Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. júní 2020 09:00 Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdarstjóri Krafts Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Á næstu dögum fer af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein hér á Vísi og á öllum helstu streimisveitum. Það er stuðningsfélagið Kraftur sem stendur á bak við þetta áhugaverða verkefni. Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts segir að í hlaðvarpinu verði talað hispurslaust á mannamáli um málefni sem oft er erfitt að ræða. „Við höfum verið að miðla fræðslu á jafningjagrundvelli með sögum fólks í þessari stöðu,“ segir Hulda. Kraftur hefur opnað umræður eins og að deita eftir makamissi, kynlíf og krabbamein og fleira þess háttar. Eins og kom fram á Vísi í vikunni mun Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir vera þáttastjórnandi af þessu sinni, en þetta er önnur þáttaröðin af þessu hlaðvarpi. „Það er alveg ótrúlega gaman að vera í samstarfi við hana varðandi það,“ segir Hulda. Í þáttunum fá hlustendur að fá að heyra sjónarhorn reynslubolta og einnig sérfræðinga. Hulda segir að það væri til dæmis gaman að fá að ræða bæði við konu sem hefur farið í brjóstnám vegna brca gensins og svo ráðgjafa frá erfðaráðgjöf. Vildi veita stuðning í verki „Þættirnir eru í þeim takti að við höfum verið að leita eftir því og hlusta á hvar er þörf á umræðu. Þættirnir eru svolítið að endurspegla hvar er þörf á umræðu,“ segir Hulda. Hún segir að hlaðvarpið sé einnig fullkomið tækifæri til þess að ná til ungs fólks og í því felist mikil fræðslutækifæri. „Að gera það með opnu samtali frekar en að segja hvað má og hvað má ekki, hvað er að valda krabbameini og hvað ekki og svo framvegis.“ Í dag fór Hulda af stað í áheitagönguna LífsKraftur þar sem hópur kvenna ætlar að fara þvert yfir Vatnajökul á tíu dögum og safna áheitum fyrir stuðningsfélagið Kraft og Líf styrktarfélag. Hulda segir að hún hafi fyrst komið inn í skipulagninguna sem fulltrúi Krafts. „Ég kem inn í þetta fyrir rúmu ári þegar var verið að skipuleggja þetta. Síðan var mér boðið að taka þátt í þessu verkefni, að ganga þvert yfir Vatnajökul. Ég steig í fyrsta skipti á gönguskíði síðustu áramót,“ segir Hulda og hlær. „En ég hreyfst að þessu verkefni með Sirrý, hún er bara mögnuð manneskja. Mig langaði að veita henni stuðning í verki með því að labba með henni yfir. Slagorð félagsins er Lífið er núna og mér fannst ég þurfa að fylgja því. Ég keypti mér gönguskíði og er búin að vera á fullu að æfa mig.“ Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdarstjóri KraftsFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sá alltaf fyrir sér fjall Hópurinn hefur æft sig í fjallgöngum og á gönguskíðum síðasta ár og farið í æfingaferðir þar sem gist var í kulda og snjó í appelsínugulri viðvörun. „Þetta er búið að vera töluverð áskorun, það kom mér á óvart hvað mér fannst þetta skemmtilegt allt þetta bras.“ Hulda er þakklát fyrir tækifærið til að taka þátt í söfnun sem þessari, af því að hún veit vel hversu mikilvægar þær eru fyrir samtök eins og Kraft. „Ég veit hvað skiptir miklu máli þegar fólk tekur sig saman og gefur til svona félags, við erum alfarið til vegna velvilja fólks og fyrirtækja í landinu. Þannig getur félagið hjálpað ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum.“ Hún segir að það sé mikill heiður að fá að taka þátt í þessu. „Sérstaklega af því að ég þekki það að eigin raun hvernig það er að missa heilsuna og hafa ekki þrek eða þol til að stunda hreyfingu og útiveru.“ Hulda sigraðist sjálf á krabbameini, líkt og Sirrý sem var forsprakkinn af þessu verkefni. Auk þeirra eru tvær í viðbót í hópnum sem hafa gengið í gegnum það sama. Hulda segir að það sé frábært og alls ekki sjálfsagt að hafa heilsu til að fara út að hlaupa eða labba, eitthvað sem hún gat ekki gert í veikindunum en getur gert í dag. „Mér finnst ég þurfi líka að heiðra það með því að fara í þennan leiðangur.“ Hulda er klár í 10 daga ferð þar sem hópurinn ætlar að þvera Vatnajökul.Aðsend mynd Á meðan Hulda var í krabbameinsmeðferð notaði hún alltaf myndlíkinguna að hún væri að fara upp á fjall. „Maður getur hrasað og maður getur meitt sig, margt gerst á leiðinni en markmiðið var alltaf að komast á toppinn þegar ég væri búin. Fyrir mig sjálfa fannst mér svo magnað, 17 árum seinna, að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall, ekki bara í huganum heldur í raunveruleikanum. Það hefur mikla merkingu fyrir mig.“ Áður en Hulda ákvað að fara með í þennan leiðangur hafði hún ekki farið í margar stórar fjallgöngur, en hafði þó aðeins verið að ganga út í náttúrunni og hafði einnig gengið upp Esjuna. Hulda vonar að sem flestir sjái boðskap Sirrýjar, að það er öllum fært að taka skrefið og labba af stað, finna sinn lífskraft, hvort sem það er að fara út í göngu í hverfinu sínu eða að fara upp á fjall. Hulda bendir á að hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook síðum Lífskrafts. Hluti hópsins við brottför frá Reykjavík í gær.Gangan þeirra hófst svo snemma í morgun.Vísir/Einar Leiðangursstjórar eru Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður. Snjódrífurnar skipa auk þeirra Vilborgar og Brynhildar þær Hulda Hjálmarsdóttir, Sirrý Ágústsdóttir, Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. Verndari göngunnar er afi Sirrýar, Gunnar Þórðarson á Borg í Arnarfirði og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og yfirmaður Almannavarna. Hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann “LIF1000” fyrir 1.000 kr. Sendið textannLIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textannLIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textannLIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikninginn 1161-26-9900, kennitala 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Rætt var við Sirrý áður en hópurinn fór frá Reykjavík í gær og má sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Lífskraftur Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 „Dýrmætt fyrir okkur hin að heyra þessar sögur“ Á næstu dögum fer af stað á Vísi hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir segir að allir hafi gott af því að heyra af því hvað annað fólk er að ganga í gegnum. 5. júní 2020 07:00 Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6. júní 2020 21:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Á næstu dögum fer af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein hér á Vísi og á öllum helstu streimisveitum. Það er stuðningsfélagið Kraftur sem stendur á bak við þetta áhugaverða verkefni. Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts segir að í hlaðvarpinu verði talað hispurslaust á mannamáli um málefni sem oft er erfitt að ræða. „Við höfum verið að miðla fræðslu á jafningjagrundvelli með sögum fólks í þessari stöðu,“ segir Hulda. Kraftur hefur opnað umræður eins og að deita eftir makamissi, kynlíf og krabbamein og fleira þess háttar. Eins og kom fram á Vísi í vikunni mun Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir vera þáttastjórnandi af þessu sinni, en þetta er önnur þáttaröðin af þessu hlaðvarpi. „Það er alveg ótrúlega gaman að vera í samstarfi við hana varðandi það,“ segir Hulda. Í þáttunum fá hlustendur að fá að heyra sjónarhorn reynslubolta og einnig sérfræðinga. Hulda segir að það væri til dæmis gaman að fá að ræða bæði við konu sem hefur farið í brjóstnám vegna brca gensins og svo ráðgjafa frá erfðaráðgjöf. Vildi veita stuðning í verki „Þættirnir eru í þeim takti að við höfum verið að leita eftir því og hlusta á hvar er þörf á umræðu. Þættirnir eru svolítið að endurspegla hvar er þörf á umræðu,“ segir Hulda. Hún segir að hlaðvarpið sé einnig fullkomið tækifæri til þess að ná til ungs fólks og í því felist mikil fræðslutækifæri. „Að gera það með opnu samtali frekar en að segja hvað má og hvað má ekki, hvað er að valda krabbameini og hvað ekki og svo framvegis.“ Í dag fór Hulda af stað í áheitagönguna LífsKraftur þar sem hópur kvenna ætlar að fara þvert yfir Vatnajökul á tíu dögum og safna áheitum fyrir stuðningsfélagið Kraft og Líf styrktarfélag. Hulda segir að hún hafi fyrst komið inn í skipulagninguna sem fulltrúi Krafts. „Ég kem inn í þetta fyrir rúmu ári þegar var verið að skipuleggja þetta. Síðan var mér boðið að taka þátt í þessu verkefni, að ganga þvert yfir Vatnajökul. Ég steig í fyrsta skipti á gönguskíði síðustu áramót,“ segir Hulda og hlær. „En ég hreyfst að þessu verkefni með Sirrý, hún er bara mögnuð manneskja. Mig langaði að veita henni stuðning í verki með því að labba með henni yfir. Slagorð félagsins er Lífið er núna og mér fannst ég þurfa að fylgja því. Ég keypti mér gönguskíði og er búin að vera á fullu að æfa mig.“ Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdarstjóri KraftsFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sá alltaf fyrir sér fjall Hópurinn hefur æft sig í fjallgöngum og á gönguskíðum síðasta ár og farið í æfingaferðir þar sem gist var í kulda og snjó í appelsínugulri viðvörun. „Þetta er búið að vera töluverð áskorun, það kom mér á óvart hvað mér fannst þetta skemmtilegt allt þetta bras.“ Hulda er þakklát fyrir tækifærið til að taka þátt í söfnun sem þessari, af því að hún veit vel hversu mikilvægar þær eru fyrir samtök eins og Kraft. „Ég veit hvað skiptir miklu máli þegar fólk tekur sig saman og gefur til svona félags, við erum alfarið til vegna velvilja fólks og fyrirtækja í landinu. Þannig getur félagið hjálpað ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum.“ Hún segir að það sé mikill heiður að fá að taka þátt í þessu. „Sérstaklega af því að ég þekki það að eigin raun hvernig það er að missa heilsuna og hafa ekki þrek eða þol til að stunda hreyfingu og útiveru.“ Hulda sigraðist sjálf á krabbameini, líkt og Sirrý sem var forsprakkinn af þessu verkefni. Auk þeirra eru tvær í viðbót í hópnum sem hafa gengið í gegnum það sama. Hulda segir að það sé frábært og alls ekki sjálfsagt að hafa heilsu til að fara út að hlaupa eða labba, eitthvað sem hún gat ekki gert í veikindunum en getur gert í dag. „Mér finnst ég þurfi líka að heiðra það með því að fara í þennan leiðangur.“ Hulda er klár í 10 daga ferð þar sem hópurinn ætlar að þvera Vatnajökul.Aðsend mynd Á meðan Hulda var í krabbameinsmeðferð notaði hún alltaf myndlíkinguna að hún væri að fara upp á fjall. „Maður getur hrasað og maður getur meitt sig, margt gerst á leiðinni en markmiðið var alltaf að komast á toppinn þegar ég væri búin. Fyrir mig sjálfa fannst mér svo magnað, 17 árum seinna, að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall, ekki bara í huganum heldur í raunveruleikanum. Það hefur mikla merkingu fyrir mig.“ Áður en Hulda ákvað að fara með í þennan leiðangur hafði hún ekki farið í margar stórar fjallgöngur, en hafði þó aðeins verið að ganga út í náttúrunni og hafði einnig gengið upp Esjuna. Hulda vonar að sem flestir sjái boðskap Sirrýjar, að það er öllum fært að taka skrefið og labba af stað, finna sinn lífskraft, hvort sem það er að fara út í göngu í hverfinu sínu eða að fara upp á fjall. Hulda bendir á að hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook síðum Lífskrafts. Hluti hópsins við brottför frá Reykjavík í gær.Gangan þeirra hófst svo snemma í morgun.Vísir/Einar Leiðangursstjórar eru Vilborg Arna Gissurardóttir pól- og Everestfari og Brynhildur Ólafsdóttir Landvættaþjálfari og þrautreyndur fjallaleiðsögumaður. Snjódrífurnar skipa auk þeirra Vilborgar og Brynhildar þær Hulda Hjálmarsdóttir, Sirrý Ágústsdóttir, Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. Verndari göngunnar er afi Sirrýar, Gunnar Þórðarson á Borg í Arnarfirði og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og yfirmaður Almannavarna. Hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann “LIF1000” fyrir 1.000 kr. Sendið textannLIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textannLIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textannLIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikninginn 1161-26-9900, kennitala 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Rætt var við Sirrý áður en hópurinn fór frá Reykjavík í gær og má sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Lífskraftur Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 „Dýrmætt fyrir okkur hin að heyra þessar sögur“ Á næstu dögum fer af stað á Vísi hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir segir að allir hafi gott af því að heyra af því hvað annað fólk er að ganga í gegnum. 5. júní 2020 07:00 Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6. júní 2020 21:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00
Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20
„Dýrmætt fyrir okkur hin að heyra þessar sögur“ Á næstu dögum fer af stað á Vísi hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir segir að allir hafi gott af því að heyra af því hvað annað fólk er að ganga í gegnum. 5. júní 2020 07:00
Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6. júní 2020 21:00