Árni Snær Ólafsson hefur staðið á milli stanganna hjá ÍA undanfarin ár og gengið í gegnum hæðir og lægðir með liðinu. Hann ólst upp við að ÍA væri á toppnum í íslenskum fótbolta og dreymir að liðið komist aftur þangað. Þessa dagana nýtur Árni þess að vera í fæðingarorlofi og vera byrjaður að æfa á ný með félögum sínum eftir langar vikur af hlaupum og styrktaræfingum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. „Það er geggjað að vera byrjaðir að æfa aftur saman í staðinn fyrir að vera einn í einhverjum hlaupum. Þetta var mjög skrítið og full mikil hlaup fyrir minn smekk en slapp alveg til. Markmannsæfingar voru lagðar á hilluna í Covid og ég var orðinn hlaupari,“ sagði Árni léttur í samtali við Vísi. Draumbyrjun í fyrra Skagamenn flugu hátt í upphafi síðasta tímabils. Nýliðarnir fengu sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex umferðunum og voru á toppnum. Árni Snær og félagar náðu í sextán af 27 stigum sínum á síðasta tímabili í apríl og maí.vísir/bára ÍA vann hins vegar aðeins tvo af síðustu sextán leikjum sínum og endaði í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Árni segir að eftir þessa draumabyrjun á tímabilinu hafi andstæðingar Skagamanna fundið leiðir gegn skilvirkum leikstíl þeirra. Við byrjuðum frábærlega og spiluðum mjög beinskeyttan fótbolta. En þegar menn fóru að lesa í það vorum við aðeins of einhæfir. Þegar lið féllu aftar gegn okkur náðum við ekki að leysa það. Einfalda svarið er að við áttum ekki svar við því. Eitt af undrum íslensks fótbolta er að slæmur endasprettur getur fylgt liðum inn í næsta tímabil, jafnvel þótt tæpt ár sé á milli tímabila. Árni er ekki smeykur um að slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils sitji enn í Skagamönnum. Vilja komast upp í efri hlutann „Ég held að það geri það ekki. Þú hefur haft 7-8 mánuði til að koma því út úr hausnum og ég held að það muni ekki hafa áhrif,“ sagði Árni. Að hans sögn var markmiðið fyrir síðasta tímabil skýrt. „Það var bara að festa okkur í sessi í deildinni. Sem nýliðar geturðu ekki haft mikið háleitari markmið. Núna talar allir um þessi sex efstu lið. Við ætlum að reyna að koma upp í efri helminginn og ef vel gengur held ég að það sé alveg raunhæft.“ Árni Snær með frumburðinn.vísir/vilhelm Mikið hefur verið rætt um fjárhagsvandræði ÍA í vetur. Síðast þegar allt var í steik á Akranesi 2001 varð liðið óvænt Íslandsmeistari. Árni segir að það sé kannski langsótt núna en Skagamenn ætli að nýta sér mótlætið til brýningar. „Við munum þjappa okkur saman. Það eru öll lið í fjárhagsvandræðum. Það hefur kannski mest verið rætt um okkur en við munum standa saman og vonandi fleytir það okkur langt,“ sagði Árni. Spennandi strákar en skrefið er stórt Afar gott starf er unnið í yngri flokkunum hjá ÍA og undanfarin tvö ár hefur 2. flokkur félagsins orðið Íslandsmeistari. Árni segir að þeir strákar muni láta til sín taka í meistaraflokki í nánustu framtíð. „Það er frábært að vinna þessa titla en skrefið milli 2. flokks og meistaraflokks er mjög stórt. En bróðurparturinn af strákunum sem voru í byrjunarliðinu í 2. flokki í fyrra voru að æfa með okkur í fyrra og hafa gert í vetur. Þessir strákar eru mjög góðir í fótbolta, farnir að banka á dyrnar í byrjunarliðinu og verða lykilmenn núna eða á næsta ári,“ sagði Árni. Undanfarin ár hefur ÍA haft það orð á sér að spila frekar beinskeyttan og, að sumra mati, frumstæðan leikstíl. Árni segir að Skagamenn hafi unnið í því í vetur að taka framförum sem fótboltalið. Breyttur leikstíll „Í fyrra var planið bara að halda okkur uppi og það var gert með þessum umrædda leikstíl. Í fyrra var þetta leið eitt en núna spilum við út úr föstum leikatriðum og þannig. Og það sást alveg í fyrra að við getum spilað góðan bolta þegar þannig lá á okkur,,“ sagði Árni. „Í vetur höfum við fjölgað leikjum þar sem við spilum út frá markverði. Leikstílinn mun breytast en við eigum hitt alltaf inni ef hitt þrýtur.“ Langar og nákvæmar spyrnur Árna Snæs hafa verið stór hluti af leikstíl ÍA undanfarin ár.vísir/daníel Eftir hafa verið í hópi bestu liða landsins í marga áratugi hafa síðustu ár verið erfið fyrir ÍA. Til að mynda hefur liðið fallið þrisvar sinnum síðan 2008 og aldrei endað ofar en í 6. sæti efstu deildar. Árni segir samt að Akurnesingar styðji ávallt sína menn, sama hvernig gengur. Rokk og róll upp og niður „Fólk var vant því að ÍA lenti annað hvort í 1. eða 2. sæti. En síðan ég kom inn í þetta hefur þetta verið rokk og ról upp og niður. En menn eru alltaf brattir hérna, nema kannski þegar við féllum 2008. Þá vorum við full lengi í 1. deild. En það styðja allir fótboltann hérna, hvort sem það gengur vel eða illa. Samt fleiri þegar vel gengur,“ sagði Árni. Markmið Skagamanna er skýrt: að verða stórir á ný. „Algjörlega. Takmarkið er að komast á sama stall og áður. Það hefur ekkert breyst. Menn á Skaganum fara alltaf inn í leiki til að vinna þá. Ef þú gerir jafntefli eða tapar færðu að heyra það úti í bæ.“ Lærði af hetjunni Í gegnum tíðina hefur ÍA átt marga mjög svo frambærilega markverði. Má þar nefna Bjarna Sigurðsson, Kristján Finnbogason, Birki Kristinsson, Ólaf Þór Gunnarsson og Pál Gísla Jónsson. Hetjan hans Árna var maðurinn sem stóð á milli stanganna í Íslandsmeistaraliðum ÍA 1994-96. Þegar ég var að byrja í þessu var Þórður Þórðarson kóngurinn á Skaganum. Hann var átrúnargoðið mitt. Svo þjálfaði hann mig frá því ég var tólf ára og upp úr. Öfugt við flesta íslenska markverði er Árni þekktur fyrir að vera afar sparkviss og með góðar spyrnur. Hann segist alltaf hafa lagt rækt við spyrnutæknina. „Ég hef alltaf verið fínn að sparka og haft gaman að því. Þegar ég byrjaði í markmannsþjálfun var Þórður með okkur og hann lét okkur sparka mikið,“ sagði Árni. Árna Snær hefur verið fyrirliði ÍA undanfarin ár.vísir/vilhelm Hann var liðtækur útispilari þegar hann var yngri og lék jöfnum höndum í marki og úti. „Í yngri flokkunum var ég kannski markvörður í A-liðinu og útileikmaður í B-liði. Það hjálpaði mikið að fá að vera útileikmaður. Sérstaklega á mölinni, þá nennti maður ekki alltaf að vera í marki. Fyrstu 2-3 árin í meistaraflokki, þegar við vorum þrír markverðir, var ég í markmannsþjálfun en það vantaði yfirleitt leikmann á æfingum þannig ég spilaði úti,“ sagði Árni að endingu. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti
Árni Snær Ólafsson hefur staðið á milli stanganna hjá ÍA undanfarin ár og gengið í gegnum hæðir og lægðir með liðinu. Hann ólst upp við að ÍA væri á toppnum í íslenskum fótbolta og dreymir að liðið komist aftur þangað. Þessa dagana nýtur Árni þess að vera í fæðingarorlofi og vera byrjaður að æfa á ný með félögum sínum eftir langar vikur af hlaupum og styrktaræfingum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. „Það er geggjað að vera byrjaðir að æfa aftur saman í staðinn fyrir að vera einn í einhverjum hlaupum. Þetta var mjög skrítið og full mikil hlaup fyrir minn smekk en slapp alveg til. Markmannsæfingar voru lagðar á hilluna í Covid og ég var orðinn hlaupari,“ sagði Árni léttur í samtali við Vísi. Draumbyrjun í fyrra Skagamenn flugu hátt í upphafi síðasta tímabils. Nýliðarnir fengu sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex umferðunum og voru á toppnum. Árni Snær og félagar náðu í sextán af 27 stigum sínum á síðasta tímabili í apríl og maí.vísir/bára ÍA vann hins vegar aðeins tvo af síðustu sextán leikjum sínum og endaði í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Árni segir að eftir þessa draumabyrjun á tímabilinu hafi andstæðingar Skagamanna fundið leiðir gegn skilvirkum leikstíl þeirra. Við byrjuðum frábærlega og spiluðum mjög beinskeyttan fótbolta. En þegar menn fóru að lesa í það vorum við aðeins of einhæfir. Þegar lið féllu aftar gegn okkur náðum við ekki að leysa það. Einfalda svarið er að við áttum ekki svar við því. Eitt af undrum íslensks fótbolta er að slæmur endasprettur getur fylgt liðum inn í næsta tímabil, jafnvel þótt tæpt ár sé á milli tímabila. Árni er ekki smeykur um að slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils sitji enn í Skagamönnum. Vilja komast upp í efri hlutann „Ég held að það geri það ekki. Þú hefur haft 7-8 mánuði til að koma því út úr hausnum og ég held að það muni ekki hafa áhrif,“ sagði Árni. Að hans sögn var markmiðið fyrir síðasta tímabil skýrt. „Það var bara að festa okkur í sessi í deildinni. Sem nýliðar geturðu ekki haft mikið háleitari markmið. Núna talar allir um þessi sex efstu lið. Við ætlum að reyna að koma upp í efri helminginn og ef vel gengur held ég að það sé alveg raunhæft.“ Árni Snær með frumburðinn.vísir/vilhelm Mikið hefur verið rætt um fjárhagsvandræði ÍA í vetur. Síðast þegar allt var í steik á Akranesi 2001 varð liðið óvænt Íslandsmeistari. Árni segir að það sé kannski langsótt núna en Skagamenn ætli að nýta sér mótlætið til brýningar. „Við munum þjappa okkur saman. Það eru öll lið í fjárhagsvandræðum. Það hefur kannski mest verið rætt um okkur en við munum standa saman og vonandi fleytir það okkur langt,“ sagði Árni. Spennandi strákar en skrefið er stórt Afar gott starf er unnið í yngri flokkunum hjá ÍA og undanfarin tvö ár hefur 2. flokkur félagsins orðið Íslandsmeistari. Árni segir að þeir strákar muni láta til sín taka í meistaraflokki í nánustu framtíð. „Það er frábært að vinna þessa titla en skrefið milli 2. flokks og meistaraflokks er mjög stórt. En bróðurparturinn af strákunum sem voru í byrjunarliðinu í 2. flokki í fyrra voru að æfa með okkur í fyrra og hafa gert í vetur. Þessir strákar eru mjög góðir í fótbolta, farnir að banka á dyrnar í byrjunarliðinu og verða lykilmenn núna eða á næsta ári,“ sagði Árni. Undanfarin ár hefur ÍA haft það orð á sér að spila frekar beinskeyttan og, að sumra mati, frumstæðan leikstíl. Árni segir að Skagamenn hafi unnið í því í vetur að taka framförum sem fótboltalið. Breyttur leikstíll „Í fyrra var planið bara að halda okkur uppi og það var gert með þessum umrædda leikstíl. Í fyrra var þetta leið eitt en núna spilum við út úr föstum leikatriðum og þannig. Og það sást alveg í fyrra að við getum spilað góðan bolta þegar þannig lá á okkur,,“ sagði Árni. „Í vetur höfum við fjölgað leikjum þar sem við spilum út frá markverði. Leikstílinn mun breytast en við eigum hitt alltaf inni ef hitt þrýtur.“ Langar og nákvæmar spyrnur Árna Snæs hafa verið stór hluti af leikstíl ÍA undanfarin ár.vísir/daníel Eftir hafa verið í hópi bestu liða landsins í marga áratugi hafa síðustu ár verið erfið fyrir ÍA. Til að mynda hefur liðið fallið þrisvar sinnum síðan 2008 og aldrei endað ofar en í 6. sæti efstu deildar. Árni segir samt að Akurnesingar styðji ávallt sína menn, sama hvernig gengur. Rokk og róll upp og niður „Fólk var vant því að ÍA lenti annað hvort í 1. eða 2. sæti. En síðan ég kom inn í þetta hefur þetta verið rokk og ról upp og niður. En menn eru alltaf brattir hérna, nema kannski þegar við féllum 2008. Þá vorum við full lengi í 1. deild. En það styðja allir fótboltann hérna, hvort sem það gengur vel eða illa. Samt fleiri þegar vel gengur,“ sagði Árni. Markmið Skagamanna er skýrt: að verða stórir á ný. „Algjörlega. Takmarkið er að komast á sama stall og áður. Það hefur ekkert breyst. Menn á Skaganum fara alltaf inn í leiki til að vinna þá. Ef þú gerir jafntefli eða tapar færðu að heyra það úti í bæ.“ Lærði af hetjunni Í gegnum tíðina hefur ÍA átt marga mjög svo frambærilega markverði. Má þar nefna Bjarna Sigurðsson, Kristján Finnbogason, Birki Kristinsson, Ólaf Þór Gunnarsson og Pál Gísla Jónsson. Hetjan hans Árna var maðurinn sem stóð á milli stanganna í Íslandsmeistaraliðum ÍA 1994-96. Þegar ég var að byrja í þessu var Þórður Þórðarson kóngurinn á Skaganum. Hann var átrúnargoðið mitt. Svo þjálfaði hann mig frá því ég var tólf ára og upp úr. Öfugt við flesta íslenska markverði er Árni þekktur fyrir að vera afar sparkviss og með góðar spyrnur. Hann segist alltaf hafa lagt rækt við spyrnutæknina. „Ég hef alltaf verið fínn að sparka og haft gaman að því. Þegar ég byrjaði í markmannsþjálfun var Þórður með okkur og hann lét okkur sparka mikið,“ sagði Árni. Árna Snær hefur verið fyrirliði ÍA undanfarin ár.vísir/vilhelm Hann var liðtækur útispilari þegar hann var yngri og lék jöfnum höndum í marki og úti. „Í yngri flokkunum var ég kannski markvörður í A-liðinu og útileikmaður í B-liði. Það hjálpaði mikið að fá að vera útileikmaður. Sérstaklega á mölinni, þá nennti maður ekki alltaf að vera í marki. Fyrstu 2-3 árin í meistaraflokki, þegar við vorum þrír markverðir, var ég í markmannsþjálfun en það vantaði yfirleitt leikmann á æfingum þannig ég spilaði úti,“ sagði Árni að endingu.