Formúlu 1 tímabilið hefst 3. júlí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. júní 2020 09:00 Charles Leclerc um borð í Ferrari Formúlu 1 bílnum. Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 3.–5 júlí. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Viaplay að Formúlu 1 tímabilið 2020 hafi átt að hefjast í Ástralíu. Covid-19 faraldurinn kom í veg fyrir það. Síðan hafa íslenskir Formúlu 1 aðdáendur beðið spenntir eftir því að það yrði talið óhætt að hefja Formúlu 1 tímabilið á ný. Nú er loksins komið að því og mótorsport-unnendur um allan heim fagna: Formúlu 1 tímabilið hefst í Austurríki um næstu helgi, dagana 3. til 5. júlí. Fyrsta helgin í júlí verður þannig opnun á sannkölluðu mótorsport-sumri í algjörum sérflokki. Formúla 1 stefnir á að halda um 15 til 18 keppnir á árinu. View this post on Instagram Introducing our new 2020 livery A pledge to improve the diversity of our team and our sport, and a signal of the Team s commitment to fighting racism and discrimination in all its forms. A post shared by Mercedes-AMG F1 (@mercedesamgf1) on Jun 29, 2020 at 3:00am PDT „Mótorsportið hefur aldrei lent í öðru eins. Yfir þriggja mánaða lokun er nú loksins yfirstaðin, og ég veit, að allir í mótorsportheiminum hlakka eins og smákrakkar til þess að Formúla 1 fari af stað í Evrópu. Eðlilegt ástand snýr aftur og ég hlakka ótrúlega til“, segir nífaldur Le Mans-sigurvegari og sérfræðingur í Formúlu 1, Tom Kristensen. Eins og staðan er núna eru átta keppnir komnar á dagskrá fyrir þetta tímabil, en þær sem eftir eru verða settar á dagskrá eftir því sem hægt er að teknu tilliti til allra öryggiskrafna í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Forsvarsfólk Formúlunnar hefur af öryggisástæðum ákveðið að fyrstu keppnirnar verði án áhorfenda. Vonir standa þó til að hægt verði að opna fyrir áhorfendur síðar á tímabilinu. View this post on Instagram Once I put my helmet on I feel like I can be anybody " A post shared by Mercedes-AMG F1 (@mercedesamgf1) on Jun 28, 2020 at 8:35am PDT Formúla 1 er krúnudjásn mótorsportsins, og það er frábært að tímabilið sé loksins að fara í gang. Við hlökkum til að geta boðið íslenskum unnendum sportsins topklassa umfjöllun á Viaplay með þéttari byrjun á Formúlu 1 tímabili en nokkru sinni fyrr með sex keppnum á aðeins sjö vikum“, segir Kim Mikkelsen, NENT Group yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay. Sýnt verður frá öllum Formúlu 1 keppnunum á Viaplay með íslenskum lýsendum. Svona lítur Formúlu 1 dagskráin 2020 út, eins og hún liggur fyrir á þessari stundu: 3.–5. júlí: Austurríki (Red Bull Ring, Spielberg, Austurríki) 10.–12. Júlí: Austurríki (Red Bull Ring, Spielberg, Austurríki) 17.–19: júlí: Ungverjaland (Hungaroring, Ungverjalandi) 31. júlí– 2. ágúst: Bretland (Silverstone, Englandi) 7.–9. ágúst: Bretlands (Silverstone, Englandi) 14.–16. ágúst: Spánn (Barcelona-brautin, Katalóníu, Spáni) 28.–30. ágúst: Belgía (Spa-Francorchamps, Belgíu) 4.–6. september: Ítalía (Autodromo Nazionale Monza, Ítalíu) Formúla Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent
Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 3.–5 júlí. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Viaplay að Formúlu 1 tímabilið 2020 hafi átt að hefjast í Ástralíu. Covid-19 faraldurinn kom í veg fyrir það. Síðan hafa íslenskir Formúlu 1 aðdáendur beðið spenntir eftir því að það yrði talið óhætt að hefja Formúlu 1 tímabilið á ný. Nú er loksins komið að því og mótorsport-unnendur um allan heim fagna: Formúlu 1 tímabilið hefst í Austurríki um næstu helgi, dagana 3. til 5. júlí. Fyrsta helgin í júlí verður þannig opnun á sannkölluðu mótorsport-sumri í algjörum sérflokki. Formúla 1 stefnir á að halda um 15 til 18 keppnir á árinu. View this post on Instagram Introducing our new 2020 livery A pledge to improve the diversity of our team and our sport, and a signal of the Team s commitment to fighting racism and discrimination in all its forms. A post shared by Mercedes-AMG F1 (@mercedesamgf1) on Jun 29, 2020 at 3:00am PDT „Mótorsportið hefur aldrei lent í öðru eins. Yfir þriggja mánaða lokun er nú loksins yfirstaðin, og ég veit, að allir í mótorsportheiminum hlakka eins og smákrakkar til þess að Formúla 1 fari af stað í Evrópu. Eðlilegt ástand snýr aftur og ég hlakka ótrúlega til“, segir nífaldur Le Mans-sigurvegari og sérfræðingur í Formúlu 1, Tom Kristensen. Eins og staðan er núna eru átta keppnir komnar á dagskrá fyrir þetta tímabil, en þær sem eftir eru verða settar á dagskrá eftir því sem hægt er að teknu tilliti til allra öryggiskrafna í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Forsvarsfólk Formúlunnar hefur af öryggisástæðum ákveðið að fyrstu keppnirnar verði án áhorfenda. Vonir standa þó til að hægt verði að opna fyrir áhorfendur síðar á tímabilinu. View this post on Instagram Once I put my helmet on I feel like I can be anybody " A post shared by Mercedes-AMG F1 (@mercedesamgf1) on Jun 28, 2020 at 8:35am PDT Formúla 1 er krúnudjásn mótorsportsins, og það er frábært að tímabilið sé loksins að fara í gang. Við hlökkum til að geta boðið íslenskum unnendum sportsins topklassa umfjöllun á Viaplay með þéttari byrjun á Formúlu 1 tímabili en nokkru sinni fyrr með sex keppnum á aðeins sjö vikum“, segir Kim Mikkelsen, NENT Group yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay. Sýnt verður frá öllum Formúlu 1 keppnunum á Viaplay með íslenskum lýsendum. Svona lítur Formúlu 1 dagskráin 2020 út, eins og hún liggur fyrir á þessari stundu: 3.–5. júlí: Austurríki (Red Bull Ring, Spielberg, Austurríki) 10.–12. Júlí: Austurríki (Red Bull Ring, Spielberg, Austurríki) 17.–19: júlí: Ungverjaland (Hungaroring, Ungverjalandi) 31. júlí– 2. ágúst: Bretland (Silverstone, Englandi) 7.–9. ágúst: Bretlands (Silverstone, Englandi) 14.–16. ágúst: Spánn (Barcelona-brautin, Katalóníu, Spáni) 28.–30. ágúst: Belgía (Spa-Francorchamps, Belgíu) 4.–6. september: Ítalía (Autodromo Nazionale Monza, Ítalíu)
Formúla Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent