Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. júní 2020 15:00 Hluti hópsins ásamt fulltrúum frá félögunum Líf og Krafti við heimkomuna á Reykjavíkurflugvelli. Mynd/LífsKraftur Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. Sirrý Ágústsdóttir sigraðist tvisvar á krabbameini þrátt fyrir að vera sagt að hún ætti aðeins eitt til þrjú ár eftir ólifuð. Hún fagnaði heilbrigði sínu með því að skipuleggja þennan einstaka kvennaleiðangur yfir jökulinn og safna í leiðinni fyrir málefni sem eru henni mikilvægt og aðstoðuðu hana í veikindunum. „Svona söfnun er ómetanleg fyrir LÍF og styður við það þarfa og mikilvæga starf sem félagið sinnir sem bakhjarl kvennadeildar Landspítala. Við erum því að rifna úr þakklæti. Söfnunarféð gerir okkur kleift að tryggja að konum, börnum og fjölskyldum þeirra séu búnar bestu hugsanlegu aðstæður,“ segir Ingrid Kuhlman formaður Lífs styrktarfélags í samtali við Vísi. „Þetta var ekkert annað en stórkostlegt afrek hjá Snjódrífunum og ég fylgdist með þeim af hrifningu, virðingu og aðdáun. Ég er óskaplega stolt af þessum kjarnakonum sem náðu að skrá sig á spjald sögunnar með eftirminnilegum hætti. Þær sýndu ótrúlega seiglu, jákvætt hugarfar, frábæra teymisvinnu og úthald. Þær eru frábærar fyrirmyndir fyrir okkur öll um að við getum ótrúlegustu hluti ef við bara ætlum okkur. Þær eru líka hvatning til okkar allra um að gefast aldrei upp. Það er sko lífskraftur í þessum konum.“ Sirrý faðmar fjölskyldu sína á flugvellinum eftir Vatnajökulsgönguna.Vísir/Vilhelm Hópurinn hefur safnað yfir fimm milljónum þegar þetta er skrifað og ekki er enn búið að loka fyrir söfnunina. „Söfnunin stóð í hátt í 5 milljónum síðast er ég heyrði upphæð nefnda en svo á eftir að gera upp símasöfnunina til viðbótar þannig að það er ljóst að hópurinn hefur safnað veglegu framlagi. Söfnuninni er ekki lokið því að Snjódrífurnar munu toppa á næsta ári þegar Sirrý Ágústsdóttir, upphafsmanneskja átaksins, býður 100 konum að ganga með sér upp á Kvennadalshnjúk (Hvannadalshnjúk), hæsta tind Íslands, í maí 2021. Það er framtíðarsýn okkar hjá LÍF að söfnunarféð fari í að útbúa margnota stofu sem myndi nýtast fyrir konur í krabbameinsmeðferð sem þurfa að fara í einangrun en einnig fyrir til dæmis deyjandi konur og aðstandendur þeirra.“ Ingrid segir að það hafi verið stórkostlegt að sjá hvað Sirrý og Snjódrífurnar náðu að hvetja aðra með sér. „Liður í Vatnajökulsgöngunni var að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi og hefur fólk alls staðar af landinu gengið með Snjódrífunum í sinni heimabyggð þá daga sem þær voru á göngu á jöklinum og deilt inn á síðuna Minn lífskraftur á Facebook. Margir sýndu stuðning í verki með því að ganga, hlaupa, synda, fara í fjallgöngur, á skíði og fleira. Það var einmitt markmiðið hjá Sirrý, að hvetja fólk til að finna sinn lífskraft.“ Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts ákvað að sýna stuðning í verki og fór sjálf með í leiðangurinn. „Svona einstaklingsframtak er ein aðalástæðan að Kraftur getur verið til staðar fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur,“ segir Hulda í samtali við Vísi. „Félagið er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og því er stuðningur sem þessi ómetanlegur fyrir félagið. Einnig er þetta einstaklingsframtak ótrúlega hvetjandi fyrir aðra og gefur fólki von um að ná bata og heilsu að nýju – sem skiptir ótrúlega miklu máli þegar maður stendur frammi fyrir því ungur að missa heilsuna.“ Hulda segir að hún sé full þakklætis fyrir allan stuðningin og ómetanleg framlög í kringum verkefnið. „Okkar hluti söfnunarfésins mun fara í okkar LífsKraftsverkefni, í bókina okkar LífsKraft – Fokk ég er með krabbamein - sem er bók með hagnýtum upplýsingum fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur. Bókin er gefin á öllum krabbameinsdeildum Landspítalans. Svo styrkfjárhæðin mun fara í að halda við bókina og efla fræðslustarfið hjá félaginu.“ Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir „Ég sá rosalega eftir að hafa spurt“ Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. 26. júní 2020 08:00 Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Bútaði niður Vatnajökul eins og veikindin Ellefu konur, flestar á fimmtugsaldri slógu met þegar þær þveruðu Vatnajökul á átta dögum. Þær kalla sig Snjódrífurnar og hafa nú þegar safnað um fimm milljónum króna fyrir félögin Kraft og Líf. 16. júní 2020 19:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. Sirrý Ágústsdóttir sigraðist tvisvar á krabbameini þrátt fyrir að vera sagt að hún ætti aðeins eitt til þrjú ár eftir ólifuð. Hún fagnaði heilbrigði sínu með því að skipuleggja þennan einstaka kvennaleiðangur yfir jökulinn og safna í leiðinni fyrir málefni sem eru henni mikilvægt og aðstoðuðu hana í veikindunum. „Svona söfnun er ómetanleg fyrir LÍF og styður við það þarfa og mikilvæga starf sem félagið sinnir sem bakhjarl kvennadeildar Landspítala. Við erum því að rifna úr þakklæti. Söfnunarféð gerir okkur kleift að tryggja að konum, börnum og fjölskyldum þeirra séu búnar bestu hugsanlegu aðstæður,“ segir Ingrid Kuhlman formaður Lífs styrktarfélags í samtali við Vísi. „Þetta var ekkert annað en stórkostlegt afrek hjá Snjódrífunum og ég fylgdist með þeim af hrifningu, virðingu og aðdáun. Ég er óskaplega stolt af þessum kjarnakonum sem náðu að skrá sig á spjald sögunnar með eftirminnilegum hætti. Þær sýndu ótrúlega seiglu, jákvætt hugarfar, frábæra teymisvinnu og úthald. Þær eru frábærar fyrirmyndir fyrir okkur öll um að við getum ótrúlegustu hluti ef við bara ætlum okkur. Þær eru líka hvatning til okkar allra um að gefast aldrei upp. Það er sko lífskraftur í þessum konum.“ Sirrý faðmar fjölskyldu sína á flugvellinum eftir Vatnajökulsgönguna.Vísir/Vilhelm Hópurinn hefur safnað yfir fimm milljónum þegar þetta er skrifað og ekki er enn búið að loka fyrir söfnunina. „Söfnunin stóð í hátt í 5 milljónum síðast er ég heyrði upphæð nefnda en svo á eftir að gera upp símasöfnunina til viðbótar þannig að það er ljóst að hópurinn hefur safnað veglegu framlagi. Söfnuninni er ekki lokið því að Snjódrífurnar munu toppa á næsta ári þegar Sirrý Ágústsdóttir, upphafsmanneskja átaksins, býður 100 konum að ganga með sér upp á Kvennadalshnjúk (Hvannadalshnjúk), hæsta tind Íslands, í maí 2021. Það er framtíðarsýn okkar hjá LÍF að söfnunarféð fari í að útbúa margnota stofu sem myndi nýtast fyrir konur í krabbameinsmeðferð sem þurfa að fara í einangrun en einnig fyrir til dæmis deyjandi konur og aðstandendur þeirra.“ Ingrid segir að það hafi verið stórkostlegt að sjá hvað Sirrý og Snjódrífurnar náðu að hvetja aðra með sér. „Liður í Vatnajökulsgöngunni var að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu eftir veikindi og hefur fólk alls staðar af landinu gengið með Snjódrífunum í sinni heimabyggð þá daga sem þær voru á göngu á jöklinum og deilt inn á síðuna Minn lífskraftur á Facebook. Margir sýndu stuðning í verki með því að ganga, hlaupa, synda, fara í fjallgöngur, á skíði og fleira. Það var einmitt markmiðið hjá Sirrý, að hvetja fólk til að finna sinn lífskraft.“ Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts ákvað að sýna stuðning í verki og fór sjálf með í leiðangurinn. „Svona einstaklingsframtak er ein aðalástæðan að Kraftur getur verið til staðar fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur,“ segir Hulda í samtali við Vísi. „Félagið er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og því er stuðningur sem þessi ómetanlegur fyrir félagið. Einnig er þetta einstaklingsframtak ótrúlega hvetjandi fyrir aðra og gefur fólki von um að ná bata og heilsu að nýju – sem skiptir ótrúlega miklu máli þegar maður stendur frammi fyrir því ungur að missa heilsuna.“ Hulda segir að hún sé full þakklætis fyrir allan stuðningin og ómetanleg framlög í kringum verkefnið. „Okkar hluti söfnunarfésins mun fara í okkar LífsKraftsverkefni, í bókina okkar LífsKraft – Fokk ég er með krabbamein - sem er bók með hagnýtum upplýsingum fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur. Bókin er gefin á öllum krabbameinsdeildum Landspítalans. Svo styrkfjárhæðin mun fara í að halda við bókina og efla fræðslustarfið hjá félaginu.“ Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.
Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir „Ég sá rosalega eftir að hafa spurt“ Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. 26. júní 2020 08:00 Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15 Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Bútaði niður Vatnajökul eins og veikindin Ellefu konur, flestar á fimmtugsaldri slógu met þegar þær þveruðu Vatnajökul á átta dögum. Þær kalla sig Snjódrífurnar og hafa nú þegar safnað um fimm milljónum króna fyrir félögin Kraft og Líf. 16. júní 2020 19:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
„Ég sá rosalega eftir að hafa spurt“ Sirrý Ágústsdóttir sem lauk á dögunum áheitagöngunni LífsKraftur þegar hún þveraði Vatnajökul með góðum hópi kvenna. 26. júní 2020 08:00
Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 16. júní 2020 13:15
Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02
Bútaði niður Vatnajökul eins og veikindin Ellefu konur, flestar á fimmtugsaldri slógu met þegar þær þveruðu Vatnajökul á átta dögum. Þær kalla sig Snjódrífurnar og hafa nú þegar safnað um fimm milljónum króna fyrir félögin Kraft og Líf. 16. júní 2020 19:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið