Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 14:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra við athöfnina í dag. Vísir/MHH Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. Til marks um það draga goshverir um heim allan heiti sitt af Geysi auk þess sem hverahrúður er iðulega kallað „geyserite“. Fjölmargir hverir og laugar eru á friðlýsta svæðinu - goshverir og leirhverir sem og leirugir vatnshverir. Eru goshverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir en meðal annarra hvera má nefna Blesa, Sóða, Litla Geysi, Litla Strokk, Vigdísarhver, Háahver, Sísjóðanda og Óþerrisholu. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði. „Það er fátt meira viðeigandi en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið á þjóðhátíðardaginn sjálfan,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Geysir, Strokkur og svæðið í heild sinni er sennilega langþekktasta náttúruundur landsins og hefur gríðarlegt aðdráttarafl. Svæðið er líka órjúfanlegur hluti af ímynd Íslands sem lands náttúru, sögu og menningar. Þar sem Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði Jarðar tel ég friðlýsingu þess vera heimsviðburð og Íslendingar mega vera stoltir af því að taka þá ákvörðun að vernda svæðið fyrir núverandi og komandi kynslóðir, allsstaðar í heiminum.“ Með undirrituninni í dag er Geysir innan marka jarðarinnar Laugar friðlýstur sem náttúruvætti. Markmiðið er að stuðla að varðveislu sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands- og heimsmælikvarða. Með friðlýsingunni er stuðlað að því að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækja svæðið heim á ári hverju. Þá er einnig stuðlað að endurheimt náttúrufars á svæðinu sem raskað hefur verið og það fært til fyrra horfs eins og unnt er. Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 17. júní Bláskógabyggð Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. Til marks um það draga goshverir um heim allan heiti sitt af Geysi auk þess sem hverahrúður er iðulega kallað „geyserite“. Fjölmargir hverir og laugar eru á friðlýsta svæðinu - goshverir og leirhverir sem og leirugir vatnshverir. Eru goshverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir en meðal annarra hvera má nefna Blesa, Sóða, Litla Geysi, Litla Strokk, Vigdísarhver, Háahver, Sísjóðanda og Óþerrisholu. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði. „Það er fátt meira viðeigandi en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið á þjóðhátíðardaginn sjálfan,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Geysir, Strokkur og svæðið í heild sinni er sennilega langþekktasta náttúruundur landsins og hefur gríðarlegt aðdráttarafl. Svæðið er líka órjúfanlegur hluti af ímynd Íslands sem lands náttúru, sögu og menningar. Þar sem Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði Jarðar tel ég friðlýsingu þess vera heimsviðburð og Íslendingar mega vera stoltir af því að taka þá ákvörðun að vernda svæðið fyrir núverandi og komandi kynslóðir, allsstaðar í heiminum.“ Með undirrituninni í dag er Geysir innan marka jarðarinnar Laugar friðlýstur sem náttúruvætti. Markmiðið er að stuðla að varðveislu sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands- og heimsmælikvarða. Með friðlýsingunni er stuðlað að því að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækja svæðið heim á ári hverju. Þá er einnig stuðlað að endurheimt náttúrufars á svæðinu sem raskað hefur verið og það fært til fyrra horfs eins og unnt er.
Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 17. júní Bláskógabyggð Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira