KR-liðið minnir Hjörvar á San Antonio Spurs með Ginóbili, Duncan og Parker Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júní 2020 07:00 Hjörvar og Davíð Þór í settinu á mánudaginn. vísir/s2s Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að ólseigt lið KR í Pepsi Max-deild karla minni hann á San Antonio Spurs í kringum tímabilið 2014. Þeir neita að gefast upp og láta ekki umræðu spekinga hafa áhrif á sig. Staða KR var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið en þrátt fyrir að hafa orðið Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð með miklum yfirburðum voru þeir ekki efstir í spám allra fjölmiðla fyrir tímabilið. Hvernig getur það verið, var einfaldlega spurning Gumma Ben í Stúkunni á mánudagskvöldið. „Það er mjög sérstakt en umræðan er, eins og hún var í fyrra, að þeir séu með gamalt lið og núna eru þeir orðnir einu ári eldri Óskar, Pálmi og ég veit ekki hvað og hvað. Svo koma þeir í fyrsta leikinn og Óskar skorar fyrsta mark Íslandsmótsins,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Hjörvar Hafliðason tók við boltanum. „Mér finnst þetta frábær pæling. Við sem lifum og hrærumst í þessu vorum að spá fyrir mót. Í opinberri spá þá voru KR-ingar númer tvö en hjá okkur númer þrjú. Við höfðum rosalega trú á Val sem gátu ekkert í fyrra og voru einhverjum hundrað stigum á eftir KR.“ „Ég var að hugsa hvort að KR minnti mig á eitthvað lið og ég fór í NBA þegar ég fór að hugsa þetta. Svona San Antonio Spurs. Það voru allir að segja að þetta væru búið en samt voru þeir alltaf að harka þetta með Ginóbili, Parker og Tim Duncan. Þetta voru gæjar sem neituðu að gefast upp og neituðu að hætta.“ „Þeir eru bara með þessa svakalegu leikmenn í Pálma og Óskari. Þeir spila alla leiki og harðir. Þeir missa báða hafsentanna útaf og það skiptir engu máli. Valsmenn fá ekki færi allan seinni hálfleikinn og eru með markmann sem þeir rífu út. Hann var hættur og hann var rosalegur þarna í gær. Þeir eru ekkert að rembast við að láta hann gera eitthvað sem hann á ekki að vera gera. Þetta er svo mikið lið en við vanmetum þá alltaf.“ Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um KR Pepsi Max-deild karla KR NBA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að ólseigt lið KR í Pepsi Max-deild karla minni hann á San Antonio Spurs í kringum tímabilið 2014. Þeir neita að gefast upp og láta ekki umræðu spekinga hafa áhrif á sig. Staða KR var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið en þrátt fyrir að hafa orðið Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð með miklum yfirburðum voru þeir ekki efstir í spám allra fjölmiðla fyrir tímabilið. Hvernig getur það verið, var einfaldlega spurning Gumma Ben í Stúkunni á mánudagskvöldið. „Það er mjög sérstakt en umræðan er, eins og hún var í fyrra, að þeir séu með gamalt lið og núna eru þeir orðnir einu ári eldri Óskar, Pálmi og ég veit ekki hvað og hvað. Svo koma þeir í fyrsta leikinn og Óskar skorar fyrsta mark Íslandsmótsins,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Hjörvar Hafliðason tók við boltanum. „Mér finnst þetta frábær pæling. Við sem lifum og hrærumst í þessu vorum að spá fyrir mót. Í opinberri spá þá voru KR-ingar númer tvö en hjá okkur númer þrjú. Við höfðum rosalega trú á Val sem gátu ekkert í fyrra og voru einhverjum hundrað stigum á eftir KR.“ „Ég var að hugsa hvort að KR minnti mig á eitthvað lið og ég fór í NBA þegar ég fór að hugsa þetta. Svona San Antonio Spurs. Það voru allir að segja að þetta væru búið en samt voru þeir alltaf að harka þetta með Ginóbili, Parker og Tim Duncan. Þetta voru gæjar sem neituðu að gefast upp og neituðu að hætta.“ „Þeir eru bara með þessa svakalegu leikmenn í Pálma og Óskari. Þeir spila alla leiki og harðir. Þeir missa báða hafsentanna útaf og það skiptir engu máli. Valsmenn fá ekki færi allan seinni hálfleikinn og eru með markmann sem þeir rífu út. Hann var hættur og hann var rosalegur þarna í gær. Þeir eru ekkert að rembast við að láta hann gera eitthvað sem hann á ekki að vera gera. Þetta er svo mikið lið en við vanmetum þá alltaf.“ Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um KR
Pepsi Max-deild karla KR NBA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira