Smærri fyrirtæki: Sjö leiðir til að forðast þrot Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2020 11:00 Atvinnurekendur standa frammi fyrir erfiðum áskorunum. Vísir/Getty Staðan er svipuð um allan heim: Fyrirtæki berjast í bökkum, stjórnvöld reyna að ráðast í aðgerðir og bjóða fram alls kyns úrræði og smátt og smátt er dregið úr höftum svo samfélag og atvinnulíf geti farið að aðlagast á ný. Þá er ferðaþjónustan að fara illa um allan heim og veitingastaðir, verslanir og fleiri tala um 50-75% tekjufall að meðaltali, hjá sumum blasir þrot nú þegar við á meðan aðrir reyna hvað þeir geta að snúa vörn í sókn. Karen Mills starfar hjá Harvard Business School í dag en veitti áður samtökum smærri fyrirtækja í Bandaríkjunum forstöðu og er einn þekktasti álitsgjafi fjölmiðla vestanhafs þegar kemur að rekstri smærri fyrirtækja. Í viðtali við CNBS gaf hún smærri fyrirtækjum eftirfarandi sjö ráð til að forðast þrot. Stjórnvöld og bankar Nýtið ykkur þau úrræði sem stjórnvöld bjóða upp á og eiga við og það sama gildir um banka fyrirtækisins. Skerið niður og endursemjið Yfirfarið alla kostnaðarliði, forgangsraðið þeim, skerið niður það sem er hægt að reynið að endursemja um lægra verð fyrir þá kostnaðarliði sem enn standa eftir. Innheimta Setjið aukinn kraft í að innheimta ef einhverjar kröfur eru útistandandi. Semjið um greiðsludreifingu frekar en að fá ekkert greitt ef þess þarf. Ef fyrirtæki eru með viðskiptavini sem eru líklegir til að geta inn á borgað fyrir verkefni þá er um að gera að nýta sér það, þó ekki væri nema til að létta á útlögðum kostnaði áður en verkefni eru innheimt að fullu. Lækkið launakostnað Þetta hljómar sem köld aðgerð enda eru uppsagnir erfiðar en þegar spurningin snýst um að bjarga fyrirtækinu eru uppsagnir oftast óhjákvæmilegar í einhverjum mæli. Hér er þó tilefni til að benda á að á Íslandi er hlutastarfaleiðin það úrræði sem flest fyrirtæki reyna að nýta. Aukið framleiðni Nú þarf að reyna að ná sem mestu út úr hverri vinnandi stund því öll vinna þarf að skila sér með eins mikilli framleiðni og kostur er. Að sögn Mills eru líkur á betri framleiðni ef unnið er í fámennum hópum í marga klukkustundir frekar en fjölmennum hópum í færri klukkustundir. Breytið pantana- og innkaupaverklagi Víða hafa fleiri en eigendur eða framkvæmdastjóri getað pantað inn vörur þegar þarf, til dæmis kaffi, salernispappír, skriffæri og fleira. Þá þarf oft að panta eða kaupa vörur í reikning til að fylgja eftir einhverjum verkefnum fyrir viðskiptavini. Til að halda öllum kostnaði í lágmarki er mælt með því að engin útgjöld verði leyfð án skriflegs samþykkis frá einum aðila. Þetta er talið geta lækkað kostnað um eitthvað en skert á allri yfirsýn yfir útgjöld, stór sem smá. Viðskiptavinurinn Að þjónusta viðskiptavini vel er alltaf markmið en aldrei jafn mikilvægt og nú þegar kreppir að. Á þessum tíma þarf markmiðið um mjög góða þjónustu að breytast í framúrskarandi þjónustu. Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Staðan er svipuð um allan heim: Fyrirtæki berjast í bökkum, stjórnvöld reyna að ráðast í aðgerðir og bjóða fram alls kyns úrræði og smátt og smátt er dregið úr höftum svo samfélag og atvinnulíf geti farið að aðlagast á ný. Þá er ferðaþjónustan að fara illa um allan heim og veitingastaðir, verslanir og fleiri tala um 50-75% tekjufall að meðaltali, hjá sumum blasir þrot nú þegar við á meðan aðrir reyna hvað þeir geta að snúa vörn í sókn. Karen Mills starfar hjá Harvard Business School í dag en veitti áður samtökum smærri fyrirtækja í Bandaríkjunum forstöðu og er einn þekktasti álitsgjafi fjölmiðla vestanhafs þegar kemur að rekstri smærri fyrirtækja. Í viðtali við CNBS gaf hún smærri fyrirtækjum eftirfarandi sjö ráð til að forðast þrot. Stjórnvöld og bankar Nýtið ykkur þau úrræði sem stjórnvöld bjóða upp á og eiga við og það sama gildir um banka fyrirtækisins. Skerið niður og endursemjið Yfirfarið alla kostnaðarliði, forgangsraðið þeim, skerið niður það sem er hægt að reynið að endursemja um lægra verð fyrir þá kostnaðarliði sem enn standa eftir. Innheimta Setjið aukinn kraft í að innheimta ef einhverjar kröfur eru útistandandi. Semjið um greiðsludreifingu frekar en að fá ekkert greitt ef þess þarf. Ef fyrirtæki eru með viðskiptavini sem eru líklegir til að geta inn á borgað fyrir verkefni þá er um að gera að nýta sér það, þó ekki væri nema til að létta á útlögðum kostnaði áður en verkefni eru innheimt að fullu. Lækkið launakostnað Þetta hljómar sem köld aðgerð enda eru uppsagnir erfiðar en þegar spurningin snýst um að bjarga fyrirtækinu eru uppsagnir oftast óhjákvæmilegar í einhverjum mæli. Hér er þó tilefni til að benda á að á Íslandi er hlutastarfaleiðin það úrræði sem flest fyrirtæki reyna að nýta. Aukið framleiðni Nú þarf að reyna að ná sem mestu út úr hverri vinnandi stund því öll vinna þarf að skila sér með eins mikilli framleiðni og kostur er. Að sögn Mills eru líkur á betri framleiðni ef unnið er í fámennum hópum í marga klukkustundir frekar en fjölmennum hópum í færri klukkustundir. Breytið pantana- og innkaupaverklagi Víða hafa fleiri en eigendur eða framkvæmdastjóri getað pantað inn vörur þegar þarf, til dæmis kaffi, salernispappír, skriffæri og fleira. Þá þarf oft að panta eða kaupa vörur í reikning til að fylgja eftir einhverjum verkefnum fyrir viðskiptavini. Til að halda öllum kostnaði í lágmarki er mælt með því að engin útgjöld verði leyfð án skriflegs samþykkis frá einum aðila. Þetta er talið geta lækkað kostnað um eitthvað en skert á allri yfirsýn yfir útgjöld, stór sem smá. Viðskiptavinurinn Að þjónusta viðskiptavini vel er alltaf markmið en aldrei jafn mikilvægt og nú þegar kreppir að. Á þessum tíma þarf markmiðið um mjög góða þjónustu að breytast í framúrskarandi þjónustu.
Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira