Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 19:09 Björn Bjarnason vann skýrsluna ásamt Jónu Sólveigu Elínardóttur. Vísir/Baldur Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira