíkur að mér finnst það verðskulda sérstaka athygli,“ segir sjónvarpskonan Guðrún Sóley Gestsdóttir sem ætlar að ferðast töluvert innanborgar í sumar. „Útsýnispallurinn í turni Hallgrímskirkju. Algjör lauma, stórkostlegt útsýni yfir borgina og gagnlegur nýr vinkill fyrir borgarbúa.“ Guðrún segist þykja einstaklega vænt um sundlaugar borgarinnar. Guðrún stundar sjálf sjósund. „Verð þá víst að velja eina, er Laugardalslaugin ekki vinsælust meðal ferðamanna? Allavega, ég er illa sundsvelt eins og allir Íslendingar og þrái klórilminn, gufu og víxlböð.“ Næsta atriði sem hún velur er nokkuð frumlegt komandi frá Íslendingi. Dásemdarkaffihús „Ellefta lundabúðin á Laugavegi, til vinstri á leið upp, er einstaklega sjarmerandi. Þar ríkir góður andi og hægt að fá alls konar spennandi varning.“ Perlan er síðan einnig einn af hennar uppáhaldsstöðum. Reykjavík er í miklu uppáhaldi hjá sjónvarpskonunni, allavega um þessar mundir. „Hefur skipst mjög á að vera næs og alls ekki næs í gegnum tíðina. Í augnablikinu finnst mér hún frábær - efst er dásemdarkaffihús og veitingastaður þar sem gott er að sitja og ræða málin, þá helst eftir smá labb í Öskjuhlíðinni.“ Svo að lokum nefnir hún norðurljósin. „Norðurljós. Kannski ekki staður, en líklega eftirsóttasta ferðamannaupplifunin. Þar skil ég túristana vel, mér finnst þau alltaf jafn áhrifamikil og falleg og það gleður mig í hvert sinn sem þau birtast, þó ég hafi búið hér alla mína ævi.“ Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið
„Þegar ég hugsa um uppáhalds ferðamannastaðinn minn á Íslandi koma nokkrir strax upp í hugann og erfitt að gera upp á milli. Ég gæti nefnt skrilljón náttúruperlur sem standa hjarta mínu nærri en upp á síðkastið hefur verið svo áberandi tómlegt um að litast í heimabyggðinni minni, miðbæ Reykjavíkur að mér finnst það verðskulda sérstaka athygli,“ segir sjónvarpskonan Guðrún Sóley Gestsdóttir sem ætlar að ferðast töluvert innanborgar í sumar. „Útsýnispallurinn í turni Hallgrímskirkju. Algjör lauma, stórkostlegt útsýni yfir borgina og gagnlegur nýr vinkill fyrir borgarbúa.“ Guðrún segist þykja einstaklega vænt um sundlaugar borgarinnar. Guðrún stundar sjálf sjósund. „Verð þá víst að velja eina, er Laugardalslaugin ekki vinsælust meðal ferðamanna? Allavega, ég er illa sundsvelt eins og allir Íslendingar og þrái klórilminn, gufu og víxlböð.“ Næsta atriði sem hún velur er nokkuð frumlegt komandi frá Íslendingi. Dásemdarkaffihús „Ellefta lundabúðin á Laugavegi, til vinstri á leið upp, er einstaklega sjarmerandi. Þar ríkir góður andi og hægt að fá alls konar spennandi varning.“ Perlan er síðan einnig einn af hennar uppáhaldsstöðum. Reykjavík er í miklu uppáhaldi hjá sjónvarpskonunni, allavega um þessar mundir. „Hefur skipst mjög á að vera næs og alls ekki næs í gegnum tíðina. Í augnablikinu finnst mér hún frábær - efst er dásemdarkaffihús og veitingastaður þar sem gott er að sitja og ræða málin, þá helst eftir smá labb í Öskjuhlíðinni.“ Svo að lokum nefnir hún norðurljósin. „Norðurljós. Kannski ekki staður, en líklega eftirsóttasta ferðamannaupplifunin. Þar skil ég túristana vel, mér finnst þau alltaf jafn áhrifamikil og falleg og það gleður mig í hvert sinn sem þau birtast, þó ég hafi búið hér alla mína ævi.“ Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið