Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 09:36 Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, tilkynnti um fyrirhugaðar breytingar á takmörkunum á ferðalög vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Vísir/EPA Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í dag að banninu yrði aflétt svo lengi sem ekki væri komubann eða útgöngubann í gildi í ríkjunum sjálfum. Öll ríkin nema Noregur uppfylltu þau skilyrði en þar er bann við komum ferðamanna enn í gildi. Þá á þýska ríkisstjórnin eftir að taka afstöðu til ferðalaga til Spánar þar sem enn liggur ekki fyrir hvort að komubann verður framlengt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í stað ferðatakmarkananna ætla þýsk stjórnvöld að taka upp ferðaráðgjöf sem verður uppfærð daglega í ljósi fjölda smitaðra í hverju ríki fyrir sig, að sögn Süddeutsche Zeitung. Þýsk stjórnvöld vara þó enn við ónauðsynlegum ferðalögum til Bretlands á meðan krafa um fjórtán daga sóttkví er í gildi þar. Íslensk stjórnvöld hyggjast aflétta takmörkunum á ferðalög 15. júní sömuleiðis. Þá verður ferðamönnum boðið upp á að velja frekar að gangast undir skimun eða framvísa vottorði frá heimalandi sínu í stað þess að þurfa að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í dag að banninu yrði aflétt svo lengi sem ekki væri komubann eða útgöngubann í gildi í ríkjunum sjálfum. Öll ríkin nema Noregur uppfylltu þau skilyrði en þar er bann við komum ferðamanna enn í gildi. Þá á þýska ríkisstjórnin eftir að taka afstöðu til ferðalaga til Spánar þar sem enn liggur ekki fyrir hvort að komubann verður framlengt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í stað ferðatakmarkananna ætla þýsk stjórnvöld að taka upp ferðaráðgjöf sem verður uppfærð daglega í ljósi fjölda smitaðra í hverju ríki fyrir sig, að sögn Süddeutsche Zeitung. Þýsk stjórnvöld vara þó enn við ónauðsynlegum ferðalögum til Bretlands á meðan krafa um fjórtán daga sóttkví er í gildi þar. Íslensk stjórnvöld hyggjast aflétta takmörkunum á ferðalög 15. júní sömuleiðis. Þá verður ferðamönnum boðið upp á að velja frekar að gangast undir skimun eða framvísa vottorði frá heimalandi sínu í stað þess að þurfa að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira