GLC í tengiltvinnútfærslu fáanlegur aftur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. maí 2020 07:00 Tengiltvinnútfærsla af GLC. Ný tengiltvinnútfærsla af Mercedes-Benz GLC er komin aftur á markað hér á landi eftir að hafa ekki verið fáanlegur frá árinu 2018. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir þessum vinsæla sportjeppa í tengiltvinnútfærslu. GLC var mest seldi bíllinn hjá Öskju á árunum 2017 og 2018 en var ekki fáanlegur í tengiltvinnútfræslu á síðasta ári þar sem Mercedes-Benz náði ekki að anna eftirspurn eftir bílnum. Við fengum bílinn aftur í byrjun þessa árs og greinilegt að margir hafa beðið eftir þessum bíl og margir eru spenntir“ segir Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz. Samanlagt skilar tengiltvinnvélin í GLC 320 hestöflum í gegnum níu þrepa sjálfskiptinguna 9G-TRONIC. Rafhlaðan er stærri en áður og er drægið nú allt að 50 km á hreinu rafmagni samkvæmt WLTP-staðli. GLC er fallega hannaður að innan sem utan. Stjórnkerfið er nýstárlegt og einfalt. Í GLC er nýr og stór 10,25” háskerpuskjár með hinu margrómaða MBUX margmiðlunarkerfi sem hægt er að stjórna bæði með snertingu og rödd. GLC er búinn hinu tæknivædda 4MATIC fjórhjóladrifi frá Mercedes-Benz sem er alltaf í fullri virkni hvort sem ekið er á rafmagni eða eldsneyti. Sportjeppinn greinir veginn vel, ójöfnur og krappar beygjur. „Rafmögnuð EQ lína Mercedes-Benz er mjög spennandi og við finnum það hjá okkar viðskiptavinum að áhuginn er mikill. Nánast allir bílar frá Mercedes-Benz eru núna fáanlegir í tengiltvinnútfærslu en GLC og GLE eru þar vinsælastir. Þá hefur Mercedes-Benz EQC verið mjög vinsæll en hann er 100% rafbíll. GLE og EQC eru hæstir í sölu hjá okkur núna en GLC í tengiltvinnútgáfu mun nú sækja á þá í toppslagnum þar sem hann er kominn aftur til okkar,“ segir Ágúst. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent
Ný tengiltvinnútfærsla af Mercedes-Benz GLC er komin aftur á markað hér á landi eftir að hafa ekki verið fáanlegur frá árinu 2018. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir þessum vinsæla sportjeppa í tengiltvinnútfærslu. GLC var mest seldi bíllinn hjá Öskju á árunum 2017 og 2018 en var ekki fáanlegur í tengiltvinnútfræslu á síðasta ári þar sem Mercedes-Benz náði ekki að anna eftirspurn eftir bílnum. Við fengum bílinn aftur í byrjun þessa árs og greinilegt að margir hafa beðið eftir þessum bíl og margir eru spenntir“ segir Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Mercedes-Benz. Samanlagt skilar tengiltvinnvélin í GLC 320 hestöflum í gegnum níu þrepa sjálfskiptinguna 9G-TRONIC. Rafhlaðan er stærri en áður og er drægið nú allt að 50 km á hreinu rafmagni samkvæmt WLTP-staðli. GLC er fallega hannaður að innan sem utan. Stjórnkerfið er nýstárlegt og einfalt. Í GLC er nýr og stór 10,25” háskerpuskjár með hinu margrómaða MBUX margmiðlunarkerfi sem hægt er að stjórna bæði með snertingu og rödd. GLC er búinn hinu tæknivædda 4MATIC fjórhjóladrifi frá Mercedes-Benz sem er alltaf í fullri virkni hvort sem ekið er á rafmagni eða eldsneyti. Sportjeppinn greinir veginn vel, ójöfnur og krappar beygjur. „Rafmögnuð EQ lína Mercedes-Benz er mjög spennandi og við finnum það hjá okkar viðskiptavinum að áhuginn er mikill. Nánast allir bílar frá Mercedes-Benz eru núna fáanlegir í tengiltvinnútfærslu en GLC og GLE eru þar vinsælastir. Þá hefur Mercedes-Benz EQC verið mjög vinsæll en hann er 100% rafbíll. GLE og EQC eru hæstir í sölu hjá okkur núna en GLC í tengiltvinnútgáfu mun nú sækja á þá í toppslagnum þar sem hann er kominn aftur til okkar,“ segir Ágúst.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent