Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 18:00 Íslandsmeistarar KR geta vonandi hafið titilvörn sína sem fyrst í júní. VÍSIR/BÁRA „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Víðir fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í beinni útsendingu og sagði að ef að áætlanir gengu eftir yrði hægt að opna fyrir keppni í Pepsi Max-deildunum í fótbolta um þarnæstu mánaðamót. Æfingar geta hafist, þó með miklum takmörkunum, þegar fyrsta skref í afléttingu samkomubanns verður tekið 4. maí. „Masterplanið sem við erum að vinna eftir í þessum afléttingum, að gera þetta í hægum skrefum og sjá hvernig málin þróast. Þá erum við að tala um að íþróttastarf barna og unglinga geti byrjað að mjög miklu leyti núna 4. maí. Við erum að klára útfærslur á þessum 4. maí-pakka, hlusta eftir viðbrögðum og fá ábendingar um hvernig hægt sé að vinna málin innan þess ramma sem sóttvarnalæknir er búinn að setja. Þá losnar um þetta æfingabann. Það verða takmarkanir á fjölda sem getur æft saman en að minnsta kosti geta menn farið að æfa í litlum hópum, sem mun örugglega skipta miklu máli. Síðan höfum við sagt að þetta verði tekið í 3-4 vikna skrefum,“ segir Víðir. „Þegar komið verður í lok maí eða byrjun júní er hugsunin að fara með þetta samkomubann upp í 100 manns, og jafnframt á sama tíma að opna á það að starfsemi sem hefur verið lokuð, eins og líkamsræktarstöðvar, geti opnað og að íþróttastarf fullorðinna geti farið fram án takmarkana. Það þýðir að fótboltinn ætti að geta farið á fulla ferð þá,“ segir Víðir. Klippa: Sportið í dag - Víðir um íþróttir fullorðinna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Víðir fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í beinni útsendingu og sagði að ef að áætlanir gengu eftir yrði hægt að opna fyrir keppni í Pepsi Max-deildunum í fótbolta um þarnæstu mánaðamót. Æfingar geta hafist, þó með miklum takmörkunum, þegar fyrsta skref í afléttingu samkomubanns verður tekið 4. maí. „Masterplanið sem við erum að vinna eftir í þessum afléttingum, að gera þetta í hægum skrefum og sjá hvernig málin þróast. Þá erum við að tala um að íþróttastarf barna og unglinga geti byrjað að mjög miklu leyti núna 4. maí. Við erum að klára útfærslur á þessum 4. maí-pakka, hlusta eftir viðbrögðum og fá ábendingar um hvernig hægt sé að vinna málin innan þess ramma sem sóttvarnalæknir er búinn að setja. Þá losnar um þetta æfingabann. Það verða takmarkanir á fjölda sem getur æft saman en að minnsta kosti geta menn farið að æfa í litlum hópum, sem mun örugglega skipta miklu máli. Síðan höfum við sagt að þetta verði tekið í 3-4 vikna skrefum,“ segir Víðir. „Þegar komið verður í lok maí eða byrjun júní er hugsunin að fara með þetta samkomubann upp í 100 manns, og jafnframt á sama tíma að opna á það að starfsemi sem hefur verið lokuð, eins og líkamsræktarstöðvar, geti opnað og að íþróttastarf fullorðinna geti farið fram án takmarkana. Það þýðir að fótboltinn ætti að geta farið á fulla ferð þá,“ segir Víðir. Klippa: Sportið í dag - Víðir um íþróttir fullorðinna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41