Tæplega 800 milljónir til UNICEF á síðasta ári Heimsljós 12. júní 2020 13:21 UNICEF Framlög utanríkisráðuneytisins til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) námu 787 milljónum króna á síðasta ári en UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands ásamt Alþjóðabankanum, UN Women og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). „Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndar styktaraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mjög mikils stuðnings miðað við höfðatölu,“ segir í nýrri ársskýrslu landsnefndar UNICEF. Kjarnaframlögin námu tæplega 130 milljónum króna en slík framlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og hjálpa UNCEF að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki í kastljósi fjölmiðla og umheimsins. „Við færum íslenskum yfirvöldum hugheilar þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af stuðningnum,“ segir í ársskýrslu UNICEF. „Fyrir utan hin mikilvægu kjarnaframlög, styður Ísland ýmis verkefni UNICEF víða um heim. Íslenska ríkið styður rausnarlega við mikilvæg vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í Síerra Leóne og Líberíu. Verkefnin snúa bæði að stórum hluta að því að auka verðmæti og gæði fiskafurða og bæta lífsviðurværi þeirra sem í starfa í fiskverkun, en konur eru þar í miklum meirihluta. Styrkur til Síerra Leóne nam rúmum 258 milljónum og til Líberíu um 116 milljónum króna. UNICEF og UNFPA eru í framlínu þeirra sem bregðast við COVID-19 faraldrinum og mun UNICEF leggja fram beiðni um að nýta hluta framlagsins í COVID-19 tengd verkefni,“ segir í skýrslunni. Utanríkisráðuneytið studdi einnig við þróunar- og mannúðarverkefni í flóttamannabyggðum UNICEF í Úganda um tæpar 95 milljónir króna. Verkefnið nær til yfir 12 þúsund íbúa, bæði flóttamanna og heimamanna og snýr að uppbyggingu vatns- og salernismála. Ráðuneytið studdi einnig við verkefni í Síerra Leóne um rúmar 37 milljónir sem snýr að því að sporna við brottfalli stúlkna úr skólum og bæta hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á blæðingum. Þá styrkti ráðuneytið einnig við verkefni UNICEF í Palestínu á sviði heilbrigðismála um 20 milljónir króna og verkefni UNICEF í Sýrlandi um tæplega 27 milljónir króna. „Til viðbótar við ofantalinn fjárstuðning hafa íslenskt stjórnvöld verið drjúgur bandamaður UNICEF við réttindavörslu barna og þátttöku barna á alþjóðavettvangi og er það afar þakkarvert,“ segir í ársskýrslu UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent
Framlög utanríkisráðuneytisins til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) námu 787 milljónum króna á síðasta ári en UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands ásamt Alþjóðabankanum, UN Women og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). „Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndar styktaraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mjög mikils stuðnings miðað við höfðatölu,“ segir í nýrri ársskýrslu landsnefndar UNICEF. Kjarnaframlögin námu tæplega 130 milljónum króna en slík framlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og hjálpa UNCEF að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki í kastljósi fjölmiðla og umheimsins. „Við færum íslenskum yfirvöldum hugheilar þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af stuðningnum,“ segir í ársskýrslu UNICEF. „Fyrir utan hin mikilvægu kjarnaframlög, styður Ísland ýmis verkefni UNICEF víða um heim. Íslenska ríkið styður rausnarlega við mikilvæg vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í Síerra Leóne og Líberíu. Verkefnin snúa bæði að stórum hluta að því að auka verðmæti og gæði fiskafurða og bæta lífsviðurværi þeirra sem í starfa í fiskverkun, en konur eru þar í miklum meirihluta. Styrkur til Síerra Leóne nam rúmum 258 milljónum og til Líberíu um 116 milljónum króna. UNICEF og UNFPA eru í framlínu þeirra sem bregðast við COVID-19 faraldrinum og mun UNICEF leggja fram beiðni um að nýta hluta framlagsins í COVID-19 tengd verkefni,“ segir í skýrslunni. Utanríkisráðuneytið studdi einnig við þróunar- og mannúðarverkefni í flóttamannabyggðum UNICEF í Úganda um tæpar 95 milljónir króna. Verkefnið nær til yfir 12 þúsund íbúa, bæði flóttamanna og heimamanna og snýr að uppbyggingu vatns- og salernismála. Ráðuneytið studdi einnig við verkefni í Síerra Leóne um rúmar 37 milljónir sem snýr að því að sporna við brottfalli stúlkna úr skólum og bæta hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á blæðingum. Þá styrkti ráðuneytið einnig við verkefni UNICEF í Palestínu á sviði heilbrigðismála um 20 milljónir króna og verkefni UNICEF í Sýrlandi um tæplega 27 milljónir króna. „Til viðbótar við ofantalinn fjárstuðning hafa íslenskt stjórnvöld verið drjúgur bandamaður UNICEF við réttindavörslu barna og þátttöku barna á alþjóðavettvangi og er það afar þakkarvert,“ segir í ársskýrslu UNICEF. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent