Ætla að loka Langbarðalandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 22:03 Ung kona á Duomotorgi í Mílanó, höfuðborg Langbarðalands. Við hefðbundnar kringumstæður má sjá hundruð ef ekki þúsundir ferðamanna á torginu. EPA/MATTEO BAZZI Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa. Er það liður í nýjum aðgerðum gegn nýju kórónuveirunni sem búist er við að verði samþykktar í kvöld eða nótt og eiga að taka gildi á morgun. Aðgerðir þessar fela meðal annars í sér að meina fólki að ferðast til héraðsins og ferðast frá því innan Ítalíu. Einnig er lagt til að íbúar Langbarðalands forðist að ferðast innan héraðsins. Sóttkvíin mun einnig gilda um ellefu sýslur í fjórum öðrum héröðum Ítalíu. Nánast öllum samkomustöðum verður lokað á þessum svæðum og fjöldasamkomur bannaðar. Þá eiga vinnuveitendur að gera starfsmönnum sínum kleift að vinna að heima, eins og auðið er, samkvæmt frétt Reuters. Kaffihús mega þó vera opin áfram, svo lengi sem hægt sé að tryggja minnst eins metra bil á milli viðskiptavina þeirra. Staðfestum smitum á Ítalíu hefur fjölgað um rúmlega 1.200 á einum sólarhring. Faraldur þar í landi er sá versti í Evrópu en í heildina er vitað til þess að 5.883 hafi smitast og 233 hafa dáið, samkvæmt frétt Guardian. Staðan er langverst í Langbarðalandi þar sem um 85 prósent staðfestra tilfella hafa komið upp og 92 prósent dauðsfalla. Eins og áður segir eru íbúar Lombardyhéraðs um tíu milljónir en heildar íbúafjöldi Ítalíu er um 60 milljónir. Það er því ljóst að aðgerðirnar eru gífurlega umfangsmiklar. Búist er við því að faraldurinn muni koma verulega illa á efnahagi Ítalíu og þá sérstaklega á ferðaþjónustunni þar í landi. Bætt við 23:40 - Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ekki skrifað undir aðgerðirnar eins og búist var við. Ríkisstjórar Langbarðalands og annarra héraða hafa mótmælt aðgerðunum fyrirhuguðu. Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa. Er það liður í nýjum aðgerðum gegn nýju kórónuveirunni sem búist er við að verði samþykktar í kvöld eða nótt og eiga að taka gildi á morgun. Aðgerðir þessar fela meðal annars í sér að meina fólki að ferðast til héraðsins og ferðast frá því innan Ítalíu. Einnig er lagt til að íbúar Langbarðalands forðist að ferðast innan héraðsins. Sóttkvíin mun einnig gilda um ellefu sýslur í fjórum öðrum héröðum Ítalíu. Nánast öllum samkomustöðum verður lokað á þessum svæðum og fjöldasamkomur bannaðar. Þá eiga vinnuveitendur að gera starfsmönnum sínum kleift að vinna að heima, eins og auðið er, samkvæmt frétt Reuters. Kaffihús mega þó vera opin áfram, svo lengi sem hægt sé að tryggja minnst eins metra bil á milli viðskiptavina þeirra. Staðfestum smitum á Ítalíu hefur fjölgað um rúmlega 1.200 á einum sólarhring. Faraldur þar í landi er sá versti í Evrópu en í heildina er vitað til þess að 5.883 hafi smitast og 233 hafa dáið, samkvæmt frétt Guardian. Staðan er langverst í Langbarðalandi þar sem um 85 prósent staðfestra tilfella hafa komið upp og 92 prósent dauðsfalla. Eins og áður segir eru íbúar Lombardyhéraðs um tíu milljónir en heildar íbúafjöldi Ítalíu er um 60 milljónir. Það er því ljóst að aðgerðirnar eru gífurlega umfangsmiklar. Búist er við því að faraldurinn muni koma verulega illa á efnahagi Ítalíu og þá sérstaklega á ferðaþjónustunni þar í landi. Bætt við 23:40 - Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ekki skrifað undir aðgerðirnar eins og búist var við. Ríkisstjórar Langbarðalands og annarra héraða hafa mótmælt aðgerðunum fyrirhuguðu.
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01