Andaði framan í fólk og sagðist vera smitaður af kórónuveirunni Sylvía Hall skrifar 14. mars 2020 09:52 Leiðin var á leið frá Osló til Bergen. Vísir/Getty Um það bil fimmtíu lestarfarþegar í Noregi eru á leið í sóttkví eftir að farþegi, maður á fertugsaldri, gekk á milli fólks og andaði framan í það og tilkynnti þeim svo að hann væri smitaður af kórónuveirunni í gær. Lestin var á leið frá Osló til Bergen en var stöðvuð á miðri leið vegna atviksins. #Hallingdal #Ål 19:15 Politiet har pågrepet en mann i 30 årene på en tog vogn på Ål stasjon. Han gikk rundt å pustet folk i ansiktet og var skremmende. Da politiet tok kontakt med mannen angrep han patruljen med et brannslukkningsapparat ombord på toget. Er nå pågrepet.— Politiet i Sør-Øst (@politietsorost) March 13, 2020 Í færslu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið ógnandi og var lögregla kölluð til. Þegar lögreglan mætti á staðinn greip hann svo slökkviliðstæki sem var um borð og hugðist veitast að lögreglumönnum en var yfirbugaður. Lögregla þurfti að nota piparúða við handtökuna. Eftir handtökuna var farþegum meinað að fara frá borði og þurftu að bíða í nokkrar klukkustundir eftir að starfsfólk reyndi að fá leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum til þess að halda áfram. Eftir samráð við heilbrigðisyfirvöld, lögreglu og borgarstjóra var lestinni leyft að halda áfram þegar búið var að skrá niður upplýsingar um alla um borð. Engin sýni voru tekin um borð í lestinni en búið sé að skrásetja hverjir hafi verið um borð að því er fram kemur á vef NRK. Ásamt fimmtíu farþegum voru tíu starfsmenn og mun skýrast á næstu dögum hvort sýni verði tekin úr þeim eða hvort heimasóttkví verði látið duga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12 Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Um það bil fimmtíu lestarfarþegar í Noregi eru á leið í sóttkví eftir að farþegi, maður á fertugsaldri, gekk á milli fólks og andaði framan í það og tilkynnti þeim svo að hann væri smitaður af kórónuveirunni í gær. Lestin var á leið frá Osló til Bergen en var stöðvuð á miðri leið vegna atviksins. #Hallingdal #Ål 19:15 Politiet har pågrepet en mann i 30 årene på en tog vogn på Ål stasjon. Han gikk rundt å pustet folk i ansiktet og var skremmende. Da politiet tok kontakt med mannen angrep han patruljen med et brannslukkningsapparat ombord på toget. Er nå pågrepet.— Politiet i Sør-Øst (@politietsorost) March 13, 2020 Í færslu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið ógnandi og var lögregla kölluð til. Þegar lögreglan mætti á staðinn greip hann svo slökkviliðstæki sem var um borð og hugðist veitast að lögreglumönnum en var yfirbugaður. Lögregla þurfti að nota piparúða við handtökuna. Eftir handtökuna var farþegum meinað að fara frá borði og þurftu að bíða í nokkrar klukkustundir eftir að starfsfólk reyndi að fá leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum til þess að halda áfram. Eftir samráð við heilbrigðisyfirvöld, lögreglu og borgarstjóra var lestinni leyft að halda áfram þegar búið var að skrá niður upplýsingar um alla um borð. Engin sýni voru tekin um borð í lestinni en búið sé að skrásetja hverjir hafi verið um borð að því er fram kemur á vef NRK. Ásamt fimmtíu farþegum voru tíu starfsmenn og mun skýrast á næstu dögum hvort sýni verði tekin úr þeim eða hvort heimasóttkví verði látið duga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12 Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12
Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53