Ríkið: „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:00 Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins Vísir/Vilhelm „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða hvort sem er,“ segir Guðrún Ingarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, FSR, aðspurð um það hvort kórónufaraldurinn sé að breyta vinnustöðum hins opinbera. „Frelsi og sveigjanleiki skrifstofufólks til að sinna vinnu sinni hefur verið að aukast,“ segir Guðrún og bætir við „Við sjáum til dæmis í stórum verkefnum sem við erum að vinna að fermetraþörf starfsfólks er að minnka og krafan um sveigjanleika að aukast.“ Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um hið nýja ,,norm“ vinnustaða: Í hverju felst það, hvað hefur breyst og hvað mun breytast til frambúðar í kjölfar kórónufaraldurs? Í þessari þriðju grein af þremur í greinaröð dagsins er rætt við Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra FSR en stofnunin hefur umsjón með uppbyggingu húsakosts fyrir flestar ríkisstofnanir auk þess sem ofanflóðaframkvæmdir um land allt heyra undir stofnunina. Meðal þess sem heyrir til starfssviðs FSR er skrifstofuhúsnæði ríkisstofnana. Er það ýmist í eigu ríkisins eða leiguhúsnæði. Þá greinir FSR þarfir ríkisstofnana í samstarfi við þær sjálfar og fagráðuneyti, hefur umsjón með hönnun og framkvæmdum á endurbótum húsnæðis og uppbyggingu nýs húsnæðis. Fjar-töflufundir hið nýja norm „Á okkar vinnustað kom upp smit um miðjan mars,“ segir Guðrún og í kjölfarið þurfti starfsfólk að hafa hraðar hendur því smitið olli því að allt starfsfólk fór heim að vinna. „Starfsfólk sýndi mikinn sveigjanleika og starfsemin hélt áfram nánast hnökralaust. Það hjálpaði að við höfum verið að taka upp stafræna verkferla, en kófið flýtti þessu ferli mjög mikið,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar breyttist fundarformið verulega Stafrænir fjar-töflufundir urðu normið á einni viku og margt starfsfólk hefur haft á orði að þessir fundir séu hnitmiðaðri og gagnlegri en fundir þar sem allir koma saman í eitt rými,“ segir Guðrún og bætir við „Þegar við opnuðum svo skrifstofurnar aftur var stór hluti starfsfólks sem kaus að vera að hluta áfram heima, og nýta þannig aukinn sveigjanleika sem tæknin býður upp á.“ Guðrún segir að þessi velgengni fjarvinnu hjá FSR hafi leitt til þess að nú sé verið að marka stefnu innan stofnunarinnar sem miðar við auka frelsi starfsfólks til að vinna að heiman. Færri fermetrar, minna pláss Þá segir Guðrún að fyrir tíma kórónufaraldurs hafi stafræn þróun verið byrjuð að breyta vinnustöðum hins opinbera verulega. „Ör þróun tækninnar hefur haft í för með sér nánast algera útrýmingu möppudýrsins í ríkisstofnunum. Það heyrir nú til undantekninga að starfsmenn þurfi að handleika mikið magn pappírs, svo að hillumetrar af EGLA eða LEITZ möppum sjást ekki víða núorðið,“ segir Guðrún. Að hennar sögn hefur fartölvu- og snjallsímavæðingin líka aukið svigrúm fólks og sveigjanleika og saman veldur þetta því plássið sem fólk þarf í vinnunni er minna þó starfsmenn hafi í raun val um fjölbreyttari aðstöðu en áður var. „Það er svo aukabónus hvað þetta er jákvæð þróun út frá umhverfissjónarmiðum,“ segir Guðrún. Fyrir hið opinbera þýðir þessi þróun líka að verulega sparast í fermetraplássi Þannig eru til dæmis Skatturinn og Skattrannsóknarstjóri að flytja úr 15 þúsund fermetrum og leita að 9.800 fermetrum, þrátt fyrir að starfsfólki muni fyrirsjáanlega fjölga og fjölbreytni aðstöðu starfsmanna stofnananna muni aukast,“ nefnir Guðrún að lokum sem dæmi. Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða hvort sem er,“ segir Guðrún Ingarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, FSR, aðspurð um það hvort kórónufaraldurinn sé að breyta vinnustöðum hins opinbera. „Frelsi og sveigjanleiki skrifstofufólks til að sinna vinnu sinni hefur verið að aukast,“ segir Guðrún og bætir við „Við sjáum til dæmis í stórum verkefnum sem við erum að vinna að fermetraþörf starfsfólks er að minnka og krafan um sveigjanleika að aukast.“ Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um hið nýja ,,norm“ vinnustaða: Í hverju felst það, hvað hefur breyst og hvað mun breytast til frambúðar í kjölfar kórónufaraldurs? Í þessari þriðju grein af þremur í greinaröð dagsins er rætt við Guðrúnu Ingvarsdóttur forstjóra FSR en stofnunin hefur umsjón með uppbyggingu húsakosts fyrir flestar ríkisstofnanir auk þess sem ofanflóðaframkvæmdir um land allt heyra undir stofnunina. Meðal þess sem heyrir til starfssviðs FSR er skrifstofuhúsnæði ríkisstofnana. Er það ýmist í eigu ríkisins eða leiguhúsnæði. Þá greinir FSR þarfir ríkisstofnana í samstarfi við þær sjálfar og fagráðuneyti, hefur umsjón með hönnun og framkvæmdum á endurbótum húsnæðis og uppbyggingu nýs húsnæðis. Fjar-töflufundir hið nýja norm „Á okkar vinnustað kom upp smit um miðjan mars,“ segir Guðrún og í kjölfarið þurfti starfsfólk að hafa hraðar hendur því smitið olli því að allt starfsfólk fór heim að vinna. „Starfsfólk sýndi mikinn sveigjanleika og starfsemin hélt áfram nánast hnökralaust. Það hjálpaði að við höfum verið að taka upp stafræna verkferla, en kófið flýtti þessu ferli mjög mikið,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar breyttist fundarformið verulega Stafrænir fjar-töflufundir urðu normið á einni viku og margt starfsfólk hefur haft á orði að þessir fundir séu hnitmiðaðri og gagnlegri en fundir þar sem allir koma saman í eitt rými,“ segir Guðrún og bætir við „Þegar við opnuðum svo skrifstofurnar aftur var stór hluti starfsfólks sem kaus að vera að hluta áfram heima, og nýta þannig aukinn sveigjanleika sem tæknin býður upp á.“ Guðrún segir að þessi velgengni fjarvinnu hjá FSR hafi leitt til þess að nú sé verið að marka stefnu innan stofnunarinnar sem miðar við auka frelsi starfsfólks til að vinna að heiman. Færri fermetrar, minna pláss Þá segir Guðrún að fyrir tíma kórónufaraldurs hafi stafræn þróun verið byrjuð að breyta vinnustöðum hins opinbera verulega. „Ör þróun tækninnar hefur haft í för með sér nánast algera útrýmingu möppudýrsins í ríkisstofnunum. Það heyrir nú til undantekninga að starfsmenn þurfi að handleika mikið magn pappírs, svo að hillumetrar af EGLA eða LEITZ möppum sjást ekki víða núorðið,“ segir Guðrún. Að hennar sögn hefur fartölvu- og snjallsímavæðingin líka aukið svigrúm fólks og sveigjanleika og saman veldur þetta því plássið sem fólk þarf í vinnunni er minna þó starfsmenn hafi í raun val um fjölbreyttari aðstöðu en áður var. „Það er svo aukabónus hvað þetta er jákvæð þróun út frá umhverfissjónarmiðum,“ segir Guðrún. Fyrir hið opinbera þýðir þessi þróun líka að verulega sparast í fermetraplássi Þannig eru til dæmis Skatturinn og Skattrannsóknarstjóri að flytja úr 15 þúsund fermetrum og leita að 9.800 fermetrum, þrátt fyrir að starfsfólki muni fyrirsjáanlega fjölga og fjölbreytni aðstöðu starfsmanna stofnananna muni aukast,“ nefnir Guðrún að lokum sem dæmi.
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira