Lögregluþjónninn bróðir Elliða kallaður svín, morðingi og ógeð Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2020 08:39 Elliði og Svavar Vignissynir hafa heldur betur staðið í ströngu á samfélagsmiðlinum Facebook í vikunni. Svavar Vignisson lögreglumaður í Vestmannaeyjum hefur séð sig knúinn til að ávarpa sérstaklega þá sem hafa að undanförnu farið um hann ófögrum orðum: „Sæl verið þið. Svavar Vignisson heiti ég og er lögreglumaður og bróðir Elliða (eins og kannski flestir vita í eyjum ). Facebook status með mynd af mér hefur farið eins og eldur um sinu undanfarna daga ( ef ég hefði vitað það hefði ég verið á innsoginu ) og hef ég verið kallaður ýmsum frekar ljótum nöfnum allt frá því að fólki verði óglatt af henni, svín, morðingi ofl. Ég tek því ekki persónulega, grunar að það snúi að starfi mínu frekar en mér,“ skrifar Svavar á Facebooksíðu sína. Færsla hans hefur vakið mikla athygli. Forsaga málsins er sú að Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi birti í vikunni afar umdeilda stutta Facebookfærslu þar sem hann þótti, að mati margra, vera með afar hæpinn og ósmekklegan samanburð: „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings. Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur“ Elliði fær það óþvegið Þarna blandar Elliði saman frétt sem vakti mikla athygli og segir af því að lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi sínu og svo mótmælum í Bandaríkjum þar sem morðinu á George Floyd hefur verið mótmælt. Svo er gengið fram af fólki að víða hefur soðið uppúr. Með færslunni birti Ellið mynd af bróður sínu Svavari, sem eins og áður sagði, starfar sem lögreglumaður. Orð Elliða féllu í grýttan jarðveg svo vægt sé til orða tekið. Fyrst til að taka til máls í athugasemd var Heiða B. Heiðars fyrrverandi auglýsingastjóri Stundarinnar: „Þú ættir að eyða þessu í einum hvelli. Þetta er það vandræðalegasta sem nokkur manneskja hefur sett á facebook. Þú hlýtur að geta komið þessum skilaboðum áleiðis á smekklegri hátt.“ Þessi orð Heiðu fengu vel á 400 læk, eins og það heitir og þykir mikið. Í kjölfarið fylgdi strollan sem fordæmdi Elliða og voru lögreglunni ekki vandaðar kveðjurnar. Aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi Svavar gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni: „Mér þykir hins vegar sárt að sjá það viðhorf sem kemur fram í mörgum „komentum“ á þræði Elliða. Þau skýra ef til vill að einhverju leiti starfsumhverfi okkar. Ég hef unnið margskonar störf í gegnum tíðina. Man ekki áður til að vera kallaður „svín“, „morðingi“, „ógeð“ og margt sambærilegt eins og sumir gera,“ segir Svavar meðal annars í pistli sínum. Svavar bendir jafnframt á að lögreglumenn vinni oft erfiða vinnu en hann vilji ekki kvarta undan því. Hann telur sig og kollega sína geta gert betur. En staðreyndin sé hins vegar sú, eins og fram kom í athugasemd Elliða, að lögreglumenn hér á landi verði oft fyrir ofbeldi. Það er aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi, sama hver gerandinn er og sama hver þolandinn er. Lögreglan Samfélagsmiðlar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. 31. maí 2020 18:55 George Floyd hafði greinst með Covid-19 Í krufningaskýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða George Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. 4. júní 2020 07:47 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Svavar Vignisson lögreglumaður í Vestmannaeyjum hefur séð sig knúinn til að ávarpa sérstaklega þá sem hafa að undanförnu farið um hann ófögrum orðum: „Sæl verið þið. Svavar Vignisson heiti ég og er lögreglumaður og bróðir Elliða (eins og kannski flestir vita í eyjum ). Facebook status með mynd af mér hefur farið eins og eldur um sinu undanfarna daga ( ef ég hefði vitað það hefði ég verið á innsoginu ) og hef ég verið kallaður ýmsum frekar ljótum nöfnum allt frá því að fólki verði óglatt af henni, svín, morðingi ofl. Ég tek því ekki persónulega, grunar að það snúi að starfi mínu frekar en mér,“ skrifar Svavar á Facebooksíðu sína. Færsla hans hefur vakið mikla athygli. Forsaga málsins er sú að Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi birti í vikunni afar umdeilda stutta Facebookfærslu þar sem hann þótti, að mati margra, vera með afar hæpinn og ósmekklegan samanburð: „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings. Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur“ Elliði fær það óþvegið Þarna blandar Elliði saman frétt sem vakti mikla athygli og segir af því að lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi sínu og svo mótmælum í Bandaríkjum þar sem morðinu á George Floyd hefur verið mótmælt. Svo er gengið fram af fólki að víða hefur soðið uppúr. Með færslunni birti Ellið mynd af bróður sínu Svavari, sem eins og áður sagði, starfar sem lögreglumaður. Orð Elliða féllu í grýttan jarðveg svo vægt sé til orða tekið. Fyrst til að taka til máls í athugasemd var Heiða B. Heiðars fyrrverandi auglýsingastjóri Stundarinnar: „Þú ættir að eyða þessu í einum hvelli. Þetta er það vandræðalegasta sem nokkur manneskja hefur sett á facebook. Þú hlýtur að geta komið þessum skilaboðum áleiðis á smekklegri hátt.“ Þessi orð Heiðu fengu vel á 400 læk, eins og það heitir og þykir mikið. Í kjölfarið fylgdi strollan sem fordæmdi Elliða og voru lögreglunni ekki vandaðar kveðjurnar. Aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi Svavar gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni: „Mér þykir hins vegar sárt að sjá það viðhorf sem kemur fram í mörgum „komentum“ á þræði Elliða. Þau skýra ef til vill að einhverju leiti starfsumhverfi okkar. Ég hef unnið margskonar störf í gegnum tíðina. Man ekki áður til að vera kallaður „svín“, „morðingi“, „ógeð“ og margt sambærilegt eins og sumir gera,“ segir Svavar meðal annars í pistli sínum. Svavar bendir jafnframt á að lögreglumenn vinni oft erfiða vinnu en hann vilji ekki kvarta undan því. Hann telur sig og kollega sína geta gert betur. En staðreyndin sé hins vegar sú, eins og fram kom í athugasemd Elliða, að lögreglumenn hér á landi verði oft fyrir ofbeldi. Það er aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi, sama hver gerandinn er og sama hver þolandinn er.
Lögreglan Samfélagsmiðlar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. 31. maí 2020 18:55 George Floyd hafði greinst með Covid-19 Í krufningaskýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða George Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. 4. júní 2020 07:47 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. 31. maí 2020 18:55
George Floyd hafði greinst með Covid-19 Í krufningaskýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða George Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. 4. júní 2020 07:47
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39