Mælir með því að fólk láti lúsmýbit vera Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 15:00 Yrsa segir að með klóri geti bakteríur borist í sárin. Vísir/Vilhelm Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.
Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira