Þinghald í veirufaraldri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. apríl 2020 09:30 Veirufaraldurinn hefur haft áhrif á allt samfélagið og þar með talið Alþingi. Vegna tilmæla sóttvarnaryfirvalda hefur þurft að hafa annan hátt á störfum þingsins, nefndarfundir fara fram í fjarfundum, við atkvæðagreiðslur í þingsal fara þingmenn í halarófu eins og þeir séu í konga en þó með hefðbundnu tveggja metra millibili og fjöldatakmörk hafa verið sett í þingsalnum í anda banns á samkomum fleiri en 20 manns. Þá hefur verið dregið úr starfsemi þingsins eins og hægt er og það fyrst og fremst einblínt á mál sem eru beintengd veirufaraldrinum og nauðsynlegum efnahagsaðgerðum af hans völdum. Þó ekki eingöngu. Það er mikilvægt að hafa í huga að allar þessar hömlur og breyttu starfsreglur snúast um eitt og aðeins eitt; að tryggja sóttvarnir. Það eru engar efnislegar ástæður fyrir því að setja neinar hömlur á störf þingsins af neinum öðrum sökum en að tryggja sóttvarnir. Alþingi er eins og hver annar vinnustaður hvað það varðar, en þó ekki. Þar gilda sérstakar reglur um hitt og þetta sem þurfti að breyta, ýmislegt í starfsháttum þess er bundið í lögum um þingsköp og annað beinlínis í stjórnarskrá; að 32 þingmenn þurfi til að þingfundur teljist löglegur. Og það er sérstakt við Alþingi að það verður að vera starfshæft til að samþykkja þau lög sem nauðsynleg eru vegna ástandsins. Vel hefur gengið, að mestu, að vinna eftir þessum nauðsynlegu breytingum. Þetta hefur þýtt ýmsar breytingar á starfsháttum okkar þingmanna. Ég hef, síðan þessar reglur voru settar, setið örfáa nefndarfundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd (SEN), en engan í umhverfis- og samgöngunefnd. Í SEN fjölluðum við um mál sem var beintengt ástandinu; breytingar á lögum um forsetakosningar. Vegna reglnanna komst ég ekki í þingsal þegar málið var til umræðu þar. Ég fékk því þingflokksformann Vinstri grænna til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri í pontu, sem hún gerði með bravúr. Sjálfur setti ég þær síðan á samfélagsmiðla. Ég vildi virða reglur sem settar voru í sóttvarnarskyni og það sem máli skipti var að sjónarmiðin kæmu fram; ekki að ég sjálfur kæmi þeim að – ég skipti engu í þessu máli. Á sama tíma hef ég setið fjölda annarra funda – alla í fjarfundi. Þingflokkur VG hefur hist, nefndir sem ég er í utan þings, starfshópar og ýmislegt fleira. Við höfum setið, hvert við sína tölvu, og unnið áfram að þeim málum sem okkur voru falin. Ég hef oft hugsað um það hvers vegna settar eru hömlur á fundi nefnda þingsins, en ég get átt fundi með starfsfólki ráðuneyta. Hér þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram að gera verður ráð fyrir að öllum kröfum um sóttvarnir sé fullnægt og fjarfundir haldnir. Af hverju er hægt að funda um mál sem ekki eru covid-tengd í þessum nefndum og starfshópum, en nefndir Alþingis verða að binda umfjöllun sína við þau? Ég skil vel að þessum reglum hafi verið komið á; allur er varinn góður og betra að gera meira en minna með öryggi allra, ekki síst starfsfólks, í huga. Þingið getur ekki fundað í farfundi og á tímabili breyddust smit út, m.a. á meðal starfsfólks. Enginn vissi hver þróunin yrði og því voru þetta skynsamlegar ráðstafanir. Jafn skynsamlegt finnst mér að endurmeta þær og gladdist því þegar forseti tilkynnti í upphafi viku um tilslakanir varðandi nefndafundi. Þá hélt ég að einnig væri samstaða um að koma fleiri málum til nefnda. Mér hefur s.s. þótt sem starfsorka mín væri vannýtt. Tímann mætti nýta betur, nefndir funda oftar, fjalla mætti um fleiri mál en bara þau sem tengjast ástandinu. Því ef fyllstu öryggiskröfum varðandi sóttvarnir er gætt, hvaða máli skiptir þá hvaða mál er verið að fjalla um? Hvert sem ég lít í kringum mig sé ég fólk á fullu í sinni vinnu við breyttar aðstæður, því miður ansi mörg í hlutastarfi. Á skrifstofum þessa lands, stofnunum og fyrirtækjum er fólk að skipuleggja sig til að sem minnst rof komist í starfsemina þrátt fyrir ýtrustu sóttvarnir. Á fjölmiðlum sem fjalla um þingið; fluttar hafa verið fregnir af því hvernig sumum þeirra er skipt upp í svæði og vaktir svo þeir haldist gangandi. Af hverju er þetta ekki svona í þinginu sem fjölmiðlarnir fjalla um? Er einhver ástæða fyrir því að aðeins lítið brot af minni starfsorku nýtist, en fréttamaðurinn sem vinnur við að skrifa um vinnustaðinn minn nýti alla sína starfsorku? Með því að fara eftir kröfum um sóttvarnir og gæta ýtrustu varúðar tel ég að Alþingi geti starfað mun meira en það gerir og starfskraftar þingmanna nýst betur. Við getum fjallað um fleiri mál, unnið í nefndum, meira að segja talað um þau í þingsal. Þess vegna hef ég skilið kröfu stjórnarandstöðunnar um þingfundi, þó ekki þurfi að fjalla um og samþykkja covid-tengd mál. Bæði óskir hennar um óundirbúnar fyrirspurnir á ráðherra og eins um umræður um störf þingsins. En tal um að þingið geti ekki rætt einhver sérstök mál, vegna þess að um þau sé ágreiningur, það mun ég aldrei skilja. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við þingmenn sinnum vinnu okkar eins og aðrir, við virðum bara þær reglur sem settar hafa verið í sóttvarnarskyni. Með því að láta eins og svo sé um ákveðin mál, er einfaldlega verið að nýta sér sóttvarnir í því skyni að koma í veg fyrir að tiltekin mál séu rædd. Nú eða þá að segja að þingmenn eigi ekki að skila sömu vinnu og aðrir landsmenn í því ástandi sem nú ríkir. Það eru engin höft á lýðræðinu að þurfa að passa upp á að ekki séu fleiri en 20 í salnum hverju sinni. Við þurfum ekki að leita langt eftir fyrirkomulaginu, við sjáum það í hvert sinn sem störf þingsins eru á dagskrá. Þá koma 15 þingmenn í pontu, hver á fætur öðrum. Þeir gæta þess bara að halda fjarlægðarmörk og allir þingmenn gæta þess að virða fjöldatakmörk í salnum. Þá er setið í þingflokksherbergjum og fylgst með því hvenær röðin kemur að þér. Það er meira að segja hægt að setja sig rafrænt á mælendaskrá með tölvupósti. Þannig geta allir komið sínum sjónarmiðum á framfæri, það er m.a.s. hægt að fara í andsvör; það hefur nú þegar gerst í umræðum eftir að faraldurinn fór á stjá. Þingmenn sjálfir verða einfaldlega að bera ábyrgð á því að vera ekki of margir í salnum og halda fjarlægð; alveg eins og við gerum þegar við kaupum í matinn eða förum í göngutúra. Alþingi bíða fjölmörg stór verkefni, sem eru ekkert síður mikilvæg í dag en í gær þrátt fyrir faraldurinn, sem þarf, í skrefum og jafn skjótt og aðstæður leyfa, að takast á við. Einboðið er að Alþingi þurfi að starfa talsvert inn í sumarið. Það er sjálfsagt mál í ljósi aðstæðna og aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um þau áhrif sem veiran hefur. Og fráleitt ofarlega á lista yfir miklar afleiðingar ástandsins. Ég veit að yfirstjórn Alþingis er í góðu sambandi við sóttvarnaryfirvöld um hvernig þessum málum verður best fyrir komið. Mögulega eru þessi skrif aðeins þus í óþreyjufullum þingmanni sem vill leggja sitt af mörkum í vinnu, eins og allt samfélagið gerir þessa dagana. Ég mun styðja ákvarðanir yfirstjórnar um hvernig þinghaldinu verður háttað, en er boðinn og búinn til að sinna því starfi sem ég var kjörinn til. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Veirufaraldurinn hefur haft áhrif á allt samfélagið og þar með talið Alþingi. Vegna tilmæla sóttvarnaryfirvalda hefur þurft að hafa annan hátt á störfum þingsins, nefndarfundir fara fram í fjarfundum, við atkvæðagreiðslur í þingsal fara þingmenn í halarófu eins og þeir séu í konga en þó með hefðbundnu tveggja metra millibili og fjöldatakmörk hafa verið sett í þingsalnum í anda banns á samkomum fleiri en 20 manns. Þá hefur verið dregið úr starfsemi þingsins eins og hægt er og það fyrst og fremst einblínt á mál sem eru beintengd veirufaraldrinum og nauðsynlegum efnahagsaðgerðum af hans völdum. Þó ekki eingöngu. Það er mikilvægt að hafa í huga að allar þessar hömlur og breyttu starfsreglur snúast um eitt og aðeins eitt; að tryggja sóttvarnir. Það eru engar efnislegar ástæður fyrir því að setja neinar hömlur á störf þingsins af neinum öðrum sökum en að tryggja sóttvarnir. Alþingi er eins og hver annar vinnustaður hvað það varðar, en þó ekki. Þar gilda sérstakar reglur um hitt og þetta sem þurfti að breyta, ýmislegt í starfsháttum þess er bundið í lögum um þingsköp og annað beinlínis í stjórnarskrá; að 32 þingmenn þurfi til að þingfundur teljist löglegur. Og það er sérstakt við Alþingi að það verður að vera starfshæft til að samþykkja þau lög sem nauðsynleg eru vegna ástandsins. Vel hefur gengið, að mestu, að vinna eftir þessum nauðsynlegu breytingum. Þetta hefur þýtt ýmsar breytingar á starfsháttum okkar þingmanna. Ég hef, síðan þessar reglur voru settar, setið örfáa nefndarfundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd (SEN), en engan í umhverfis- og samgöngunefnd. Í SEN fjölluðum við um mál sem var beintengt ástandinu; breytingar á lögum um forsetakosningar. Vegna reglnanna komst ég ekki í þingsal þegar málið var til umræðu þar. Ég fékk því þingflokksformann Vinstri grænna til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri í pontu, sem hún gerði með bravúr. Sjálfur setti ég þær síðan á samfélagsmiðla. Ég vildi virða reglur sem settar voru í sóttvarnarskyni og það sem máli skipti var að sjónarmiðin kæmu fram; ekki að ég sjálfur kæmi þeim að – ég skipti engu í þessu máli. Á sama tíma hef ég setið fjölda annarra funda – alla í fjarfundi. Þingflokkur VG hefur hist, nefndir sem ég er í utan þings, starfshópar og ýmislegt fleira. Við höfum setið, hvert við sína tölvu, og unnið áfram að þeim málum sem okkur voru falin. Ég hef oft hugsað um það hvers vegna settar eru hömlur á fundi nefnda þingsins, en ég get átt fundi með starfsfólki ráðuneyta. Hér þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram að gera verður ráð fyrir að öllum kröfum um sóttvarnir sé fullnægt og fjarfundir haldnir. Af hverju er hægt að funda um mál sem ekki eru covid-tengd í þessum nefndum og starfshópum, en nefndir Alþingis verða að binda umfjöllun sína við þau? Ég skil vel að þessum reglum hafi verið komið á; allur er varinn góður og betra að gera meira en minna með öryggi allra, ekki síst starfsfólks, í huga. Þingið getur ekki fundað í farfundi og á tímabili breyddust smit út, m.a. á meðal starfsfólks. Enginn vissi hver þróunin yrði og því voru þetta skynsamlegar ráðstafanir. Jafn skynsamlegt finnst mér að endurmeta þær og gladdist því þegar forseti tilkynnti í upphafi viku um tilslakanir varðandi nefndafundi. Þá hélt ég að einnig væri samstaða um að koma fleiri málum til nefnda. Mér hefur s.s. þótt sem starfsorka mín væri vannýtt. Tímann mætti nýta betur, nefndir funda oftar, fjalla mætti um fleiri mál en bara þau sem tengjast ástandinu. Því ef fyllstu öryggiskröfum varðandi sóttvarnir er gætt, hvaða máli skiptir þá hvaða mál er verið að fjalla um? Hvert sem ég lít í kringum mig sé ég fólk á fullu í sinni vinnu við breyttar aðstæður, því miður ansi mörg í hlutastarfi. Á skrifstofum þessa lands, stofnunum og fyrirtækjum er fólk að skipuleggja sig til að sem minnst rof komist í starfsemina þrátt fyrir ýtrustu sóttvarnir. Á fjölmiðlum sem fjalla um þingið; fluttar hafa verið fregnir af því hvernig sumum þeirra er skipt upp í svæði og vaktir svo þeir haldist gangandi. Af hverju er þetta ekki svona í þinginu sem fjölmiðlarnir fjalla um? Er einhver ástæða fyrir því að aðeins lítið brot af minni starfsorku nýtist, en fréttamaðurinn sem vinnur við að skrifa um vinnustaðinn minn nýti alla sína starfsorku? Með því að fara eftir kröfum um sóttvarnir og gæta ýtrustu varúðar tel ég að Alþingi geti starfað mun meira en það gerir og starfskraftar þingmanna nýst betur. Við getum fjallað um fleiri mál, unnið í nefndum, meira að segja talað um þau í þingsal. Þess vegna hef ég skilið kröfu stjórnarandstöðunnar um þingfundi, þó ekki þurfi að fjalla um og samþykkja covid-tengd mál. Bæði óskir hennar um óundirbúnar fyrirspurnir á ráðherra og eins um umræður um störf þingsins. En tal um að þingið geti ekki rætt einhver sérstök mál, vegna þess að um þau sé ágreiningur, það mun ég aldrei skilja. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við þingmenn sinnum vinnu okkar eins og aðrir, við virðum bara þær reglur sem settar hafa verið í sóttvarnarskyni. Með því að láta eins og svo sé um ákveðin mál, er einfaldlega verið að nýta sér sóttvarnir í því skyni að koma í veg fyrir að tiltekin mál séu rædd. Nú eða þá að segja að þingmenn eigi ekki að skila sömu vinnu og aðrir landsmenn í því ástandi sem nú ríkir. Það eru engin höft á lýðræðinu að þurfa að passa upp á að ekki séu fleiri en 20 í salnum hverju sinni. Við þurfum ekki að leita langt eftir fyrirkomulaginu, við sjáum það í hvert sinn sem störf þingsins eru á dagskrá. Þá koma 15 þingmenn í pontu, hver á fætur öðrum. Þeir gæta þess bara að halda fjarlægðarmörk og allir þingmenn gæta þess að virða fjöldatakmörk í salnum. Þá er setið í þingflokksherbergjum og fylgst með því hvenær röðin kemur að þér. Það er meira að segja hægt að setja sig rafrænt á mælendaskrá með tölvupósti. Þannig geta allir komið sínum sjónarmiðum á framfæri, það er m.a.s. hægt að fara í andsvör; það hefur nú þegar gerst í umræðum eftir að faraldurinn fór á stjá. Þingmenn sjálfir verða einfaldlega að bera ábyrgð á því að vera ekki of margir í salnum og halda fjarlægð; alveg eins og við gerum þegar við kaupum í matinn eða förum í göngutúra. Alþingi bíða fjölmörg stór verkefni, sem eru ekkert síður mikilvæg í dag en í gær þrátt fyrir faraldurinn, sem þarf, í skrefum og jafn skjótt og aðstæður leyfa, að takast á við. Einboðið er að Alþingi þurfi að starfa talsvert inn í sumarið. Það er sjálfsagt mál í ljósi aðstæðna og aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um þau áhrif sem veiran hefur. Og fráleitt ofarlega á lista yfir miklar afleiðingar ástandsins. Ég veit að yfirstjórn Alþingis er í góðu sambandi við sóttvarnaryfirvöld um hvernig þessum málum verður best fyrir komið. Mögulega eru þessi skrif aðeins þus í óþreyjufullum þingmanni sem vill leggja sitt af mörkum í vinnu, eins og allt samfélagið gerir þessa dagana. Ég mun styðja ákvarðanir yfirstjórnar um hvernig þinghaldinu verður háttað, en er boðinn og búinn til að sinna því starfi sem ég var kjörinn til. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun