Lufthansa flýgur til Íslands á ný Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 15:04 Lufthansa mun bjóða upp á flug þrisvar í viku. Vísir/Getty Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. Þetta kemur fram í svari svæðisstjóra félagsins við fyrirspurn Túrista sem greinir frá. Félagið mun fljúga til Íslands frá Frankfurt tvisvar í viku og þá verður eitt flug í hverri viku frá Munchen. Ekki liggur fyrir hvaða daga verði flogið en í fyrstu verður flug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum. Lufthansa tilkynnti nýlega áfangastaði sem yrðu settir í forgang en Ísland var ekki á meðal þeirra. Þó flaug félagið til Íslands fyrir kórónuveirufaraldurinn frá Frankfurt og bauð upp á flug frá Munchen yfir sumarið. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á rekstur félagsins. Í lok aprílmánaðar gaf félagið út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. Þetta kemur fram í svari svæðisstjóra félagsins við fyrirspurn Túrista sem greinir frá. Félagið mun fljúga til Íslands frá Frankfurt tvisvar í viku og þá verður eitt flug í hverri viku frá Munchen. Ekki liggur fyrir hvaða daga verði flogið en í fyrstu verður flug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum. Lufthansa tilkynnti nýlega áfangastaði sem yrðu settir í forgang en Ísland var ekki á meðal þeirra. Þó flaug félagið til Íslands fyrir kórónuveirufaraldurinn frá Frankfurt og bauð upp á flug frá Munchen yfir sumarið. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á rekstur félagsins. Í lok aprílmánaðar gaf félagið út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira