Aukin afköst þegar fólk vinnur heima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 11:30 Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm „Við sáum það eins og fleiri fyrirtæki þegar við þurftum að senda fólkið okkar heim og vinna að heiman þá náðum við að halda bankanum rekstrarhæfum þrátt fyrir að við værum með lokað og fáir væru í höfuðstöðvum bankans,“ sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Til stendur hjá bankanum að þriðjungur starfsfólks muni vinna heima einn dag í viku í sumar og fram hefur komið að það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Könnun var gerð meðal starfsfólks um afstöðu þess við það að vinna heima hluta úr viku. Birna segir niðurstöður könnunarinnar hafa leitt það í ljós að meirihluti starfsmanna væri jákvæður fyrir því. „Við sáum að þetta var að ganga mjög vel upp þannig að við gerðum könnun meðal starfsfólks tvisvar sinnum, fyrst til að gá hvernig fólki liði með þetta fyrirkomulag og bara hvernig því liði almennt í þessu ástandi og síðan gerðum við könnun þegar við vorum aðeins að koma út úr þessu og fólk var að koma aftur til vinnu varðandi það að það væri áhugi fyrir að við færum í svona tilraun,“ segir Birna. Þriðjungur starfsmanna Íslandsbanka mun vinna heima einn dag í viku í sumar.Vísir/Vilhelm „Niðurstaðan var sú að 90 prósent af starfsfólki var mjög spennt fyrir að fara í þetta fyrirkomulag. Við spurðum líka hversu marga daga í viku og það voru jafn margir sem vildu einn og tvo daga. Við erum búin að ákveða að við ætlum í tilraunaverkefni í sumar og ég er mjög bjartsýn á að við förum svo inn í þetta í haust með alla. Það er þriðjungur af starfsfólki sem er núna að fara í þetta tilraunaverkefni og það er einn dagur í viku, það er byrjað og mikil lukka með þetta.“ Fólk skiptir dögunum á milli sín í samráði við yfirmann og segir Birna að flestir hafi auðvitað viljað vinna heima á föstudögum. Það sé að sjálfsögðu ekki hægt, að allir starfsmenn væru heima á föstudögum en fyrirkomulagið sé nú þannig að þetta dreifist. „Þú þarft svolítið að hugsa verkefnin þín yfir vikuna. Þú hugsar „hvaða verkefni er gott fyrir mig að vinna að heiman“ og kannski safnar þeim upp og klárar meðan þú ert heima.“ Risa tækniskref sem þurft að taka Birna segir þetta fyrirkomulag vinsælt meðal starfsmanna, það losi pressu í starfi og fólki líði almennt aðeins betur. „Það er þannig og auðvitað hef ég verið spurða að því „heldurðu að þú fáir sömu afköstin?“ og mælingar hjá okkur sýna að við fáum jafn mikil eða meiri afköst þegar fólk er að starfa að heiman í samanburði við það þegar það er í bankanum sjálfum. Auðvitað á þetta allt eftir að koma í ljós og þetta er auðvitað líka áskorun fyrir stjórnendur, þú þarft að tryggja að starfsfólkið þitt sé með næg verkefni og verkefnin séu með þeim hætti að þú getir sinnt þeim heima.“ Hún segir að 750 manns starfi hjá bankanum og samskiptin milli yfirmanna og starfsmanna heima fara í gegn um tölvu og síma og segir hún samskiptin hafa gengið prýðilega á meðan fjöldatakmarkanir voru harðari. Starfsmenn ráðgjafaversins hafi til að mynda starfað heima á meðan fjöldatakmarkanir voru meiri en nú og það hafi gengið mjög vel að starfsmenn væru með sín tæki heima og aðstoðaði viðskiptavini þaðan. „Það var risa tækniskref sem við tókum í þessu ástandi af því að við þurftum að nýta okkur tæknina og við sáum til dæmis hjá okkur að það var 400 prósenta aukning í notkun á appi frá áramótum og það voru mjög margir sem komu og voru að virkja rafræn skilríki.“ „Auðvitað var þetta eitthvað sem við héldum að myndi gerast á næstu árum en það var stökk fram í tímann.“ „Við vorum að skoða þetta í upphafi árs, það var vinnuhópur hjá okkur að skoða þetta og þá eingöngu út frá umhverfismálum. Við mælum hjá okkur kolefnissporið hjá okkur og við sáum að stærsti hluti af því er það sem starfsmenn okkar eru að keyra til og frá vinnu og við hugsum að ef við ætlum að ná einhverjum árangri í að lækka þá þurfum við þetta til dæmis og vorum að skoða þetta sem möguleika. Við ætluðum einhvern tíma með haustinu að fara að kynna þetta þannig nú hentum við okkur í þetta þegar við sáum hvernig staðan var. „Ég sé alveg fyrir mér að ef þetta gengur vel í sumar þá erum við að færa þetta til allra starfsmanna í haust. Miðum við einn dag og svo bara sjáum við til í framhaldinu.“ Bankinn fór í nýjar höfuðstöðvar fyrir þremur árum þar sem nýtt fyrirkomulag varð á starfsumhverfi. Starfsmenn deila nú skrifborðum, það er, það á ekki eigið skrifborð heldur er þeim deilt. Hún segir að það hafi líklega auðveldað starfsmönnum að vinna heima þar sem starfsfólk hafi verið orðið vant því að vinna ekki alltaf á sama stað. Hún segist bjartsýn á framhaldið og að verkefnið bjóði upp á mikla möguleika. „Ég held að við treystum fólkinu okkar vel og ég held það eigi eftir að sýna sig að við fáum jafn mikil eða meiri afköst og kannski sjáum við verkefnin út frá öðru sjónarhorni þannig að ég er mjög bjartsýn á það að þetta eigi eftir að ganga vel.“ Hún segist alveg geta mælt með þessari leið við aðra stjórnendur. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Fjarvinna Bítið Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Við sáum það eins og fleiri fyrirtæki þegar við þurftum að senda fólkið okkar heim og vinna að heiman þá náðum við að halda bankanum rekstrarhæfum þrátt fyrir að við værum með lokað og fáir væru í höfuðstöðvum bankans,“ sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Til stendur hjá bankanum að þriðjungur starfsfólks muni vinna heima einn dag í viku í sumar og fram hefur komið að það muni ekki aðeins draga úr kolefnisútblæstri bankans með minni umferð heldur jafnframt hafa í för með sér jákvæð rekstraráhrif. Könnun var gerð meðal starfsfólks um afstöðu þess við það að vinna heima hluta úr viku. Birna segir niðurstöður könnunarinnar hafa leitt það í ljós að meirihluti starfsmanna væri jákvæður fyrir því. „Við sáum að þetta var að ganga mjög vel upp þannig að við gerðum könnun meðal starfsfólks tvisvar sinnum, fyrst til að gá hvernig fólki liði með þetta fyrirkomulag og bara hvernig því liði almennt í þessu ástandi og síðan gerðum við könnun þegar við vorum aðeins að koma út úr þessu og fólk var að koma aftur til vinnu varðandi það að það væri áhugi fyrir að við færum í svona tilraun,“ segir Birna. Þriðjungur starfsmanna Íslandsbanka mun vinna heima einn dag í viku í sumar.Vísir/Vilhelm „Niðurstaðan var sú að 90 prósent af starfsfólki var mjög spennt fyrir að fara í þetta fyrirkomulag. Við spurðum líka hversu marga daga í viku og það voru jafn margir sem vildu einn og tvo daga. Við erum búin að ákveða að við ætlum í tilraunaverkefni í sumar og ég er mjög bjartsýn á að við förum svo inn í þetta í haust með alla. Það er þriðjungur af starfsfólki sem er núna að fara í þetta tilraunaverkefni og það er einn dagur í viku, það er byrjað og mikil lukka með þetta.“ Fólk skiptir dögunum á milli sín í samráði við yfirmann og segir Birna að flestir hafi auðvitað viljað vinna heima á föstudögum. Það sé að sjálfsögðu ekki hægt, að allir starfsmenn væru heima á föstudögum en fyrirkomulagið sé nú þannig að þetta dreifist. „Þú þarft svolítið að hugsa verkefnin þín yfir vikuna. Þú hugsar „hvaða verkefni er gott fyrir mig að vinna að heiman“ og kannski safnar þeim upp og klárar meðan þú ert heima.“ Risa tækniskref sem þurft að taka Birna segir þetta fyrirkomulag vinsælt meðal starfsmanna, það losi pressu í starfi og fólki líði almennt aðeins betur. „Það er þannig og auðvitað hef ég verið spurða að því „heldurðu að þú fáir sömu afköstin?“ og mælingar hjá okkur sýna að við fáum jafn mikil eða meiri afköst þegar fólk er að starfa að heiman í samanburði við það þegar það er í bankanum sjálfum. Auðvitað á þetta allt eftir að koma í ljós og þetta er auðvitað líka áskorun fyrir stjórnendur, þú þarft að tryggja að starfsfólkið þitt sé með næg verkefni og verkefnin séu með þeim hætti að þú getir sinnt þeim heima.“ Hún segir að 750 manns starfi hjá bankanum og samskiptin milli yfirmanna og starfsmanna heima fara í gegn um tölvu og síma og segir hún samskiptin hafa gengið prýðilega á meðan fjöldatakmarkanir voru harðari. Starfsmenn ráðgjafaversins hafi til að mynda starfað heima á meðan fjöldatakmarkanir voru meiri en nú og það hafi gengið mjög vel að starfsmenn væru með sín tæki heima og aðstoðaði viðskiptavini þaðan. „Það var risa tækniskref sem við tókum í þessu ástandi af því að við þurftum að nýta okkur tæknina og við sáum til dæmis hjá okkur að það var 400 prósenta aukning í notkun á appi frá áramótum og það voru mjög margir sem komu og voru að virkja rafræn skilríki.“ „Auðvitað var þetta eitthvað sem við héldum að myndi gerast á næstu árum en það var stökk fram í tímann.“ „Við vorum að skoða þetta í upphafi árs, það var vinnuhópur hjá okkur að skoða þetta og þá eingöngu út frá umhverfismálum. Við mælum hjá okkur kolefnissporið hjá okkur og við sáum að stærsti hluti af því er það sem starfsmenn okkar eru að keyra til og frá vinnu og við hugsum að ef við ætlum að ná einhverjum árangri í að lækka þá þurfum við þetta til dæmis og vorum að skoða þetta sem möguleika. Við ætluðum einhvern tíma með haustinu að fara að kynna þetta þannig nú hentum við okkur í þetta þegar við sáum hvernig staðan var. „Ég sé alveg fyrir mér að ef þetta gengur vel í sumar þá erum við að færa þetta til allra starfsmanna í haust. Miðum við einn dag og svo bara sjáum við til í framhaldinu.“ Bankinn fór í nýjar höfuðstöðvar fyrir þremur árum þar sem nýtt fyrirkomulag varð á starfsumhverfi. Starfsmenn deila nú skrifborðum, það er, það á ekki eigið skrifborð heldur er þeim deilt. Hún segir að það hafi líklega auðveldað starfsmönnum að vinna heima þar sem starfsfólk hafi verið orðið vant því að vinna ekki alltaf á sama stað. Hún segist bjartsýn á framhaldið og að verkefnið bjóði upp á mikla möguleika. „Ég held að við treystum fólkinu okkar vel og ég held það eigi eftir að sýna sig að við fáum jafn mikil eða meiri afköst og kannski sjáum við verkefnin út frá öðru sjónarhorni þannig að ég er mjög bjartsýn á það að þetta eigi eftir að ganga vel.“ Hún segist alveg geta mælt með þessari leið við aðra stjórnendur.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Fjarvinna Bítið Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira